Skinfaxi - 01.04.1986, Blaðsíða 24
Skákþáttur
Englendingurinn sem datt
. ofan úr skýjunum
Jon L. Amason •' **
Glenn Flear heitir 27 ára gamall
Englendingur sem átti heldur betur
viðburðaríka daga í London er leið að
páskum. Þá var að hefjast skákmót í
borginni með þátttöku þekktra stór-
meistara frá sex löndum. Flear hefði
mátt gera sér að góðu að fylgjast með
og reyna að læra af meisturunum ef einn
sovésku stórmeistaranna hefði ekki
forfallast á elleftu stundu. Svo ekki
stæði á stöku brugðu mótshaldarar á það
ráð að biðja Flear um að taka sæti hans.
Þannig atvikaðist það að Flear varð
þátttakandi á þessu sterka móti, þar sem
allir keppendur báru stórmeistara-
nafnbót, utan hann sjálfur og Maxim
Dlugy, núverandi heimsmeistari
unglinga, sem þó fær væntanlega
útnefningu á næsta þingi alþjóða-
skáksambandsins - ásamt Margeiri okkar
Péturssyni.
Aldrei fyrr hafði Flear teflt í félagsskap
svo sterkra skákmeistara og vitaskuld
var þetta frábært tækifæri, þó svo hann
hefði ekki getað undirbúið sig sem
skyldi. Þama tefldu svo frægir menn
sem Spassky, Larsen, Polugajevsky,
Vaganjan, Ribli og Nunn, svo fáeinir
séu nefndir. Róðurinn yrði áreiðanlega
þungur fyrir söguhetjuna okkar, sem þar
að auki hafði annað að sýsla þessa
örlagaríku daga. Um mitt mót gekk
hann að eiga franska skákdrottningu,
Christine Leroy, og vitaskuld fékk hann
skák sinni þann daginn frestað.
Hveitibrauðsdagarnir urðu Flear
ógleymanlegir og skákheimurinn á eftir
að minnast þeirra um ókomin ár. Glenn
Flear skaut veðmöngurum Bretlands
skelk í bringu með því að sigra
glæsilega á mótinu. Hann hlaut 81/2 v.
af 13 mögulegum. Næstir komu
Englendingamir Short og Chandler með
hálfum vinningi minna, þá Ribli og
Nunn, síðan Spassky, Portisch og
Polugajevsky, þá Vaganjan og
Speelman svo Larsen og næst Plaskett
og lestina ráku Mestel og Dlugy.
Skáksagan geymir fleiri dæmi um
óvænt úrslit eins og þessi, er tiltölulega
óþekktur skákmaður mætir til leiks á
síðustu stundu og slær í gegn. Upp í
hugann kemur skákmótið í París árið
1867, sem haldið var í sambandi við
mikla sýningu í borginni. Meðal gesta á
sýningunni var pólskur kaupsýsl-
umaður, Simon Winawer, sem frétti
fyrir tilviljun af skákmótinu og langaði
til að reyna sig. Hann fékk að vera með
og ekki tókst honum lakar en svo að
hann náði öðru sæti og varð vinningi
fyrir ofan sjálfan Wilhelm Steinitz, sem
þá var óopinber heimsmeistari í skák.
Sagt var um Winawer, sem átti eftir að
koma talsvert við sögu á skákmótum
eftir þetta, að hann hefði "dottið ofan úr
skýjunum" og sú lýsing á ekki síður
við um Glenn Flear.
Annars vekur vaskleg framganga Eng-
lendinga á mótinu athygli. Það er engu
líkara er erlendu skákmeistaramir hafi
einungis verið til uppfyllingar. Lítum á
athyglisverða skák þar sem sjálfur Bent
Larsen er í hlutverki "minni spámann-
sins" sem stenst ekki vandaða tafl-
mennsku Englendingsins Murray
Chandler, - sem reyndar missti af efsta
sætinu er hann tapaði fyrir Plaskett í
síðustu umferðinni. Skákin sýnir vel þá
miklu aflrænu sem staka peðið á
miðborðinu býr yfir. Larsen lét undir
höfuð leggjast að skorða peðið nægilega
vel, eins og lærifaðir hans, Aron
Nimzowitsch kenndi. Stöðuorkan
leystist úr læðingi og Chandler náði
undirtökunum. Á miðborðinu varð hann
allsráðandi og eftir ónákvæmni Larsens
tókst honum að knýja fram sigur.
Hvítt: Bent Larsen
Svart: Murray Chandler
Tarrasch-vörn
1. c4 c5 2. g3 Rf6 3.Bg2 e6
4. d4 cxd4 5. Dxd4
Larsen brýtur meginregluna um að ekki
skuli fara af snemma af stað með
drottninguna. Hann þekkir andstæðing
sinn og veit að hann fær tækifæri til að
tefla gegn staka miðborðspeðinu.
5. - d5 6. cxd5 exd5 7. Rf3
Rc6 8. Da4 Bc5 9 0-0 0-0
10. Bg5 He8 11. e3 h6 12.
Bxf6 Dxf6 13. Rc3 Be6 14.
Hadl Had8 15. Hd2 Bb6 16.
Hfdl?
Betra var 16. Rb5 ásamt Rbd4 og
skorða staka peðið kyrfilega.
16. - d4!
Þessi leikur hefur áreiðanlega farið
framhjá fránum augum Larsens, sem
hefur Fimmfalt vald á þessum reit. Eftir
17. exd4 lokast hins vegar fyrir sjónlínu
drottningarinnar eftir fjórðu reitaröðinni
og svartur leikur 17. - Bg4 18. Hd3
Rxd4 o.s.fr.v.
17. Rxd4 Bxd4 18. exd4 Bg4!
19. Re4
Ef hrókurinn víkur sér undan fellur
d-peðið og ef 19. f3 Bxf3 20. Hfl
(20. Hf2 Bxdl) kemur 20. - Dg5! með
ásetningi á hrókinn og losar sig úr
leppuninni. 19. - Dg6 20. f3
Hxe4! 21. fxe4 Bxdl 22.
Dxdl Rxd4! 23. Khl Ekki 23.
Hxd4? vegna 23. - Db6 og hrókurinn
fellur. 23. - Df6 24. e5 Dxe5
25. Bxb7 Hd6 26. Bg2 h5
Heljargreipar svarts á miðborðinu og
sterkur riddari gefa honum betri stöðu
og nú hyggst hann bijóta upp hvítu
kóngsstöðuna. Þótt fáir menn séu eftir á
24
Skinfaxi 2. tbl. 1986