Skinfaxi - 01.08.1985, Síða 13
Reynir ég þakka þér kærlega fyrir
spjallið og kaffið, en nú verð ég
að þjóta aftur í bæinn og þú að
fara að taka þig saman fyrir ferð-
ina til Færeyja. Heyrðu annars
veistu hvað Færeyjarnar eru
margar? Já þær eru 18, en það
hlýtur að vera mikið af litlum
skerjum líka. Já, jæja ég óska þér
góðrar ferðar og skemmtunar í
Færeyjum og vertu blessaður.
Vertu blessaður og þakka þér
fyrir komuna og guð fylgi þér. Fánarnir er hann flaggaöi. Ljósm. UMFÍ/GG.
Sumcnhátíö UÍA
Veistu
svarið?
Sumarhátíð UÍA var haldin
helgina 26.—28. júlí s.l. er það
seinna en verið hefur undanfarin
ár. Því nú varð að fresta henni
vegna veðurs þegar hún átti að
vera, en það var sömu helgi og
forseti íslands kom til Austur-
lands. Keppt var í mörgum
íþróttagreinum m.a. sundi, borð-
tennis, kappgöngu, knattspyrnu,
ratleik og svo í frjálsum íþróttum.
Þar sigraði íþróttafélagið Höttur
á Egilsstöðum með miklum yfir-
burðum hlaut 303 stig en næsta
félag sem var Súlan frá Stöðvar-
firði hlaut 168 stig og svo í þriðja
sæti varð Huginn frá Seyðisfirði
með 141 stig. Volvo-bikarinn sem
veittur er fyrir besta afrek á Sum-
arhátíð hlaut ung stúlka úr Hetti
fyrir að stökkva 1.58 m. í há-
stökki, en hún er aðeins 14 ára
gömul. Keppnin í frjálsum íþrótt-
um var Meistaramót UÍA 14 ára
og yngri. Á sunnudeginum var
sérstök hátíðardagskrá, og
skemmtu þar m.a. Jón Páll og
Hjalti „Ursus“ Árnason við
mikla hrifningu þeirra yngstu.
Veðrið var mjög gott á sunnudeg-
inum en það helliringdi á laugar-
deginum, en það kom ekki að sök
hátíðin tókst vel og komu um 400
gestir sem er nú mun minna en
áður.
Spurningar:
1. Hvaða spendýr geta flogið?
2. Hver heimsálfanna er minnst?
3. Hvað þýðir orðið biblía?
4. Hvað eru Færeyjarnar marg-
ar?
5. Hvað eru margir strengir í
hörpu?
6. Hvernig er rúbín á litinn?
7. Hvaða ár var Njálsbrenna?
8. Hver var fyrsti ráðherra ís-
lands?
9. Hvenær tók Ríkisútvarpið til
starfa?
10. Milli hvaða sveita er Mosfells-
heiði?
11. Hvað heitir stærsta stöðuvatn
Skagafjarðarsýslu?
12. Hvað eru 0 gráður á Celsíus
margar á Fahrenheit?
13. Hvað er Eiffel-turninn í París
hár?
14. Hvað eru mörg núll í millj-
arði?
15. Hvað nefnist andstæða verð-
bólgu?
íþrf. Höttur gengur fylktu liöi inn á svæöiö. Ljósm. UÍA.
SKINFAXI
Svör á bls. 29.
13