Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1985, Side 12

Skinfaxi - 01.08.1985, Side 12
Hvaö gleymdiiöu skónum? Guömundui Gíslason Eins og flestum er í minni gekk Reynir Pétur Ingvarsson eftir hringveginum kringum landið í sumar, sér til ánægju og einnig til að safna peningum til byggingar iþróttaleikhúss á Sólheimum. Vakti þessi ganga hans mikla athygli og hrifningu landsmanna, og urðu margir til að heita á Reyni og einnig að gefa gjafir beint. Því fannst Skinfaxa tilvalið að heim- sækja Reyni og spjalla stuttlega við hann, og fer það spjall hér á eftir. Sæll og blessaður Reynir! Já komdu sæll. Heyrðu nú fór verr ég gleymdi gönguskónum mínum heima. Hvað er þetta maður gleymdirðu þeim, jæja þú getur labbað með mér hérna um svæðið á þessum sem þú ert í. Já, ég reyni að fylgja þér eftir. Hérna sérðu nú hvar íþróttaleikhúsið verður. Svo grunnurinn er kominn. Já nú á að fara að slá upp veggjunum. Hvað verður þetta nú stórt? Það verður á tveimur hæðum. Já svo þú labb- aðir hringinn til að safna pening- um til að byggja þetta hús? Já, en fyrst og fremst mér sjálfum til gleði og ánægju. Fólk má ekki gleyma þvi að ég gerði þetta fyrst og fremst fyrir mig, því þetta er mikil sálarhvíld. Hefur fólk hald- ið að þú hafir eingöngu gert þetta til að safna peningum? Já mér finnst það. Heyrðu sagðistu vera frá UMFÍ? Já, þekkirðu það? Já aðeins. Veistu að UMFI hefur sinn fána. Já, blár með hvítum krossi í eins og niður í Þrasta- lundi. Þann fána vill ég að Vest- firðir taki upp þegar þeir klofna frá. Heldurðu að þeir klofni frá? Já ég er viss um það, og þá eiga þeir að nota þennan fána. Heyrðu þú ert að fara núna í ferðalag er það ekki? Jú ég er að fara til Fær- eyja á fimmtudaginn, en fyrst flýg ég til Egilsstaða og fer þaðan til Seyðisfjarðar. Þú ætlar þá ekki að labba austur? Nei ekki alla leið, en ég ætla að labba frá Egils- stöðum til Seyðisfjarðar. Ég verð að fara snemma af stað til að missa ekki af skipinu. Heyrðu Reynir meö steininn frá UMFÍ. Ljósm UMFÍ/GG. komdu inn við skulum fá okkur kaffi. Við löbbuðum inn í húsið þar sem Reynir Pétur býr og hann hellir á könnuna. Nú skiptum við um umræðu- efni og fórum að ræða nokkur áhugamál Reynis. Reynir þú safnar fánum er það ekki? Jú aðeins. Áttu marga? Já ég á nokkra, bæði stóra og litla. Hvaða fánar eru þetta þarna í horninu? Þetta eru fánar frá olíu- félögunum. Ég flaggaði þeim um daginn og þá kom fólk sem hélt að hér væri selt bensín, en við seljum ekki bensín hér. Svo þú plataðir fólkið aðeins. Já. Það er íþróttafélag hérna er það ekki? Jú, það heitir Gnýr. Hvenær var það stofnað? Ja það eru nokkur ár síðan, 1982 held ég. Og þú ert í þvi félagi. Já já. Horfirðu á íþróttirnar í sjónvarpinu? Já ef það eru hjólreiðar, því það er gaman að horfa á þær. Þú hefur ekki viljað hjóla hringinn frekar en að labba hann? Nei, við vorum ekki vissir um hvort einhver hefði gert það áður, og svo er miklu skemmtilegra að labba. Jæja 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.