Skinfaxi - 01.08.1985, Side 11
miðað við ibúafjölda sigrar. Sem
fyrr er megintilgangurinn með
þessari keppni að auka skilning
hinna fötluðu á því að stunda
íþróttir og útivist.
14. 15. september fer fram á
Kópavogsvelli Haustmót íþrótta-
sambands Fatlaðra í frjálsum
íþróttum. Hafa samskonar mót
verið haldin tvö s.l. ár og tekist
með miklum ágætum, og hafa
verið á milli 80 þátttakendur í
bæði skiptin.
Norðurlandamót í bogfimi var
haldið hér á landi 13. apríl s.l. og
voru keppendur 26 frá öllum
Norðurlöndunum nema Færeyj-
um. Bestum árangri íslensku
keppendanna náði Elísabet Vil-
hjálmsdóttir, en hún varð önnur í
kvennaflokknum með 506 stig af
600 mögulegum.
Ný félög hafa verið stofnuð á
sambandssvæði UÍA sem hafa
íþróttir fyrir fatlaða á stefnuskrá
sinni, en þau eru Viljinn Seyðis-
firði og Örvar á Egilsstöðum.
Auk þeirra hafa verið stofnaðar
deildir innan ungmenna- og
íþróttafélaga á Austfjörðum eins
og t.d. á Höfn og í Neskaupstað.
Glœsilegt mót
Helgina 10.—11. ágúst var
Evrópubikarkeppnin í frjálsum
íþróttum haldin á Laugardals-
velli. Var þetta mót mjög vel
heppnað í alla staði og sýnir það
að hægt er að halda svona mót
hér á landi. Þrjú íslandsmet voru
sett þ.e. í 100 og 200 m. hlaupi
kvenna og var Svanhildur Krist-
jónsdóttir úr UMSK þar að verki
í bæði skiptin, og hún var einnig
í sveitinni er sigraði í 4x100 m.
boðhlaupi kvenna. Árangur ís-
lendinga var mjög góður og þá
sérstaklega fyrri daginn en mun
lakari þann seinni. Er fyllsta
ástæða til að óska FRÍ til ham-
ingju með vel heppnað mót.
Spjótkastarar í fremstu röð. Einar Vilhjálmsson og Trine Solberg frá
Noregi. Ljósm. Ingimundur Ingimundarson.
Fiásagnii — sögur
Ekki veit ég hve oft menn
hafa verið hvattir í þessu
blaði til að senda því efni
eða hugmyndir um efni, en
það hefur eflaust verið ansi
oft. Þó ætla ég að biðja ykk-
ur einu sinni enn að senda
blaðinu efni hvort sem það
eru fréttir eða frásagnir af
ferðalögum, og svo ég tali
ekki um stuttar sögur. Efnið
þarf ekki að vera upp á
margar síður og helst ekki,
bara eitthvað stutt og
skemmtilegt. Því það eru
örugglega mjög margir sem
luma á góðu efni eða hug-
myndum en koma sér ekki
að því að skrifa það á blað.
Hristið nú af ykkur slenið
og sendið okkur línu.
G. G.
SKINFAXI
11