Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1986, Síða 39

Skinfaxi - 01.04.1986, Síða 39
Goðar (sefendur). Vatna og sjófuglar. Goggur oddhvass. Stél stutt (virðast stéllausir). Á flugi standa faetur langt aftur undan stéli. Án sundfitja, en tær bryddaðar blöðkum. Kafa léttilega en þungir til flugs. Flórgoði Minni en urtönd. Munur kynja ekki greinilegur. Að sumri slær gljáa á svart fiðurmikið og úfið höfuð. Ofan augna og aftur frá þeim veit rauðgulur fjaðraskúfur, sem fuglinn við ýmis tækifæri ýfir ásamt öðru höfuðfiðri. Frá höfði um aftan verðan háls, bak og vængi er fjaður- hamur svartur, nema hvað á flugi koma í ljós áberandi hvítir vængreitir. Háls og síður bera rauðan lit, en bringa og kviður gljáhvít. Að vetri fellir fuglinn fjaður- skúfa og hið litauðuga fiður en tekur á sig dökkan lit um höfuð, aftan verðan háls, bak og vængi, húmum hvíta vængreiti heldur fuglinn og sterk gljáhvíta fiðrinu á bringu og kvið. Býr sér flothreiður við sefgrónar grynn- ingar tjama og síkja. Á vetuma í árósum og sjávarvogum. Að vetrarlegi flækjast út hingað tveir frændur flórgoðans, sem báðir eru stærri en hann. Sefgoðinn er þá grár að ofan en bringa og kviður með áberandi gljáhvítan lit. Toppgoðinn er stærstur goðanna, með áberandi mjóann og langan háls. Hefur að vetrarlagi afturstrokinn kolltopp. Glóhvítur Iitur kviðs og bringu nær allt upp fyrir augu. Goðamir fljúga lágt með dijúpandi höfði. Brúsar (himbrími og lómur) Kröftugir og þyngslalegir sundfuglar. Fimir kafarar, sem geta sigið í kaf eða látið höfuðið vera upp úr. Goggur langur og hníflega. Vængir hvassyddir og stuttir. Fljúga hátt. Á flugi bera herðar hæst og fætur ná aftur fyrir stutt stélið. Skinfaxi 2. tbl. 1986 Himbrimi Hefur að sumrinu á svörtum grunni baksins hvíta tígla. Háls og höfuð gljásvört. Tveir hálskragar úr hvítum þverrákum. Sá efri í kverk, styttri. Á vetrum grábrúnn að ofan en að neðan hvítur og nær ljósi liturinn um framháls og vanga. Verpir nærri vatnsborði á bökkum og í hólmum vatna. Að vetri á sjó, skammt frá landi. Lómur Er að sumarlagi með samfelldan grá- brúnan lit að ofan verðu, frá enni aftur á stél. Bringa og kviður hvít. Frá kverk niður eftir hálsi er þríhymingslöguð rauð skella. Vangar og hálshliðar blýgrá. Að vetrinum verður fuglinn hvít dílóttur á baki og hvítlitur kviðs og bringu, teygir sig um háls og vanga upp að augum. Rauðu kverkskelluna ber hann ekki að vetrarlagi. Á sundi ber lómurinn gogg- inn meir uppá við en himbrimi. Verpir við smávötn, tjamir og sjávarlón, helst við sefgróður. Á vetrum dvelur lómurinn á sjó á grunnsævi. Þegar skrifað var um sjófugla, féllu skarfarnir niður vegna plássleysis. Ekki er úr vegi að taka þá með hér. Því að á sumrum sjást þeir á stórum stöðuvötnum t.d. Þingvallavatni og má þá auðveldlega ruglast á þeim og lóm eða himbrima, og svo að vetrum á sjó eru þessir fuglar vatna og tjama komnir á slóðir skarf- anna. Dílaskarfur Fullorðinn er hann á varptímanum með hvítan blett á læri, en annars auðkenn- astur af hvítri kverk og ljósum, jafnvel hvítum vöngum. Að öðru leyti er fjaðurhamurinn mósvartur og slær fölum grænleitum blæ um höfuð og háls. Fætur og goggur föl gulleitir. Goggur krók- beygður í oddinn, nær svartur. Á stöðu- vötnum oft með blakandi hálfþanda vængi. Á sundi djúpsyntur og heldur höfðinu á beinum hálsi uppteygðu. Á flugi veit framteygður hálsinn aðeins uppá við. Flug beint og vængjablak hratt. Ungfuglar brúnleitir og skolhvítir á kvið. Verpir í byggðum í skeijum og klettum. Toppskarfur Hann er minni en dílaskarfur. Fjaður- hamur mósvartur með meira áberandi grænleita slikju en dilaskarfur og litur höfuðs og háls alsvartur. Hefur aldrei lærblett en um öndverðan varptíma, uppsveigðan topp frá enni. Goggvik gul, en goggur dökkgrár með niðurbeygðum oddi. Ungfuglar dökkbrúnir, brúnari en þeir fullorðnu og á bringu eða kvlð vottar lítið eða ekkert fyrir ljósum lit. Verpir í byggðum á bjargsyllum og klettaeyjum. Gjamt er mörgum að rugla skörfum saman við himbrima og lóm. Skarfarnir djúpsyntari. Lyfta sér með stökki upp úr sjó, er þeir kafa. Bera höfuðið hærra, svo að goggur teygist upp. Bolur, háls og höfuð teygt fram í beina línu á flugi. Þessi fjögur atriði greina skarfana frá lóm og himbrima.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.