Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1986, Page 3

Skinfaxi - 01.04.1986, Page 3
í:f 1 xséL, Síðasta blað fékk góðar viðtökur hjá flestum, og virðist breytingin á blaðinu falla flestum í geð, þó allir séu nú ekki ánægðir. Enda væri það skrýtið ef hægt væri að gera öllum til hæfis. Ég vil taka það fram hér að allar þær greinar er blaðið fær sent frá einstaklingum og eru birtar undir nafni, eru á ábyrgð höfunda, og túlka ekki endilega skoðanir blaðsins né UMFÍ. Eins og oftast áður er mikið starf framundan á hinum ýmsu sviðum í sumar, en nú er ekki nema rétt ár í landsmót. Því er ástæða til að hvetja samböndin og félögin til að hefja nú undirbúning fyrir mótið af fullum krafti svo það takist sem best. En allar framkvæmdir á Húsavík eru í fullum gangi og gengur vel. Eins og fram kom í síðasta blaði þá hefur UMFÍ fest kaup á nýju húsnæði sem flutt verður í einhvemtfma í þessum mánuði. Mun það bæta alla aðstöðu til gistinga, en það húsnæði er mun stærra og hentugra en það sem UMFÍerínú. Þá er að minnast þess að "Göngudagur fjölskyldunnar" er núna 22. júní. Mikil herferð er í gangi hjá ÍSÍ til að efla trímm, og verður í því sambandi dagskrá í heila viku undir kjörorðunum "Heilbrígt líf - hagur allra". Er fyllsta ástæða til að hvetja alla til að taka þátt í þessu, ekki bara eingöngu þessa viku heldur um ókomna framtíð. Ég vil að lokum hvetja sainböndin og félögin að leggjast á eitt um að gera 19. Landsmót UMFÍ sem glæsilegast, og hefja því undirbúning strax. fslandiallt Guðmundur Gíslason I blaðinu er meðal annars: Hef aldrei stundað íþróttir:..... Krýsuvíkursamtökin............... Spilum ánægjunnar vegna.......... Léthann æfa í sturtu............. Knellan.......................... SKINFAXI 77. árg. 2. tbl. 1986 Útgefandi: Ungmennafélag íslands - Ritstjdri: Guðmundur Gfslason - Stjórn UMFÍ: Pálmi Gíslason formaður, Þóroddur Jóhannsson varaformaður, Þórir Jónsson gjaldkeri, Bergur Torfason ritari, meðstjórnendur: Dóra Gunnarsdóttir, Guðmundur H. Sigurðsson, Diðrik Haraldsson - Afgreiðsla Skinfaxa: Skrifstofa UMFf Mjölnisholti 14, sími:91-14317 - Setning og umbrot: Skrifstöfa UMFÍ - Filmu og plötugerð: Prentþjónustan hf. -Prentun: Prentsmiðjan Rtln sf.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.