Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1986, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.04.1986, Blaðsíða 18
Afrekaskráin 1985 í frjálsum íþróttum skoðuð Guðmundur Sigurðsson fjallar um árangurínn 1985 Guðmundur Sigurðsson UMSK Millivegalengdk í raun er lítið hægt að segja um þessar greinar, nema hvað Brynjúlfur Hilm- arsson hefur hér mikla yfirburði, og þá sérstaklega í 1500 m. Þá náði Erlingur dágóðum tíma í 800 m. og Hannes bætti sig mikið í báðum vegaleng- dunum. Langhlaup Þó svo að árangur langhlaupara sé ekki beysinn er þó um framfarir að ræða. Sérlega má vænta þess að Már Hermannsson eigi eftir að ná árangri í 5000 m. og 10000 m. sem talandi er um. Brynjúlfur er hins vegar langbestur í 3000 m. Gríndahlaup Svanhildur Krístjónsdóttir UMSK INNGANGUR Undirritaður mun nú í fyrsta skipti fjalla um afrekaskrá UMFÍ í frjálsum íþrótt- um. í raun kemur fljótlega í ljós að skránna skipar í flestum tilfellum sama fólkið og í fyrra. Og því miður er alltof Iítið um bættan árangur. Þó svo að á því séu vissulega undantekningar. Mun ég nú renna í stórum dráttum í gegnum greinar og greinahópa og leitast við að geta þess helsta. KARLAR Spretthlaup Aðalsteinn Bernharðsson ber eins og síðastliðið ár höfuð og herðar yfir aðra spretthlaupara. Bæting hans varð þó minni en tilstóð. Kemur þar eflaust margt til m.a. ónóg keppni á réttum mótum. Erlingur Jóhannsson bætti sig í 200 m. og 400 m. og á án efa eftir að ná langt ef heldur sem horfir. Að öðru leiti var árangur hálf dapur, þó eru nokkrir einstaklingar sem gætu vissulega náð árangri og vonandi verða þeirra nöfn hér með á næsta ári. Þeir félagar úr UMSE skiptu þessum stuttu og löngu grindahlaupum bróður- lega á milli sín. Á Aðalsteinn án efa eftir að bæta sig verulega í 400 m. grind ef hann fær tækifæri til að hlaupa oftar á hveiju ári. Boðhlaup Þrátt fyrir að meiri áhersla væri lögð á boðhlaupin á mótum þessa árs en oft áður náðist ekki betri árangur. Einna helst virtust eyfirðingar eiga sæmilega sveit, en lélegar skiptingar komu í veg fyrir verulega bættan árangur. 18 Skinfaxi 2. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.