Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1986, Síða 28

Skinfaxi - 01.04.1986, Síða 28
Reykingar kvenna líkjast farsótt Grein eftir Svein Magnússon Nýlega er liðinn svonefndur kvenna- áratugur, og margt hefur áunnist í baráttumálum kvenna. á þessum áratug hefur hins vegar komið betur í ljós en áður að reykingar kvenna eru að verða, eða eru jafhvel þegar orðnar, eitt stærsta heilsufarslega vandamál þeirra. Reykingar kvenna urðu algengar 20 til árum síðar en reykingar karla. Heims- styrjaldimar tvær voru vaxtar- tímar reykinga karla. Fljótlega upp úr 1950 fóru tóbaksframleiðendur að beina auglýsingum sínum að konum. Þær vom hinn ókunni markaður. Afleiðingar þess eru nú, 30 ámm síðar að koma í ljós, hver annarri ömurlegri. Fyrstu merki faraldurs reykingatengdra sjúkdóma meðal kvenna em að gera vart við sig. í nýlegri grein í Heilbrigði- smálum kom ffam að lungnakrabbamein er það krabbamein sem veldur oftast dauða meðal íslenskra kvenna og að nú deyja um 30 konur á ári úr því. Tengsl lungnakrabbameins og reykinga eru óyggjandi, og í áðumefhdri grein kemur fram að konur þurfa líklega ekki að reykja eins mikið og karlar til að fá sjúkdóminn. íslenskar konur hafa nú hæsta dánartíðni úr lungnakrabbameini í heiminum. árið 1983 dóu 25 konur af hverjum 100.000, úr lungnakrabbameini á íslandi, sem er miklu hærri en í nágrannalöndunum t.d. var sambærileg tala 8 í Svíþjóð, 7 í Noregi og 6 í Finnlandi. Ýmsar nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að konum er ekki hlíft við neinum þeim sjúkdómum sem reykingar leiða af sér hjá körlum. En þar með er ekki öll sagan sögð. Sýnt hefur verið fram á að konur sem reykja á meðgöngutíma fæða léttari böm en þær sem reykja ekki. Munar þar að meðaltali tæplega einni mörk (250 gr.) sem getur skipt miklu máli fyrir bamið. Hætta á fósturláti, fósturdauða og nýburadauða eykst í réttu hlutfalli við það hve móðirin reykir mikið. Sjúkleg afbrigði í meðgöngu og fæðingu eru mun algengari hjá konum sem reykja, en þeim sem reykja ekki. Má þar nefna blæðingar á meðgöngu, losun fylgju áður en fæðing hefst, fyrirstæða fylgju, legvatnsleka og fæðingu fyrir tímann. öll þessi afbrigði eru fóstri og móður hættuleg. Fæðingareitrun hjá konu sem reykir er mun hættulegri en hjá konu sem ekki reykir. Líkur benda eindregið til að böm reykingakvenna geti lengi fram eftir aldri liðið fyrir tóbaksnautn móðurinnar, t.d. vaxið og þroskast hægar. Af þessu má sjá að kona sem reykir er að taka mikla áhættu, ekki aðeins fyrir sig heldur einnig fyrir afkvæmi sitt. Hættan af reykingum kvenna er ekki eingöngu bundin við meðgöngu. Líkur benda til að reykingar dragi úr frjósemi. Tíðahvörf verða fyrr og úrkölkun beina hefst fyrr hjá reykingakonum en öðrum konum. Hættan á kransæðastíflu er um tuttugu sinnum meiri hjá konum sem taka getnaðarvamapillur og reykja en hjá þeim sem reykja ekki og taka ekki pilluna. Æðastífflur í útlimum, heilablæðing, slæmur háþrýstingur og fleiri æða- sjúkdómar eru mun algengari hjá reyk- ingakonum en þeim sem ekki reykja. Hrukkótt og skorpin húð er auðkenni margra sem reykja, stafar þetta að hluta til frá áhrifum tóbaks á bandvef og æðar í húðinni. Foreldrar hafa mikil áhrif á það hvort bömin hefja reykingar. í könnun meðal skólabama í Reykjavík sem gerð var árið 1978 á vegum Borgarlæknis- embættisins sagði helmingur nemend- anna reykingar foreldranna vera ástæð- una fyrir því að þau byrjuðu sjálf að reykja. Foreldrar sem reykja, mæður ekki síður en feður, eru slæmt fordæmi og geta á þann hátt orðið börnunum sínum til óbætanlegs tjóns, án þess að gera sér grein fyrir því í upphafi. í ljósi þeirra staðreynda, sem hér hafa verið taldar er dapurlegt til þess að vita að ekki dregur eins mikið úr reykingum meðal kvenna og meðal karla. Stúlkur á skólaaldri virðast falla auðveldlegar íyrir fyrir þessum vágestí en drengir. Kann- anir á reykingavenjum nemenda í Reykjavík hafa sýnt, að allt frá 13 ára aldri reykja hlutfallslega fleiri stúlkur en drengir og við 16 ára aldur er þessi munur verulegur. Þótt talsvert hafi dregið úr reykingum unglinga, þá hafa stúlkur hætt í minna mæli en drengir. Hvers vegna tekst konum ekki betur en raun ber vitni að forðast þennan ósið eða láta af honum ef þær ánetjast? Skortir þær sjálfstraust? Telja þær ímynd sína sterkari með því að nota tóbak? Margar hræðast það að fitna ef þær hætta að reykja, en sú hræðsla er oftast ástæðulaus. Hlutur kvenna í atvinnulífinu fer vaxandi. Eru reykingar hluti ímyndar þeirra hlutverka sem konur eru að taka að sér en áður tilheyrði eingöngu körlum? Konum virðist gjarnara en körlum að bregðast við streitu og reyna að bæla neikvæðar tilfinningar með reykingum. Eru reykingar kvenna merki um bága stöðu þeirra í þjóðfélaginu? Konur einar geta svarað þessum spumingum. Ljóst er að meðal kvenna og innan samtaka þeirra hafa reykingar, og sú hætta sem þeim fylgir, ekki fengið athygli sem skyldi. Baráttumál kvenna á fyrri áratugum þessarar aldar tengdust heilbrigði beint og óbeint, t.d. mögu- leikum konunnar á að takmarka bams- eignir. Nú er mál til komið fyrir konur að beina orkunni gegn þeim vágesti sem skæðast herjar á þær, reykingunum. Ef þær gera það ekki má leiða að því sterkar líkur að fram til aldamótanna muni tvö þúsund íslenskar konur deyja fyrir aldur fram vegna reykinga. Eru þá ótaldar allar þær konur sem þurfa að berjast við sjúkdóma sem leiða af reykingum án þess að þeir dragi þær til dauða. Eitt af því sem vekur athygli erlendis er að íslenskar konur eru langlífastar allra kvenna veraldar. Nýfædd stúlkuböm á íslandi eiga rúm 80 ár eftir ólifuð, að meðaltali. Þessi virðingarstaða gæti verið í hættu vegna reykinga. Meiri hluti íslenskra kvenna, sem reykja hefur sennilega ekki náð því stigi, að afleiðingamar séu famar að sýna sig til fullnustu, sem verður oft ekki fyrr en eftir 20 til 30 ára reykingar. íslenskar konur hafa oft sýnt samtakamátt sinn, og þær geta enn beitt honum og losað sig undan oki þessa heilsuspillis. Oft var þörf en nú er nauðsyn. 28 Skinfaxi 2. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.