Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1986, Page 15

Skinfaxi - 01.04.1986, Page 15
POTTAR OG PÖNNUR Rafn: Fyrsta snerting mín við trommuleik, hefur sennilega verið þegar að mamma gekk með mig, þá spilaði hún á trommur á sveitaböllum. Síðan þegar ég kom í heiminn, þá byrjaði ég náttúrlega að beija á potta og pönnur. Jón: Ég þoli ekki þessar pottasögur hjá öllum trommurum. Rafn: Ég er fæddur fyrir vestan og notaði allar mínar frístundir til að fara á sjóinn. Þá sat ég oft niðrí koju og lamdi á kökubotna og söng með útvarpinu, og dreymdi um að verða poppstjama. Stefán: Og það er gaman að sjá að sá draumur er loks orðinn að veruleika. Rafn: Fyrsta skiptið sem ég spilaði opinberlega, var í pásu á skólaballi. Ég kunni eitt lag og var klappaður upp. Eftir það var hljómsveitin "Perlan" stofnuð, svo komu "Náð" og "Ýr"" sem ég var heillengi í, og loks "Grafík" sem starfar enn. STUTTUREN LITRÍKUR FERILL Stefán: Er þá loks komið að mér? Minn ferill er það sem er kallað "Stuttur en litríkur ferill". Mér var hugsað til þess þegar Eyjólfur var að tala um Texas-tríóið, að það var þá sem ég var að byrja í tónlistinni. Þá komumst ég og félagi minn Hallur Helgason ekki inn í Óðal, þannig að við ákváðum að taka með okkur gítar og sögðumst eiga að spila í stiganum. Og það tókst, við komumst inn. Síðan eftir þetta þá stofnuðum við hljómsveitina "Herra- menn". Síðan gerðist ég pönkari og stofnaði hljómsveitina "Stress". Við vorum geysivinsælir og spiluðum einu sinni í félagsmiðstöð. Við komumst ekki í "Rokk í Reykjavík" en það munaði litlu. Rafn: Svo var það sólóplatan. Stefán: Æ æ, ég ætlaði að reyna að komast hjá því að tala um hana. Jæja, ég gaf út sólóplötu. Það var úr kvik- mynd sem ég reyndar lék aðalhlutverkið í. Hún hét "Morgundagurinn" (lítið stef um daginn í dag). Aðallagið hét "Dr. Bömmer". Það var fínt lag en platan fékk ekki góða dóma. En þar kynntist ég Jóni, hann spilaði undir á þeirri plötu. Þú sleppur ekki Jón. Jón: Ja ég reyndi að bjarga því sem bjargað varð. Stefán: Og síðan kom þetta tímabil sem Jón var að þræða áðan. Við höfum verið óaðskiljanlegir síðan. Eyjólfur: Heyrðu það er eitt sem mig langar til að koma að áður en við höldum lengra. Texas-tríóðið var ekki fyrsta hljómsveitin sem ég spilaði í opinberlega. Ég var í hljómsveitinni "Andrómedíu". Við spiluðum eitt kvöld fyrir kaffisamkvæmi Sjálfstæðisflokk- sins í Glæsibæ. (þá vitum við það) ALDURSFORSETINN - Jæja Haraldur, þá er loksins komið aðþér. Jón: Nú getum við lagt okkur. Rafn: Ég er farinn í bíó. Haraldur: Ég byrjaði eins og flestir í gaggó á bítlatímabilinu og spilaði þá á sólógítar. Svo tók bassinn við og ef ég nefni það helsta, þá var ég í hljóm- sveitum eins og "Sókrates, Litli mat- jurtagarðurinn" sem var ástæðan að ég spilaði í "Litlu hryllingsbúðinni" í fyrra. Þá kom hljómsveitin "Eik" sem ég spilaði með í mörg ár. "Deildar- bungubræður" sem átti bara að vera stutt flipp, en þeir tóku hljómsveitina alvarlega og héldu áfram, þannig að ég hætti. Jón: Já Haraldur er alvarlega þenkjandi. Haraldur: Þá fór ég í Brimkló. Jón: Og ég sem var að segja að Haraldur væri alvarlega þenkjandi. Haraldur: Eftir að Brimkló hætti, var ég í hljómsveitum eins og "Pardus" og "Ba ba boom", spilaði með Megasi og mörgum öðrum. Ég nenni ekki að telja upp þær 30 plötur sem ég hef spilað inná. En þetta hlýtur að vera hápunktur ferilsins að spila með þessum strákum. Eyjólfur: Heyrðu, það er eitt sem mig langar til að koma að áður en við höldum lengra. Andrómedía var alls ekki fyrsta hljómsveitin sem ég spilaði í. Það var hljómsveitin "Púkó og Gunni". - Nei núer nóg komið. GAMAN AF ÍÞRÓTTUM - Jæja að lokum strákar. Hafið þið gaman afiþróttum? Allir: Já við höfum gaman af íþróttum og höfum flestir spilað á okkar "yngri” árum, en það er náttúrlega eins og allir vita, þá getur maður ekki bæði verið í íþróttum og verið hljómlistarmaður. Hvoru tveggja þarf maður að gefa allt sitt í, ef maður ætlar að verða góður. En við komum til með að spila fótbolta í sumar. Við notum allar okkar frístundir til þess. En við erum að spila saman ánægjunnar vegna, það er gaman að þessu og meðan að það er gaman að gera hluti, þá er allt í fína lagi. - Já Poppfaxi getur tekið undir það að þetta eru hressir strákar sem hafa gaman af því sem þeir eru að gera. Poppfaxi þakkár meðlimum Bítlavinafélagsins fyrir viðtalið og óskar þeim góðs gengis. Kristján Skinfaxi 2. tbl. 1986 15

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.