Skinfaxi - 01.04.1986, Síða 10
- Þú ert keyptur til Dortmund sem
senter.
Já! Udo Latek sem var þá þjálfari keypti
mig sem senter því þá voru stórir
senterar mjög í tísku.
- Fyrsti leikur þinn í Bundesligunni er
eflaust eftkminnilegur.
Já sannarlega því ég skoraði þá fyrsta
markið mitt í atvinnumennskunni sem
var jafnframt fyrsta markið í
Bundesligunni þetta keppnistímabil.
- Þú hefur oft spilað undir miklu álagi
og erfíðum aðstæðum.
Já vissulega, ég man eftir því er ég var
hjá Fortuna Dusseldorf, þá gekk okkur
mjög vel og erum í þriðja sæti eftir 19
leiki, en þá koma upp mikil meiðsli og
veikindi í liðinu. Ég man að ég spilaði í
þrjár vikur með um 39 stiga hita því við
höfðum ekki nægilegan mannskap
þannig að ég varð að spila. Við þetta
hrundi allt hjá okkur og hefur Fortuna
Dusseldorf ekki náð sér aftur síðan. Svo
kom líka að ég var látinn spila hinar og
þessar stöður á vellinum til að fylla upp
þar sem það vantaði svo marga
leikmenn.
- Þú hefur þá leikið allar stöður á
vellinum nema í marki.
Já ég hef ekki verið settur í markið
ennþá, en ætli framtíðarstaða mín verði
bara ekki í bakverðinum. Þegar þú ert
einu sinni búinn að skapa þér nafn sem
markaskorari þá er það erfitt að vera
settur í hinar og þessar stöður hjá sama
liðinu, og það var bara ekki gúdderað hjá
Dusseldorf.
- Stóð ekki til að þú færir til Ítalíu ?
Jú alveg rétt, það var lið sem vildi fá tvo
leikmenn frá sama landi. Og var haft
samband við mig og Rudi Bommer sem
Finnst þér búningurinn ekki fallegur?
lék líka með Dusseldorf. Þetta var komið
mjög langt en þá slasast Rudi í bílslysi
og þeir frétta það og hætta við okkur og
kaupa tvo leikmenn frá Argentínu.
Þannig að það varð ekkert úr þessu að
þessu sinni.
- Hvert er eftirminnilegasti leikur þinn
hingað til?
Það er tvímælalaust leikurinn við
Frankfurt þegar ég gerði fimm mörk og
varð þar með annar markahæstur í
Bundesligunni það tímabil með 21 mark.
Eftir þennan leik fór ég beint upp í
flugvél og heim í landsleik á móti Möltu
og náði ég að gera eina mark leiksins.
- Kanntu ekki að segja frá einhverju
skemmtilegu atviki.
Jú ég man eftir einu í sambandi við einn
þjálfara héma sem er oft talinn dálítið
ruglaður á köflum og sérstakur í
tilsvörum. Þegar hann var að láta
leikmenn hita upp fyrir einn leikinn lét
hann þá hlaupa heilan hring á vellinum
afturábak. Það var allt svona hjá honum.
Eitt sinn kom ungur strákur til hans sem
átti víst að vera mjög góður en þessi
þjálfari vildi ekki fá hann, en prófaði
hann samt á einni æfingunni í um 30
stiga hita. Þegar æfingin var búinn sagði
hann við strákinn þetta er ekki nóg ég
verð að sjá þig í rigningu. Strákurinn
hélt að hann ætti að bíða eftir rigningu
nei hann fór með hann inn í búningsklefa
skrúfaði frá sturtunni og lét hann halda
bolta á lofti undir bununni, og var allt
liðið í dyrunum að horfa á. Hann var
allur í þessu bæði sem þjálfari og einnig
er hann var leikmaður sjálfur.
- Hefur ekkert skemmtilegt komið fyrir
í landsliðsferðum ?
Já blessaður vertu heilmikið og mætti
skrifa heila bók um það allt. Það var t.d.
einu sinni eftir að við töpuðum fyrir
Tékkóslavíu 6-1 og allir voru frekar
daprir, að við nokkrir leikmenn gengum
framhjá herbergi fararstjórnarinnar. Þar
inni voru þá allir fararstjóramir komnir,
við heyrum þá allt í einu einn, segja:
"Þessar ferðir væru sko frábærar ef það
væru ekki þessir andskotans leikir" við
þetta hresstumst við aðeins.
- Finnst þér fréttaflutningur heima frá
leikjum og frammistöðu ykkar hér úti
vera alltafréttur og sanngjam ?
Nei! mér finnst oft er ég les blöðin
heima er segja frá okkur héma úti að þeir
séu oft með frekan hráan fréttaflutning af
okkur. Þeir virðast bara taka þetta upp úr
Bild eða öðmm blöðum en reyna oftast
ekki að hafa samband og fá fréttir.
Þannig les maður oft um það að maður
hafi ekki verið með en var samt með, og
oft er sagt frá að maður hafi spilað hina
og þessa stöðu sem kannski er ekki rétt.
Þeir virðast ekki bera sig margir eftir því
að fá réttar fréttir af hlutunum nema þá
helst þeir hjá útvarpinu, þeir hringja
mjög oft til að fá fréttir. Og ég held að
það væri betra að sleppa öllum
fréttaflutningi heldur en að koma með
eitthvað sem ekki stenst.
- Ætlarðu að vera áfram í atvinnu-
mennskunni?
Já alveg örugglega meðan ég hef gaman
að þessu og heilsu til.
Hei Gvendur! ég er héma.
- Jæja A tli segðu mér að lokum h ver er
uppáhaldsleikmaður þinn og fyrirmynd
sem knattspymumanns á íslandi?
Mín 'fyrirmynd hefur alltaf verið
formaður í mjög stóru félagi á íslandi,
T-félaginu. Hann er mjög harður af sér
og duglegur, að vísu hefur hann alltaf
verið í KR og finnst hann sjálfur vera
mjög góður. Ég á að sjálfsögðu hérna
við frænda minn Jakob Þór Pétursson
KR-inginn mikla, og er það synd að
hann skuli ekki vera löngu kominn í
landsliðið.
Jæja Atli ég þakka þér kærlega fyrir
spjallið og vona að þetta gangi vel hjá
þér og fjölskyldu um ókomna framtíð.
Guðmundur Gíslason
10
Skinfaxi 2. tbl. 1986