Skinfaxi - 01.08.1985, Blaðsíða 28
Hvaða fugl
er þama?
Hugleiðing um íugla
fyrir göngufólk
Þoisteinn Einarsson
Hvaða fuglar fljúga þarna? — Var
ég spurður einn fyrstu daga ágústs af
samferðarmanni við Másbúða-
rhólma undan Hvalsnesi. Spóar.
Hvert eru þeir að fara? Til suðlægra
landa. Strax? Já, þeir fara fyrstir og
þessir sjö eru að kveðja, og bráðum
fer krían. Fartíminn fer að hefjast.
Bráðum fara gæsirnar að hópa sig á
túnum, mýrum og leirum. Bröttför
r r
Oddaflug gæsa
tT ^
^ 4-
iX r
1
þeirra dregst þó fram eftir september
og október. Frá 20. ágúst má veiða
grágæs og heiðagæs, sem eru þær
tvær tegundir gæsa, er hálendis
verpa, og svo tvær umferðafarfugla
frá norrænni varpheimkynnum, bles-
gæs og helsingja en sú þriðja sem hér
fer um er friðuð allt árið, margæs.
Tegundirnar frá hinum norðlægari
löndum fara og koma um ísland eftir
hefðbundnum leiðum. Margæsin
leggur leið sína um utanvert vestur-
land og nælir sér i marhálm á sjávar-
lónum og vogum. Sést þar á sundi.
En hinar tylla sér niður á votlendi t.d.
Skagafjarðar, Eyjafjarðar og Þing-
eyjarsýsluna og halda síðan um
fjallaskörð hálendisins til lálendis
suðurlands. Helsinginn velur sér
frekar vestanvert norðurland. ís-
lensku varpgæsirnar deila með sér
landinu. Grágæsin, sem síðustu 50
árin hefur dreifst um allt land en
heldur sig neðan 300 m. hæðar með-
an heiðagæsin er á mýrarflákum og
sillum gilja hálendisins. Frægasta
kjörlendi hennar er freðmýrarnar
sunnan Hofsjökuls. Þar er áætlað að
verpi 10 þúsund pör og sé stærsta
gæsabyggð jarðarinnar. Kunnugir
telja stofnstærðir þessara tveggja teg-
unda hvorrar um sig um 80 þúsund
einstaklinga. Þegar við þessa flug-
flota bætast aðrar þrjár gæsategund-
ir þá er fjaðrablik mikið og gæsagarg
í lofti, á landi og legi. Allir þessir flot-
ar leita á graslendi, þó helst á útjörð
nema margæsaflotinn, sem gæðir sér
á marhálmi og sjávarfitjungi. Skaða
gera margir búendur of mikið úr. Á
vorin i mars og apríl eru grænar ný-
ræktir áberandi flugsýn og freista
svangra, sem þarfnast okru til að
halda á lofti 3—4 kg. líkama, knýja
hann áfram og svo þroska í honum
4—6 egg. Sókn skotmanna í flotana
15. mars til 20. ágúst er bönnuð með
lögum. Hér fyrr meir var ísl. gæsun-
um á heiðum uppi, þegar þær voru i
sárum smalað i sérstakar réttir á mið-
öldum og drepnar — en álftir í sárum
eltar uppi og slegnar til dauða. Ár-
lega hafa fuglar hamskipti. Flestir
einu sinni en sumir oftar t.d. hávella.
f „sár“ lenda eingöngu andfuglar
(gæsir, endur og álftir), því að hjá
þeim falla flugfjaðrir allar í senn, svo
fuglinn er ófleygur. Upphaf veiðitíma
er miðað við (20. ágúst) að gæsir séu
komnar úr sárum.
Grágæs
Rauðgulur goggur, einlitur
Fætur bleikrauðir. Framanverður
vængur ljós. Fullorðnir fuglar
geta haft dökka dila að neðan en
án dökkra þverráka. Skvaldrandi
bæði á flugi og á jörðu. Félags-
lyndir fuglar. Fylkja sér á lang-
flugi í oddaflug. Skiptast á
forystu til að rjúfa loftmótstöðu.
Fylkingunni haldið saman með
sýn til hvers annars, skvaldri og
flugdyn. Stærð 76—89 cm.
Bak og kviður Ijósara en annarra
gæsa. Við flugtak sveiflast háis í
kippum til hliðanna og þá sér-
kennist lending flokks grágæsa af
loftköstum, svifi og rennsli til
hliða eða snöggum dýfum, — hið
mesta „fjaðrafok".
Heiðagæs
Goggur stuttur, bleikrauður,
svartur við rótina.
28
SKINFAXl