Skinfaxi - 01.08.1985, Qupperneq 14
Skákþáttur
í fyrsta sinn í 23 ár tefldi ís-
lendingur á millisvæðamóti. Þau
eru liður í heimsmeistarakeppn-
inni; fyrst koma svæðamótin, þá
millisvæðamótin, þaðan liggur
leiðin í áskorendakeppnina,
áskorendaeinvígin og þá fyrst er
komið upp að fótskör meistar-
anna, Karpovs og Kasparovs.
Friðrik Ólafsson tefldi á milli-
svæðamótinu í Stokkhólmi 1962
en síðan hefur enginn Islendingur
komist svo langt þar til nú.
Margeir Pétursson tók mótið
alvarlega og naut sín uppi á svið-
inu í ráðstefnuhöllinni í Biel.
Enginn keppandi lék eins marga
leiki og hann; enginn notaði jafn
mikinn tíma á skákirnar og eng-
inn var eins lengi í „sviðsljósinu".
Það kom í minn hlut og Braga
Kristjánssonar að vera Margeiri
til fulltingis og skoða með honum
biðskákirnar. Sjaldan áttum við
frí. Sumar skákirnar fóru marg-
oft í bið og á endanum voru bið-
stöðurnar orðnar 21 i 17 umferð-
um. Samtals lék Margeir 1.024
leiki í mótinu, sem er liðlega 60
leikir að meðaltali á skák. Glæsi-
legur sigurvegari!
Annars gekk taflmennskan
ekki nógu vel. Allar þessar löngu
og erfiðu skákir settu strik í reikn-
inginn einkum vegna þess að
Margeir var yfirleitt að berjast
fyrir lífi sínu. Átti oft peði minna
í krappri vörn og þurfti að vanda
Maigeii á
millisvœöamóti
Jón L. Ámason
sig sérlega vel. Þessar skákir tók-
ust reyndar vonum framar en á
milli komu slæmir skellir. Á
heildina litið tefldi Margeir of
„passívt“ og bar of mikla virð-
ingu fyrir andstæðingunum.
Fékk að lokum 7 v. og 14. sæti af
18 keppendum.
Mótið var firna-skemmtilegt á
að horfa. Fjögur efstu sætin gáfu
þátttökurétt í áskorendakeppn-
inni, sem haldin verður í Frakk-
landi í haust. Margir voru um hit-
una og í lok mótsins var allt á
suðupunkti. Soveski stórmeistar-
inn Rafael Vaganjan varð reyndar
öruggur sigurvegari og Banda-
ríkjamaðurinn Yasser Seirawan
varð annar. Um hin tvö sætin var
grimmlega barist. í síðustu um-
ferð fór margt öðruvísi en ætlað
var. Filippseyingurinn Torre tap-
aði fyrir Ungverjanum Sax og
Hollendingurinn John Van der
Wiel beið lægri hlut fyrir Nigel
Short, Englandi, sem þar með
náði honum að vinningum. Þetta
leiddi til þess að sovéski stór-
meistarinn Sokolov hreppti 3.
sætið en Torre, Short og Van der
Wiel verða að heyja aukakeppni
um fjórða sætið.
Lítum á skákina, sem skipti
sköpum varðandi lokaniðurstöð-
una.
Hvítt: Nigel Short
Svart: John Van der Wiel
Sikileyjarvörn.
I.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4
Rf6 5.Rc3 a6 6.Be2 e6 7.0-0 Be7
8.a4 0-0 9.Be3 Dc7
Hefðbundin leikjaröð er 9-
Rc6. Nú tekst hvítum að reka
nagla í drottningarvænginn.
10.a5 Bd7?! Il.f4 Bc6 12.Bf3 He8
13.g4!
Óægfa svarts felst í því að
kóngsriddarinn á ekki annan reit
en d7, sem ætlaður er hinum
riddaranum. Biskupstilfærslan í
10. og 11. leik var áreiðanlega
hæpin.
13.-d5 15.e5 Rfd7 15.Khl Bb4
16. Bg2 Bxa5?
Þetta peðsrán kostar dýrmæt-
an tíma.
17. f5! Bxc3 18.bxc3 exf5 19.e6!
Þannig tekst honum að rífa
upp stöðuna kóngsmeginn og
notfæra sér að svartur er langt á
eftir í liðsskipan.
19.-fxe6 20.gxf5 exf5 21.Rxf5 Rf6
22.Bd4 Rbd7?
14
SKINFAXI