Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1986, Page 5

Skinfaxi - 01.04.1986, Page 5
að vera í mjög heitum og sterkum faðmlögum. Eitthvað hafði það dregist, og er ég kem inn á sviðið og segi "Hvað eruð þið eiginlega að aðhafast” standa þau í sitt hvoru homi og eru ekki að gera neitt. En ég bjargaði mér úr því, og er alltaf montinn með það, ég sagði nefnilega "Hvað getur maður vitað um þessa unglinga, hvað þeir eru að gera" og labbaði síðan út af sviðinu. Kom svo aftur inn á sviðið, en þá vom þau komin í faðmlög og þá sagði ég "Já vissi ég ekki" svo þetta bjargaðist. "fylgst vel með starfi UÍA"\ - En þú hefur fylgst með starfi ung- mennafélaganna ígegnum árin? Jú, ég hef gert það, bæði með mínu félagi og svo starfi UÍA. Og virt alveg sérstaklega það mikla starf sem unnið hefur verið hjá UÍA, því þar hefur orðið alveg gífurleg breyting, en vissulega stóð UÍA alltaf framarlega, en hin almenna þátttaka hefur orðið mjög niikil nú síðustu ár. Og má þar nefna Sumarhátíð UÍA á Eiðum sem er mjög skemmtileg fjölskylduhátíð og gaman að virða fyrir sér og taka þátt í. Ungmennafélögin verða vissulega að laka þátt í íþróttakeppnum en þau verða líka að virkja hinn almenna mann í fúlaginu og svo heilu fjölskyldumar til ýmsra starfa. Finnst þér ungmennafélögin hafa eins wikla þýðingu og íbyijun aldarinnar? ^au hafa auðvitað öðru hlutverki að 8egna núna, en það tengist þó sjálfstæði °kkar að þau haldi heilbrigðan vörð um það, og þá hið andlega sjálfstæði fyrst °g síðast. Þau eiga að hafa öll skilyrði þess með sínu starfi, ekki bara í •þróttum heldur öllu félagsstarfi. Ekki kara reyna að troða upp bakið á öðmm ^kinfaxi 2. tbl. 1986 til að ná toppnum, heldur virkja hinn almenna félagsmann til þátttöku og starfa að ýmsum verkefnum. Ung- mennafélögin em þau félög sem veita konum þennan jafna rétt til félagslegrar þátttöku og starfa á við karla, og eiga í því efni mjög merkilega sögu. - Þú hefur komið á Landsmót? Já! En að vísu bara eitt, Landsmótið á Eiðum. - Hvernig líst þér á það að ungmennafélagshreyfingin sé að standa fyrir samkomuhaldi eins og í Atlavík, Gauk á stöng og fleiri slfkum sam- komum? Nú auðvitað orkar það allt tvímælis þá gert er. Þessar samkomur hafa sína skugga, og það hafa þær allar. Ungmennafélögin hafa þó gert tilraun til að halda þessum vímuefnum frá eins og þeim hefur verið kleift, það hefur tekist misjafnlega og ekki hægt að neita því að það hefur farið um of úr böndunum. En það er ekki ungmennafélögunum að kenna, þau hafa haldið býsna vel utan um þetta, en það er auðvitað þessu almenna áliti að kenna að svona samkomum eigi að fylgja þessi ofnotkun vímuefna. Nú ef ungmennafélagshreyfingin stæði ekki fyrir þessum samkomum myndu bara aðrir gera það, og ég vil benda á það að það vill gleymast allt hið mikla sjálfboðaliðastarf sem lagt er af mörkum við svona samkomur. Það eru fleiri hundruð manns sem vinna í sjálf- boðaliðsvinnu við þessar samkomur og sýna það að hægt er að láta vímuefnin eiga sig ef fólk bara vill það. Og ég vil taka það fram að ég set öll vímuefni undir sama hatt, og þar með áfengið. Því það þýðir ekki að segja mér að til séu vond og góð vímuefni. "það hefur dregið sundur með ÍSÍog UMFÍ" - Finnst þér búið nógu vel að ungmennafélagsstarfinu af hálfu ríkis- valdsins? Nei! það fer auðvitað ekkert á milli mála að það er mikill misbrestur á því. Og á ég auðvitað við skiptinguna á milli UMFÍ og ÍSÍ, þó ég viti að það deilist út á milli félaga og sambanda. En tilhneigingin hefur verið sú, á undanförnum árum, að draga um of fætuma gagnvart UMFÍ en láta ÍSÍ fara þeim mun meir upp á ýmsan veg. Eins og með aukafjárveitingum og öðru slíku, og gera keppnisíþróttum þar með hærra undir höfði en almenn- ingsíþróttum, en auðvitað deilist þetta fjármagn niður á félögin og samböndin. ég vil ekki neina ríkisforsjá í þessum málum, en að félagsstarfið sé metið inn í þetta. Ríkið verður að reyna að stýra því fjármagni er það úthlutar til þessara mála, þannig að það korni fjöldanum sem mest til góða, það er númer eitt, tvö og þrjú. - Er það tilfellið að UMFÍ vilji gleymast við gerð fjárlaga? Já, okkur hefur sýnst það nú á seinustu árum, að strax í fjárlagafrumvarpi hafi hlutur ýmissa félaga hækkað, en orðið hafi að hífa upp hlut UMFÍ við afgreiðslu fjárlaga. Þegar ég var í fjárveitinganefnd fannst mér alltaf þyngri róður að ná upp fjárveitingum til UMFÍ heldur en annarra félagasamtaka. - Hvemig líst þér á Lottóið sem er að faraafstað? Ég bind miklar vonir við það að þetta happdrætti skili góðu fjármagni til hreyfinganna. En mér finnst hlutur UMFÍ í þessu vera alltof lítill, og gerði athugasemd við það, þar sem heildar hlutur ungmenna- og íþróttahreyf- inganna er 60%. Þó held ég að þegar fram líða stundir verði þetta það öflugt að það skili verulegum upphæðum til hreyfinganna, því ég held að þetta verði hið ríkjandi happdrætti í landinu. - Áttu einhveija ábendingu eða ósk til ungmennafélagshreyfmgarinnar? Já, ég á auðvitað eina ósk til þessarar hreyfingar umfram það að hún nái til sem flestra. Það að hún gæti þess vel í öllu sínu félagsstarfi að efla þjóð- emiskenndina þar sem við kunnum að vinsa úr erlend áhrif og höfnum því að lenda í meðalmennsku þess stór- borgarlífs sem að menn vilja jafnvel láta teygja anga sína hingað. Og að þessari hreyfingu takist að virkja fjöldann til baráttu gegn öllum vímuefnum hvaða nafni sem þau nefnast, og að bindindi öðlist á ný ákveðinn sess í hreyfingunni. - Svona að lokum Helgi áttu ekki einhverja vísu? Ja, nú hef ég lítið ort uppá síðkastið. En ég var áðan að senda einum vini okkar beggja vísu í tilefni 50 ára afmælis hans, en það er Óli Fossberg á Eskifirði knattspymudómari með meiru. Og vísan er svona: IJress í sinni, hög er mund horskur sýnir ærinn kjark. Eigðu marga unaðsslund. Áfram vinur beint í mark. 5

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.