Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1986, Page 34

Skinfaxi - 01.04.1986, Page 34
Fréttir af þingum Þing HSÞ 73. Ársþing HSÞ var háð laugardaginn 8. mars s.l. í Litlulaugaskóla. Af hálfu UMFÍ sóttu þingið þeir Sigðurður Geirdal og Þóroddur Jóhannsson. Þetta var myndarlegt þing og vel sótt, enda kominn Landsmótshugur í Þingeyinga. Myndarlegt "Ársrit HSÞ" var lagt fram á þinginu en þar greinir frá starfi HSÞ, félaga þess og sérstaða sam- bandsins, auk annars fróðleiks. Starf HSÞ er greinilega á uppleið þrátt fyrir nokkuð þröngan fjárhag. Umræður um næsta Landsmót settu nokkum svip á þingið og var hugur í þingfulltrúum varðandi það að gera hlut HSÞ sem mestan á mótinu, auk þess sem menn vom sammála um að standa sem best að allri framkvæmd 19. Landsmótsins, enda við hæfi að halda glæsilegt Landsmót á áttugasta afmælisári UMFÍ. Auk tillagna sem samþykktar voru á þinginu varðandi landsmótið má nefna tillögur um fjáraflanir og skemmtana- hald, um fræðslustarfsemi, um ung- mennabúðir, íþróttahátíð, víðavangs- hlaup og margt fleira. Kristján Yngvason var endurkjörinn sem for- maður HSÞ. Þing UMSB Þing UMSB var haldið í Lyngbrekku 21. feb. s.l. og var þokkaleg mæting en það vantaði þó fulltrúa frá nokkrum félögum. Mikið var rætt um að ráða framkvæmdastjóra fyrir sambandið en það hefur aldrei verið gert áður. Þá urðu miklar umræður um samkomuhald um verslunarmannahelgina næstu og er það ekki full ákveðið ennþá. Þórir Jónsson afhenti gjöf frá Einari Vilhjálmssyni spjótkastara til sambandsins, en það voru tvö spjót annað eins og er notað í dag og svo eitt af hinni nýju gerð er nota á í framtíðinni þ.e. eftir 1. júní. En Einar skipti um félag um síðustu áramót og keppir nú fyrir Hött á Egilsstöðum. Voru Einari færðar miklar þakkir fyrir þessa gjöf með óskum um gott gengi í framtíðinni. Kristján Axelsson gaf ekki kost á sér aftur til formanns og var Sigríður Þorvaldsdóttir kosin í hans stað. Frá UMFÍ mættu á þingið Magndís Alexandersdóttir og Þórir Jónsson stjómarmenn og Sigurður Geirdal og Guðmundur Gíslason frá skrifstofu UMFÍ. Þing H.S.H. Ársþing HSH var haldið að Breiðabliki 11. maí s.l. Þingið var nú ekki fjölmennt, það voru aðeins 12 fulltrúar frá 4 félögum. Miklar umræður urðu um mótahald, fjármál, útgáfu fréttabréfs og þá kom fram tillaga um að fá sérstaka síðu í Snæfellska fréttablaðinu og nefna hana HSH-síðan. Rætt var um ráðningu framkvæmdastjóra allt árið, en þá aðeins í 1/4 hluta starf yfir vetrarmánuðina. í skýrslu stjórnar kom fram að margt hafði verið gert á s.l. ári þ.a.m. rekstur unglingabúða að Lýsuhóli sem mun einnig verða nú í sumar, ferðir á íþróttamót utan héraðs og m.fl. Skrifstofu opnaði HSH s.l. sumar í Grundarfirði og mun hún verða þar áíram. Ingi Hans Jónsson úr Grundarfirði var kjörinn áfram formaður HSH. Frá UMFÍ mættu á þingið, Pálmi Gíslason form. Þórir Jónsson gjaldk. Magndís Alexandersd. í stjóm UMFÍ og Guðmundur Gíslason ritstj. Skinfaxa Þing USÚ Þing USÚ var haldið í nýju samkomuhúsi að Hofgarði í Öræfufn 22. mars s.l. Þingið sóttu af hálfu UMFÍ þeir Pálmi Gíslason og Sæmundur Runólfsson. Þingforseti var kjörinn Guðjón Ingimundarson. For- maður USÚ^ Svava Arnórsdóttir flutti skýrslu stjómar. Á s.l. sumri stóð USÚ fyrir rekstri sumarbúða og leikja- námskeiða, þá vom gróðursettar 750 trjáplöntur á vegum USÚ. Ágætt íþróttastarf á sér stað innan USÚ. Ýmsar fjáraflanir em reyndar innan sam- bandsins og vekur þar mest athygli fisk- sala og útimarkaður sem hvort tveggja tókst mjög vel. Svava Arnórsdóttir var endurkjörin formaður, aðrir í stjóm eru Bima Aðal- steinsdóttir, Björn Þorsteinsson , Ari Hannesson og Rósa Valdimarsdóttir. PG Skinfaxi 2. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.