Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1985, Qupperneq 23

Skinfaxi - 01.08.1985, Qupperneq 23
Norrœn ungmennavika í Finnlandi Fieygaibui Þoisteinsson Dagskrá vikunnar var hefð- bundin, menn voru vaktir kl. rúmlega 7 með ýmsum aðferðum sem gáfust mjög misvel. Morgun- verður var snæddur frá kl. 8.00—9.00 og síðan tóku starfs- hópar við. Þeir voru: Rokk- og pop-tónlistarhópur, þjóðlaga- hópur, leiklistarhópur, videohóp- ur, útivistarhópur, keramikhópur og loks hópur sem settur var til höfuðs finnsku skógunum. Sá hópur varð þannig til, að tveir af Norræn ungmennavika er haldin til skiptis á Norðurlönd- unum. Skilyrði til þátttöku er að vera á aldrinum 16—25 ára og hafa áhuga á norrænu samstarfi. Markmiðið með vikunni er að ungmenni á Norðurlöndum komi saman í eina viku og styrki tengsl sín í milli og einnig milli landa sinna. Árla morguns hinn 19. júlí 1985 lagði 8 manna hópur frá UMFÍ af stað með flugi til Stokkhólms. Ferðinni var heitið á norræna ungmennaviku í Finnlandi. Eftir að hafa eytt deginum í Stokk- hólmi, þá lögðum við, um kvöld- ið, af stað með lest til Umeá og þaðan var farið með ferju til Vasa, þar sem við hittum aðra þátttakendur. Þar urðu að sjálf- sögðu miklir fagnaðarfundir hjá þeim sem áður höfðu hist á slík- um vikum. Síðan var haldið til Kannonkoski, nánar tiltekið Piis- pala þar sem dvelja átti næstu vikuna. Finnlandsfararnir, íremri röö frá vinstri: Anna María, Helga, Fjóla, Kristján. Aftari röö f.v. Freygaröur, Sveinn, Ragnheiöur ogBenedikt. Slappaö af, Sveinn, Freygaröur og Benedikt. íslendingunum fór fram á að fá að höggva skóg. Sú beiðni náði fram að ganga og þá bættust fleiri í hópinn. Hóparnir störfuðu svo með hléum fram undir kvöld. Hléin sem gerð voru notuðu menn til að skrafa saman á hverju því máli sem hentugast þótti í það skiptið. Víst er að tungumálakunnátta hvers og eins var notuð til hins ýtrasta. Á kvöldin voru svo ýmsar upp- ákomur, þar sem menn skemmtu bæði sér og öðrum. Sem dæmi má nefna landskeppni í kodda- slag og reiptogi, kvikmyndasýn- ingar, söng við varðeld, diskótek, skemmtiatriði og ýmislegt fleira. Eftir að skipulagðri dagskrá lauk fundu menn sér svo eitthvað til að gera frameftir nóttu og voru oft nýsofnaðir þegar ræst var á ný. Það sem hér á undan er upptal- ið var rammadagskrá, sem átti sin frávik. Einn daginn fórum við í skoðunarferð um mið-Finnland, skoðuðum m.a. Pyhá-Hákin SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.