Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1985, Síða 10

Skinfaxi - 01.08.1985, Síða 10
Ui fréttabréfum — Vegna Árs æskunnar var ákveðið að planta um 26000 trjá- plöntum eða jafnmörgum og meðlimum ungmennafélaganna. Og fékk USÚ um 750 plöntur í sinn hlut og var það stafafura, þeim var síðan skipt niður á fé- lögin til gróðursetningar. Þær sem urðu eftir voru gróðursettar inn við Haukafell. — Þá voru reknar sumarbúðir í byrjun sumars og stóðu þær yfir í viku, og voru þar 16 krakkar aðallega frá Höfn og úr Nesjum. Farið var í íþróttir og heimsókn á bóndabæ til að sjá hvernig bú- skapurinn gengur fyrir sig. — Á göngudegi fjölskyldunn- ar 22. júní voru það aðeins fé- lagar úr Umf. öræfa sem gengu. Fóru þeir á bílum upp á Háöxl fyrir ofan Hnappavelli. Þaðan gengu þeir austur á Brýnnar, langleiðina að Stigjökli þannig að sást niður í Stigagljúfur. Þátt í göngunni tóku 43 Öræfingar á öllum aldri. — í lok júlí er áætlað að halda leikjanámskeið fyrir 8—12 ára börn á Höfn, og verður Hafdís Hilmarsdóttir leiðbeinandi. — Nú er héraðsmótið í knatt- spyrnu í eldri flokk alveg að verða lokið og er aðeins úrslitaleikurinn eftir. En hann er milli Umf. Snartar og Umf. Langnesinga. Mótið í yngri flokknum er ekki búið, en þar eru aðeins þrjú lið. Þá er áætlað að halda bikarmót í eldri flokknum á Raufarhöfn 17. ágúst, og um kvöldið uppskeru- dansleikur í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn. Bikarmótið í yngri flokknum á að vera helgina 27.—28. júlí í Ás- byrgi. — Þá verður haldið Öldunga- mót í frjálsum íþróttum fyrir 30 ára og eldri. Keppt verður i 100 m. hlaupi, langstökki og kúluvarpi bæði í karla og kvennaflokki. — í tilefni þess að Umf. Austri á Raufarhöfn hefur ráðist í það mikla verk að byggja nýjan íþróttavöll er áætlað að halda unglinga og bikarmót í frjálsum íþróttum 18. ágúst. En nú í ár verður Umf. Austri 50 ára. — Búið er að gera barmmerki með merki sambandsins og eru þau nú til sölu og kosta kr. 50. U.D.N. Á síðasta þingi U.D.N. voru samþykkt ný lög fyrir sambandið og segir þar að stjórnin skuli skip- uð 5 mönnum í stað 3. Og er það von manna að þessi breyting verði til góðs fyrir alla þá er starfa að þessum málum innan sambands- ins. Þá var Sveinn Gestsson kos- inn formaður i stað Kristjáns Gíslasonar sem ekki gaf kost á sér aftur. — íþróttamaður U.D.N. 1984 var kjörinn Hálfdán Krist- insson. — Kjötpokaverksmiðj- urnar ákváðu að gefa verðlauna- gripi fyrir bestu afrek karla og kvenna á héraðsmóti. — Starfs- menn sambandsins í sumar voru þau Helga Kristjánsdóttir fram- kvæmdastjóri og Ólafur Hall- dórsson þjálfari. — Vormót U.D.N. 1985 var haldið á Búðar- dalsvelli 23. júní, og var keppend- um frá H.S.H. boðið á mótið og komu 7. Og er það vonandi byrj- un á góðu samstarfi milli sam- bandanna. Úrslit í stigakeppninni urðu þessi: 1). Umf. Ólafur Pái 183 stig 2). Umf. Stjarnan 125 stig 3). Umf. Dögun 44 stig 4). Umf. Æskan 33 stig 5). Umf. Aftureld- ing 19 stig 6). Umf. Unglingur 3 stig. Iþióttasamband fatlaöra Dagana8. til 21. september n.k. fer fram hér á landi norræn trimmlandskeppni, og er hún sú þriðja í röðinni. Og hafa íslend- ingar sigrað með glæsibragð í bæði skiptin þ.e. 1981 og 1983. í keppninni þarf að trimma minnst 2,5 km. og er keppnisgreinarnar þessar: ganga, hlaup, skokk, hjól- reiðar, hjólastólaakstur, hesta- mennska og róður. Þessi keppni er í fyrsta lagi keppni milli Norð- urlandanna og í öðru lagi innan- landskeppni þar sem héraðs- samband sem flest stig hlýtur 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.