Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.05.1967, Qupperneq 2

Mánudagsblaðið - 29.05.1967, Qupperneq 2
\ Mánudagsblaðið Mánudagnr 29. maí 1967 JÖNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: FRELSI OC UTANRÍKISMÁL Allmargir ungir menn hér á landi hafa farið hörðum orðum um varnarmál þjóðarinnar eins og nú er um þau samið við Bandaríkin. Bera ummæli þess- ara manna vott um mikinn ó- kunnugleika á aðstöðu þjóðar- innar í þessu efni. Fyrstu þrjár aldir hins forna lýðveldis var mikill friðartími gagnvart öðrum þjóðum, þó að víkingaeðlið fæddi af sér sífeld ar innanlands deilur, en ef frá eru tekin afskipti Ólafs helga af kirkjumálum íslendinga, þar sem þjóðin lét strax undan kröf um konungs, má segja að iand- ið hafi ekki orðið fyrir yfir- gangi eða áleitni grannþjóða fyrr en norskir konungar og kirkjuleiðtogar notuðu sundur- lyndi voldugustu ættbálkanna á Sturlungaöld til að ná háskaleg- um yfirdrottnunartökum á þjóð- inni. Norðlenzkir bændur vildu kaupa sér frið og frelsi með því að bjóða fulltrúa konungs fébæt ur til að fá fellda úr gildi samn inga jarlsins íslenzka við Hákon konung, en sú tilraun bar engan árangur. Konungur vildi fá frelsi þjóðarinnar lagt í fjötra en engar smánarbætur. Síðan liðu aldir þannig að konungar og. biskupar norskir og danskir höfðu raunverulega öll völd yfir þjóðinni þar til lít illega rofaði fyrir í myrkri og allsherjar féflettingu þjóðar fyr- ir tveim mannsöldrum. Samt voru þessir valdamenn synir ná- skyldra grannþjóða og þær báð- ar að öllum jafnaði menntar í samræmi við kristin dóm og siðvenjur Vesturlanda. Samt var frelsissviftingin svo furðulega á- hrifamikil að handhafar hins er lenda valds fluttu héðan ár eft- ir ár nálega allar tegundir and- legra og fjárhagslegra verð- mæta. Vamarleysi þjóðarinnar gegn sjóræningjum var tilfinnanlegt. Þeim kapitula lauk með Tyrkja- i-áninu. En skömmu síðar efldist ”oti Breta svo mjög að frá dög um Cromwells var ísland í þrjár aldir samningslaust undir brezkri flotavemd. Lauk þeim þætti í síðara heimsstríðinu þeg ar Bretar hertóku ísland og héldu þeirri aðstöðu í' eitt ár. Þá kom til þess vorið 1941 að íslendingar sömdu formlega við forseta Bandaríkjanna um full- komna hervernd á sjó, í lofti og á landi, þar til því stríði lyki. Jafnframt var, vel og far- sællega samið um verzlunar- og viðskiptamál við Bandaríkin yf- ir allan styrjaldartímann. Þegar þessi sáttmáli var gerður voru fjármál íslendinga jafnt lands- manna yfirleitt og ríkisins í mjög erfiðu ástandi, en þegar sáttmálatímanum var að fullu lokið og Hitler gersigraður voru Islendingar í fyrsta sinn í sögu sinni vel efnum búnir bæði ein- staklingar og ríkið sjálft. Skammvinn var þó sú sæla því að auðlegð þessi hvarf á svip- stundu og lá við almennu hall- æri. Þá varð hin gálausa þjóð fyrir því happi að stjóm Banda ríkjanna efldi hinar sárkúguðu þjóðir Vesturlanda með stór- felldum hallærisgjöfum: Mat- gjöfum og margháttuðum véla- kosti og peningum til að koma þessum merku en gersigruðu þjóðum aftur til fullrar þátt- töku í lífi menningarþjóða. fs,- ■ lendingar fengu úr þessum sjóði 700 milljónir á fjómm árum. Aldrei skyldi þessi fjárhæð end- urgreidd, heldur mynda grund- völl að íslenzkum viðreisnar- banka. ísland var nú orðið lýð- veldi að verulegu leyti fyrir margháttaða vernd og aðstoð Bandaríkjanna eftir 1941. Þá var gott að horfa yfir farinn veg. Friðsæla gullöld þriggja fyrstu frelsisáranna. Stjórnleysi siðspilltra innlendra höfðingja- stétta á Sturlungaöldinni, sam- fara lævísri yfirráðasókn nor- rænna frænda. Síðan kom alda- löng féfletting og kúgun norskra og danskra yfirráða- manna. Þá kom í landvarnarmál □ •línnnv Kosningahand. HANDBOK i>ók Fjoivíss FJ0LVIS1967 er komin út og verður send til bóksala í dag og naestu daga. Munið að FJÖLVÍS gefur alltaf út beztu handbókina. Bókaútgáfan FJÖLVÍS Sími 21460. um þriggja alda þögul en far- sæl flotavernd Breta yfir At- lantshafi norðanverðu og að síð- ustu hin skamrrwirma en þýðing armikla vemd Roosevelts for- seta á Hitlerstímanum, þegar þjóðin var með takmarkaðri orku að ljúka aldagömlum reikn ingsskilum við Dani. Nú hlaut að koma til umræðu og úrlausnar sú spurning hvort hið nýja unga lýðveldi gæti stað ið vamarlaust og haldið frelssi sínu líkt og á gullaldartíma hins fyrra lýðveldis, eða hvort ríkið yrði með nýjum hætti að tryggja sér vemd sterkari þjóð- ar gegn Tyrkjaráni nýrrar ald- ar. Gamalt samtal frá 1941 við þroskaðasta stjórnmálamenn í- haldsflokksins, Jón Þorláksson. Við vorum vorið eftir þingrofið með samherjum úr báðum stærstu flokkunum á kosninga- ferð um vesturland og gistum á hlýjum vordegi hjá gömlum þingbróður, Hákoni Kristófers-r syni í Haga. Viðtökur voru hin- ar beztu hjá gömlum stórbónda. Túnið var að grænka og sól yfir sjó og landi. Gestirnir dreifðust um bæinn og út'á túnið. Af til- viljun sátum við Jón Þorláksson einir í stofu, báðir í góðu skapi og nutum kyrrðarinnar í þessu sögufræga góða heimili. Aldrei þessu vant fórum við að ræða um heimsmálin. Stríðið var í al- gleymingi en ísland naut vemd- ar Breta, sam höfðu hindrað undirbúna innrás Hitlers. En annars hafði Churchill naumast liðsköst til að beita á íslandi, ef á reyndi. Við Jón höfðum engar áhyggjur..af vanda liðandi stund ar, heldur af langri framtíð. Þá sagði Jón. Við höfum veika heimavörn. Ekki þyrfti nema 200 vaska og sanntrúaða bolsi- víka í Reykjavík með skjót- fengnum vopnabúnaði til að gera uppreisn gegn landsstjórn-. inni, skipa byltingarstjórn, sem hefði þá öðlast gildi þvílíkra mannhópa. Síðan gæti þessi bylt Framhald á 6. síðu. ... TRYGGIÐ YÐUR T0Y0TA iapanska bifreiiasaían hf. ÁRMÚLA 7 - SÍMI 34470 Hver stund með Camel léttir Iund!“ Kveikið í einni Camel og njðtið ánægjunnar af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN Ein mest selda sigarettan í heiminum. MADE IN WA . I

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.