Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1986, Side 11

Skinfaxi - 01.04.1986, Side 11
IBrids Biðleikir og sjónarhom mótherjanna Guðmundur Páll Amarson Ein besta bridsbók sem skrifuð hefur verið er tvímælalaust "The Expert Game eða Meistarataktar" eftir Terence Reese. í þessari bók vekur Reese máls á ýmsu í sambandi við útspilið sem aldrei áður hafði verið skrifað um, þegar bókin kom út árið 1958. Sumt af því telst jafnvel nýtt og ferskt í dag. Eitt af því sem Reese fjallar um eru biðleikir í brids. Biðleikir eru, eins og margir vita, mjög algengir í skák, og hlutverk þeirra er að halda stöðunni í jafnvægi þannig að hægt sé að bregðast við sókn úr hvaða átt sem er frá andstæðingnum. Biðleikir í brids eru sama marki brenndir: mikilvægari ákvörðun er frestað þar til andstæð- ingamir hafa tekið af skarið. Hér er dæmi: Suður gefur; allir í hættu. Norður s KD3 h DG62 Vestur t D109 Austur s 9742 l A43 s ÁG10865 h 753 h Á1098 t 532 14 1DG7 Suður s - h K4 t ÁKG876 l K9862 l 105 Vestur Norður Austur Suður - l tígull Pass I hjarta l spaði 3 lauf Pass 3 grönd Pass 4 tíglar Pass 5 tíglar Pass 6 tíglar Pass Pass Pass yestur spilar út litlum spaða, kóngur, ús og trompað. Hættan í spilinu er að §efa slag á hjartaásinn og lauf. En með því að spila litlu hjarta á kónginn hefur sagnhafi töglin og haldimar í spilinu: Ef austur fer upp með ásinn eru komin þrjú niðurköst fyrir laufið, tvö hjörtu og spaðadrottning. Ef hjartakóngurinn fær hins vegar að eiga slaginn má losna við hjartataparann ofan í fríspaðann. Ákvörðuninni um það hverju eigi að henda niður í spaðadrottninguna er frestað þar til austur hefur tekið sína ákvörðun. Við sjáum að austur hefði getað komið sér út úr þessari klípu með því að gefa fyrsta slaginn!! Það hefði þvingað suður til að nota niðurkastið strax og það þolir hann ekki. Það verður að segjast eins og er að sú vöm er nánast ófinnanleg við borðið, en eigi að síður hefði sagnhafi átt að reikna með henni og láta sjálfur þristinn úr blindum í fyrsta slaginn. Seinna gæti hann svo tromsvínað fyrir spaðaásinn. ----0------- Það verður enginn góður í brids nema hann geti sett sig í spor andstæðinganna og hugsað út frá þeirra sjónarhomi. Spilinu hér að neðan tapaði suður einfaldlega vegna þess að hann gleymdi að að spyija sig þeirrar spumingar hvers vegna austur tæki strax á spaðaásinn: Norður s D875 h 963 t 8432 ÍÁK Suður s K105 h ÁKD t ÁG5 1G974 Eftir þrjú pöss vakti suður á grandi, 16-18 punkta. Norður spurði um háliti með tveimur laufum, fékk tvo tígla, sem neita fjórlitum í hjarta og spaða, og lauk þá sögnum með þremur gröndum. Vestur spilaði út laufatvisti, fjórða hæsta, og ásinn í blindum átt slaginn. Sagnhafi spilaði nú spaða og austur rauk strax upp með ásinn. Hvemig líst þérá? Eftir þessa byijun eru átta slagir mættir og sá níundi gæti komið á fjórða spaðann í blindum. Sagnhafi var ánægður með þróun mála og setti lítinn spaða heima án þess að skeyta um það hvers vegna austri lá svona á að losna við spaðaásinn. En við því getur raunar aðeins verið eitt svar: annað hvort er ásinn blankur eða annar, og þá líklega annar með gosanum eða níunni. Norður s D872 h 963 t 8432 Vestur ÍÁK Austur a 9643 sÁG h 754 h G1082 t KIO t D976 l D1082 Suður s Kl05 h ÁKD t ÁG5 1G974 l 653 Austur hélt áfram laufasókninni og tók þar með síðustu hliðarinnkomuna úr blindum. Suður gat tekið KIO í spaða eða yfírtekið tíuna í þeirri veiku von að liturinn félli 3-3, en hvort sem hann gerði fengi hann aldrei níunda slaginn. Við sjáum það núna að auðvitað átti suður að setja tíuna undir ásinn í spaða til að stífla ekki litinn. Gosinn fellur undir kónginn og síðan er hægt að svína fyrir níu vesturs. Það er umhugsunarvert í þessu sambandi hvað austur á að gera með ÁG9. Ef hann setur níuna svínar sagn- hafi tíunni og spilar svo kóngnum. Þannig fær hann þijá slagi á spaða. Það er því spumingin hvort austur eigi ekki að fara upp með ásinn eða setja gosann til að villa um fyrir sagnhafa. Það væri snotur gildra, sem flestir myndu falla í með sæmd. Skinfaxi 2. tbl. 1986 11

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.