Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1985, Side 3

Skinfaxi - 01.08.1985, Side 3
Sktníœd 4. tbl. - 76. árg. -1985 ÚtgeíandL Ungmennalélag íslands • Ritstjóri: Guðmundur Gíslason. • Stjóm U.M.F.Í. Pálmi Gíslason lormaóur. Bergur Torlason, varaíor- maóur, Jón G. Guóbjömsson gjaldkeri. Bjöm Ágústsson, ritart Gudmundur H. Sigurósson, meó- stjómandi, Þóroddur Jóhannsson meóstjóm- andi Diórik Haraldsson, meðstjórnandi. • Aí- greiösla Skiníaxa: Skriístoía U.M.F.Í. Mjölnisholti 14, Reykjavík, sími 14317 • Setning, umbrot og íilmugerö: Prentþjónustan hl. • Prentun Prent- smiójan Rún sL Meöal eínis: Bls. Íþróttahátíö HSK ....... 4 Danmerkuríerð UMFÍ ... 6 Brids................... 8 Úr íréttabréíum ........ÍO Hvað gleymdirðu skónum ................ 12 Skákþáttur ............. 14 Bikarkeppni FRÍ 1. deild ............... 16 Bikarkeppni FRÍ 2. deild ............... 18 Bikarkeppni FRÍ 3. deild ............... 21 Norrœn ungmenna- vika í Finnlandi.............. 23 Tóbaksvarnir .......... 25 Vísnaþáttur............. 27 Hvaöa fugl er þama ................... 28 í minningu Siguröar Greipssonar ... 30 Forsíðumynd: Hún er aí Unni Steíánsdóttur HSK í keppni á landsmóti dönsku ungmennaíélaganna í sumar. Frjálsar íþróttir Á uppleiö eöa undanhaldi? Nú er að líða að lokum keppnistímabils frjálsíþróttafólks hér á landi. Því er ekki úr vegi að líta um öxl og íhuga stöðu þessarar iþróttagreinar. En hvers vegna að fjalla um þetta efni í tímariti UMFÍ? Jú, einfaldlega vegna þess að þetta er sú íþróttagrein sem borið hefur mest á í starfi margra ungmennafélaga og er að flestra dómi hápunktur Landsmóta UMFÍ. Keppnisfólk UMFÍ er nýlega komið úr frækilegri för á Lands- mót dönsku ungmennafélaganna. Hópurinn stóð sig þar með mikilli prýði og vann til fjölda verðlauna. Deildakeppni Frjáls- íþróttasambandsins ereinnig nýlega lokið. Ungmennasambönd- in skipa þar verðugan sess. Á næsta ári keppa 2 ungmennasam- bönd í 1. deild, öll lið 2. deildar og flest eða öll 3. deildarlið eru einnig frá ungmennasamböndum. Af þessari upptalningu er ljóst að ungmennafélögin eru stærsti aðilinn að frjálsíþrótta- starfi hér á landi. En hvernig er svo aðstaðan til frjálsíþróttaiðkana hér á landi. Fljótt á litið virðist stefna í rétta átt víðast hvar. Margir íþrótta- vellir hafa verið teknir í notkun á seinni árum og þeir eldri verið endurbættir. Það er samt ekki vansalaust að Laugardalsvöllur- inn, aðalleikvangur okkar Islendinga, skuli vera svo illa farinn að litlu hafi munað að aflýsa yrði Evrópubikarkeppninni sem er tvímælalaust einn stærsti frjálsíþróttaviðburður til þessa. Þar fær afreksfólk okkar tækifæri til að etja kappi við heimsfrægt íþróttafólk og við verðum að leggja því til þolanlegar aðstæður á heimavelli. Unglingastarf er ekki síður mikilvægt í frjálsum íþróttum en öðrum greinum. Víða er vel unnið að þeim málum en betur má ef duga skal því undirstöðuna má ekki vanta. Athygli vekur hversu fáir sækja frjálsíþróttamót hér á landi. Undrast ég oft að foreldrar skuli ekki fylgjast betur með börnum sínum og veita þeim meiri hvatningu. Hér verður að gera betur því að fátt veitir meiri ánægju en hvatning og meðvitund um að einhver taki eftir því sem vel er gert. Þótt við ungmennafélagar eigum margt frá- bært frjálsíþróttafólk innan okkar raða jafnvel á heimsmæli- kvarða, þá megum við ekki gleyma því að við þurfum að hlúa að þeim yngri. Við þurfum að veita þeim þá aðstöðu og þá hvatningu sem þarf til að stunda holla íþrótt og öðast þannig gleði og heilbrigði á líkama og sál. Guðmundur Haukur Sigurðsson SIUNFAXI 3

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.