Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1986, Side 16

Skinfaxi - 01.04.1986, Side 16
Hvað segirðu, tónlist? Spjallað stuttlega við Pálmar Sigurðsson körfuknattleiksmann um tónlistarsmekk hans Þetta voru fyrstu viðbrögð Pálmars Sigurðssonar þegar Poppfaxi hringdi í þennan stórgóða og geðuga körfu- boltamann úr Haukum. Pálmar hefur sýnt það og sannað á síðustu árum að hann er einn af okkar bestu körfu- knattleiksmönnum. Skemmst er frá að minnast frammistöðu hans með íslen- ska landsliðinu, þar sem hann átti hvað einna mest þátt í þeim árangri lands- liðsins að komast í B. keppni Evrópu- mótsins. Til gamans má geta þess að Eiríkur Hauksson valdi Pálmar sem sinn uppáhalds körfuknattleiksmann, í viðtali í síðasta tbl. Skinfaxa. Pálmar var meira en til í að svara 10 spumingum Poppfaxa um tónlist. Hér koma svo spurningarnar og svör Pálmars. 1. Uppáhaldshljómsveit/Tónlist- armaður (íslenskur): Það er Gunnar Þórðarson 2. Uppáhaldshljómsveit/Tónlist- armaður (erlendur): Það er hljómsveitin Simple Minds 3. Uppáhaldssöngvari (íslenskur): Ég myndi segja að það væri Björgvin Halldórsson. Hann hefur verið traustur í gegnum árin. 4. Uppáhaldssöngvari (erlendur): Lionel Richie 5. Uppáhaldssöngkona (íslensk): Helga Möller. Hún er svo hress 6. Uppáhaldssöngkona (erlend): Þýska söngkonan Nena 7. Uppáhaldsplata (íslensk): Borgarbragur Gunnars Þórðarsonar, ekkert vafamál að það ein sú besta plata sem ég hef hlustað á. 8. Uppáhaldsplata (erlend): Can't slow down með Lionel Richie 9. Uppáhaldslag (íslenskt): Gull með Eiríki Haukssyni og Gunnari Þórðarsyni 10. Uppáhaldslag (erlent): Say you say me, með Lionel Richie - Hlustar þú mikið á tónlist Pálmar? Nei það er nú varla hægt að segja það. Tónlist er fyrir mig dægrastytting á keppnisferðalögum og uppáhaldstónlist mín er sú sem ég spóla oftast til baka í Pálmar Sigurðsson körfuknattleiksmaður vasadiskóinu mínu. En að sjálfsögðu hef ég gaman að tónlist þó að ég "pæli" ekki mikið í henni. Kristján Viðbygging við Þrastalund Nú fyrir skömmu var byggt við Þrastalund, var það salernis- og hreinlætisað- staða. En hún hefur verið frekar slæm og lítil miðað við þann fjölda sem kemurá sumrin. Þessi viðbót bætir alla aðstöðu í Þrastalundi til mikilla muna og hægt verður að taka á móti fleira fólki, og öll afgreiðsla gengur hraðar fyrir sig. í ár eins og undanfarin ár mun Trausti Víglundsson reka Þrastalund. 16 Skinfaxi 2. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.