Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 7
Þing HSK Héraðsþing HSK var haldið í Gunnarshólma A-Landeyjum helgina 26. og 27. febrúar s.l. Þingið sóttu fulltrúar frá 18 ungmennafélögum auk nokk- urra gesta. Frá hálfu UMFÍ sátu þingið þeir Diðrik Haraldsson og Sigurður Geirdal. í skýrslum s.l. árs kom fram að mikill þróttur er í íþróttastarfinu og greinilega rekið öflugt ung- lingastarf á þeim vettvangi hjá sambandinu og félögunum. Einnig var mikill hugur í mönnum að koma áfram hús- byggingu sambandsins og samþykktu félögin m.a. að leggja fram fé til byggingar- innar sem nemur 25 krónum af hverjum félagsmanni. Utgáfa fréttabréfs hófst á árinu og komu út 10 bréf sem dreift er til samstarfsaðila og velunnara sambandsins. Þá voru reknar sumarbúðir s.l. sumarog erþað fastur liður í starfi sam- bandsins. Margar tillögur lágu fyrir þinginu, flestar um íþróttamál, en einnig um húsmál, fjármál og félagsmál. Að loknum þingstörfum á laugardaginn hófust nefndar- störf og lauk þeim að mestu þá um kvöldið. Kvöldvaka var haldin um kvöldið á vegum HSK og heimafélagsins UMF Dags- brúnar. Bar þar helst til tíðinda að sýnt var hálfunnið prufu- eintak af kvikmynd Marteins Sigurgeirssonar sem tekin var á Landsmótinu á Selfossi 1978. Einnig fór fram keppni um einn Ein þingnefndin ad störfum á HSK þinginu. eftirsóttasta verðlaunagrip HSK, en það er eldgömul tré- sleif sem fannst í ferð HSK manna vestur á fjörðum. Sigur- vegari að þessu sinni var Sigurður Eggertsson Umf. Þórsmörk og mun hann því velja greinar og stjóma næstu sleifarkeppni HSK, að sjálf- sögðu með hæfilegu sleifarlagi. Daginn eftir hófst svo af- greiðsla mála. Fátt eitt skal nú nefnt. Samþykkt var að koma á skólakeppni í víðavangs- hlaupum og reglur um starfs- menn á íþróttamótum. Stuðn- ingur við þá íþróttamenn sam- bandsins sem sett hafa markið á Ólympíuleikana 1984 og m.fl. um íþróttamál. f>á má nefna tillögur um land- vernd og fegrun umhverfis félagsheimila, um eflingu félagsmálaskólans og hvatn- ingu til ungmennafélaga að gefa meiri gaum að því mikla starfi sem félögin vinni í leik- list, en þess má geta að leiklistin er fastur liður í vetrarstarfi margra félaga. Guðmundur Kr. Jónsson var endurkjörinn for- maður HSK. íþróttamadur HSK 1982 var kosinn Vésteinn Hafsteinsson. Hér taka foreldrar hans, Hafsteinn og Hildur, við verðlaununum í fjarveru hans. SKINFAXl 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.