Skinfaxi - 01.08.1985, Qupperneq 30
. f
í minningu
Siguiöar Greipssonar
Sigurður Greipsson fyrrum
skólastjóri í Haukadal lést 19. júlí
s.l. Með Sigurði er fallinn í valinn
einhver svipmesti leiðtogi og hug-
sjónarmaður sem ungmenna-
félagshreyfingin hefur átt.
Spor Sigurðar liggja víða og
stendur ungmennafélagshreyf-
ingin í ómældri þakkarskuld við
hann. Hann var formaður hér-
aðssambandsins Skarphéðins í 43
ár og átti stóran þátt í að gera
héraðssambandið öflugt bæði á
iþrótta og félagssviði. Hann sat í
stjórn UMFI í 6 ár og 3 ár í vara-
Þórir Þr'rgeirsson, Hafsteinn Þor-
valdsson og Siguröur Greipsson
aö taka á móti verölaunum HSK
áLandsmóti UMFÍ á Laugarvatni
1965.
stjórn. Sigurður átti heiðurinn af
því að endurreisa landsmót Ung-
mennafélaganna. Fyrsta mótið
var haldið í Haukadal 1940. Þó
afrek Sigurðar hefðu ekki verið
önnur en endurreisn landsmót-
anna myndi nafn hans vera skráð
gylltu letri í sögu ungmennafélag-
anna. Landsmótin hafa vaxið að
umfangi og orðið sá aflvaki er mest
hefur eflt íþrótta- og félagsstarf
landsbyggðarinnar. Áhugi Sig-
urðar fyrir mótunum var alla tíð
mikill og mætti hann á þeim öll-
um eftir 1940, nú síðast á s.l.
sumri. Hin síðustu ár var Sigurð-
ur þrotinn af kröftum en hugsun-
in var skýr og viljinn sem forðum.
Hafsteinn Þorvaldsson fyrrum
formaður UMFÍ sýndi Sigurði
mikla ræktarsemi í veikindum
hans og fylgdi Sigurði á landsmót
og aðrar þær samkomur er hug-
urinn stefndi til.
Sigurður var mikill ræðumað-
ur hann var víðsýnn og víðlesin
og talaði afburða gott mál og
framsetningin slík að áheyrendur
hrifust með. Mér er enn í minni
ræða sem hann flutti á fundi leið-
toga og gesta á Landsmótinu
1975. Það var eins og heimilisvin-
ur Sigurðar Geysir væri að gjósa,
eldmóðurinn og krafturinn var
slíkur.
Eftir að hafa lokið námi í
Hólaskóla hélt Sigurður til náms
í Lýðháskólanum í Voss í Noregi.
Síðar nam hann í þeim þekkta
skóla Ollerup í Danmörku.
Af miklum dugnaði og bjart-
sýni byggði Sigurður fþróttaskól-
ann í Haukadal og tók hann til
starfa 1927. Skólinn starfaði í 44
ár undir stjórn Sigurðar, fór mik-
ið orð af skólanum og leiðsögn
Sigurðar. Allir þeir nemendur er
ég hef hitt og þar hafa verið bera
Sigurði og skólanum gott orð.
Alls urðu nemendur skólans rúm-
lega 800.
Sigurður lagði alla tíð mikla
rækt við íslenska glímu og var
glímukóngur íslands í 6 ár, hann
tapaði aldrei kappglímu á því
tímabili. Árið 1932 kvæntist Sig-
Árið 1932 kvæntist Sigurður
Sigrúnu Bjarnadóttur frá Bóli í,
Biskupstungum, mikilli mann-
kostakonu, en hún lést 10. ágúst
1979. Þau Sigurður eignuðust
sex börn, tvö þeirra dóu mjög
ung, piltur og stúlka, en synirnir
fjórir sem eftir lifa eru: Bjarni bú-
settur í Reykjavík, Greipur, Þórir
og Már, allir búsettir í Haukadal.
Sigurður var kjörinn heiðurs-
félagi UMFÍ 1971. Vonandi tekst
ungmennafélagshreyfingunni að
starfa í anda þeirra hugsjóna er
honum voru svo kærar, trúnna á
landið og þjóðina og viljann til að
leggja góðum málum lið án þess
að hugsa um endurgjaldið. Ég
sendi fyrir hönd ungmennafélaga
aðstandendum einlægar samúð-
arkveðjur. Við minnumst Sigurð-
ar með þakklæti og virðingu.
Pálmi Gíslason
30
SKINFAXI