Skinfaxi - 01.08.1985, Blaðsíða 27
Vísnaþáttur Skinfaxa
Þá er komið að kveðjunni sem
Helgi Seljan sendi Sigurði Ó.
Pálssyni á Egilsstöðum, en fyrri-
partar Helga voru á þessa leið:
Enn fer vor um Austurland
óma hörpustrengir.
Undur þrái ég austur nú
ungviðinu að sinna.
S.Ó.P. botnar þetta snarlega og
gerir úr heilar vísur sem líta svona
út.
Enn fer vor um Austurland
óma hörpustrengir.
Við það trú og tryggðaband
treysta víf og drengir.
Undur þrái ég austur nú
ungviðinu að sinna.
Best er gleði bónda sú
bústörfin að vinna
og til viðbótar.
Undur þrái ég austur nú
ungviðinu að sinna
þar sem eflist ennþá trú
æskudrauma þinna.
Okkur bárust fleiri botnar við
fyrriparta Helga. Svona vill einn
nafnlaus hafa vísurnar.
Enn fer vor um Austurland
óm hörpustrengir.
Gullið rekja geislaband
glettnir álfadrengir.
Undur þrái ég austur nú
ungviðinu að sinna.
Hitta bæði hund og kú
helst mig sjálfan finna.
Og gamall vinur þáttarins
Kristján Jónsson frá Snorrastöð-
um sendir þetta.
Enn fer vor um Austurland
óma hörpustrengir.
Frá jöklabyggð á sævarsand
sólin göngu lengir.
Undur þrái ég austur nú
ungviðinu að sinna.
Ganga þar um byggð og bú
og blessun öllu vinna.
Þriðji fyrriparturinn misprent-
aðist og lögðu menn því almennt
ekki í hann, en sá nafnlausi botn-
aði hann svona.
Tinda fjalla sjaldan sjá
svo er um alla firði.
Eflaust hallar einhvern á
ei um fall og hirði.
Ef til vill voru fyrripartarnir
nokkuð erfiðir að þessu sinni,
enda greinilegt að það voru engir
meðalmenn sem botnuðu að
þessu sinni.
Sigurður þakkar Helga send-
inguna og sendir boltann áfram
til Braga Björnssonar Lagarfelli
11 Egilsstöðum með eftirfarandi
fyrripörtum.
1.
Nætur vorsins ástareld
undra heitan kveikja
2.
Áföll mörg í ólgusjó
okkar þjóðarskúta fær.
3.
Húmið þéttist haustar að
hvað má létta geði.
Með bestu kveðju
Ásgrímur Gíslason
SKINFAXI
27