Mánudagsblaðið - 29.05.1967, Blaðsíða 4
4
Mánudagsblaðið
Mánudagrur 29. maí 1967
AJAX skrífar um:
ALÞINGISKOSNINGARNAR
Vestfjarðakjördæmi
Úrslitín þar geta orðið spenn-
andi. Vegna sundurþykkjunnar
í Alþýðubandalaginu er hæpið
að. það haldi sínu þingsæti. Eftir
síðustu kosningum að dæma
virðast þó mestar likur á því
að Alþýðuflokkurinn vinni það.
Deilurnar milli Matthíasar og
Þorvalds Garðars valda senni-
lega Sjálfstæðisflokknum ein-
hverju tapi. Trúlega vinnur
Framsókn eitthvað á, en varla
svo, að hún geti unnið þing-
sæti. Það hefur flogið fyrir, að
eitthvað af óánægðum Sjálf-
stæðismönnum í kjördæminu
muni kjósa Framsóknarlistann,
strika þar út tvo efstu menn-
ina, sem þeim þykja of róttækir.
Sennilega verður þetta þó í
smáum stíl.
Nú um alllangt skeið hafa
margir erfiðleikar steðjað að
Vestfjörðum, og talsvert af fólki
hefur flutzt þaðan í burt, aðal-
lega suður. Heil byggðarlög, eins
og Jökulfirðir og Hornstrand-
ir hafa farið í eyði þar á meðal
Hesteyri, Sæból og Látur. Þó
að maður sé ekki haldinn neinni
dreifbýlisrómantík er alltaf ó-
sköp ömurlegt að sjá byggðir í
eyði, að sjá bæjarrústir og tún,
þar sem börn hafa leikið sér,
fólk lifað og dáið. Eg held að
þessi byggðarlög eigi eftir að
byggjast að nýju, en litla trú
hef ég á því, að það verði á
þessari öld.
Austurhluti Barðastrandar-
sýslu hefur aldrei haft á sér
eiginlegan vestfirzkan blæ. Við
getum talað um breiðfirzku, sem
er að ýmsu leyti ólík vestfirsk-
unni. Þar er fólk meira upp á
landið en sjóinn og sterk sam-
bönd við Dali og jafnvel Snæ-
fellsnes.
Geiradalur, Reykhólasveit og
Gufudalssveit líkjast um margt
Saurbænum í Dalasýslu, sveit-
ir hestamennsku og alþýðukveð-
skapar og stundum brennivíns
og ástafars. En núna er orðið
heldur dauft í þessum sveitum.
Eyjólfur í Múla ríður þar ekki
lengur syngjandi um hérað, og
líklega eru hinir frægu synir
héraðsins, Jón Thoroddsen,
Matthías Jochumsson og Gestur
Pálsson hálfgleymdir. Það er
helzt eitthvert lífsmark með
Reykhólum, þar sem smáþorp
er risið upp. En samt þykir mér
þetta gamla höfðingjasetur orð-
ið eitthvað lágkúrulegt, það er
eitthvað lágt risið á sundlaug,
tilraunastöð og traktor.
Og gamla Flatey, sem fyrir
einni öld var menningar- og at-
hafnamiðstöð er orðin ömurleg-
ur útkjálki, nærri komin'i éýði.
Öðruvísi mér áður brá, þegar
Ólafur Sívertsen, Gísli Kon-
ráðsson, Þuríður Kúld, og Matt.
hías Jochumsson gengu þar um
sali. Með Guðmundi Bergsteins
syni og hans fólki hvarf síðasta
reisnin yfir Flatey.
Múlasveit er að fara í eyði og
það fækkar á Barffaströnd og
Rauffasandi. í Rauðasandshreppi
er einbver mest náttúrufegurð
á íslandi, og þar var gest-
risnasta fólk, sem ég hef
fyrir hitt, og fáar eða engar
sveitir á voru landi hafa alið
jafn marga þjóðkunna menn.
Það fjölgar heldur á Patreks-
firffi, en nú orðið ríkir þar
deyfð og drungi í loftinu. Það
var önnur öldin, þegar Ólafur
Jóhannesson réð ríkjum á
Vatneyrinni og Pétur Ólafsson
á Geirseyrinni. Ég held meira
að segja, að Vatneyringar og
Geirseyringar séu hérumbilhætt
ir að yrkja skammarvísur hvor-
ir um aðra, og þá er þeim í
sannleika aftur farið. Hér áður
fyrr töldu þeir íbúa hinnar eyr-
arinnar úrhrak alls mannkyns.
Tálknafjörffur er eitt af fáum
þorpum Vesturkjálkans, sem er
í uppgangi. Tálknfirðingar eru
hættir að ganga með minnimátt.
arkennd gagnvart Patreksfirði,
tala jafnvel um hann með góð-
látlegri fyrirlitningu og spá hon-
um afturför og hnignun. Og
ekki eru þeir í neinum vafa um
það, hver arftakinn muni verða.
Annað og daufara hljóð er í
mannskapnum á Bíldudal, hann
var lengi búinn a vera hálf-
gerður stöðupollur. Það var
öðruvísi umhorfs þar undir lok
síðustu- eldar,- þegar. Pétur Thoi'
steinsson var þar ókrýndur kon-
ungyr,. . rak . mai'gþætian .. at-
vinnurekstur og gaf meira að
segja út blað á Bíldudal, Arn-
firðing, og réð Þorstein Erlings-
son skáld sem ritstjóra þess.
Byggðir Arnarfjarffar eru að
fara í eyði, en að vísu er Hanni-
bal farinn að búa í Selárdal. Nú
mun vera fátt eftir af galdra-
mönnum í Arnarfirði, en haft
er fyrir satt, að þeir hafi leik-
ið þar listir sínar allt fram á
þessa öld. Ég þekkti einu sinni
g'amlan Arnfirðing, sem full-
yrti, að hann hefði séð hest
drepinn með göldrum, hestur-
inn lék við hvern sinn fingur
eða hóf, en þá las galdramaður-
inn eitthvað kröftugt yfir hon-
um og hrossið datt steindautt
niður.
Þingeyri stendur mjög svo í
stað, en enn eimir þar eftir af
gömlum fínheitum frá Proppe-
tímabilimu, jafnvel svo að hún
getur minnt á Stykkishólm.
Meðal gamalla Þingeyringa af
heldra taginu er að finna ein-
hverja settlegustu framkomu á
íslandi, blátt er selstöðublóðið.
Á Flateyri var líka gamalt ar-
istókratí hér áður, einkum
Ásgeirsættin. En það aristókratí
var alþýðlegra og ekki eins
danskmótað og Þingeyringar.
Fyrir svo sem rúmum áratug
var uppgangur og bjartsýni á
Flateyri, nú er þar daufara yf-
ir.
Suffureyri er dugleg, og telur
sig ekkert fína, þó að þar í
bæ sé hið glæsilega torg, sem
ber nafnið Rómartorg. Suður-
eyri hefur aldrei átt neina
Proppa eða Ásgeira. Bolungavík
hefur haldið í horfinu, að ýmsu
leyti betur en ísafjörður. Hér
erum við í konungsríki Einars
Guðfinnssonar, sem nú er far-
inn að láta til sín taka langt út
fyrir takmörk Hólshrepps og
jafnvel Vestfjarða. Þó að Bol-
ungarvík sé kannski elzta þorp
á íslandi byggir hún ekki á
neinum fornum fínheitum, enda
voru íbúamir áður fyrr fátækt
þurrabúðarfólk, en ekki neinir
stórlaxar. Bolungavík hefur allt-
af verið alþýðleg, jafnvel höfð-
inginn Einar Guðfinnsson hef-
ur aldrei haft á sér neinn stór-
bokkabrag. Nýríkahugarfarið
hefur aldrei bitið hið minnsta
á hann. Ég hugsa, að Einar
kynni ekkert vel við selskapinn
í Laugarásnum í Reykjavík eða
Arnarnesi í Garðahreppi.
Hnífsdalur nálgast það meir
og meir að verða hálfgerð
Blesugróf ísafjarðar. Og þó,
þetta er ekki alveg sanngjarnt,
það er hærra risið á Hnífsdæl-
ligum en Blesugrófarfólki. Og
þeir eiga sér lókalpatríótisma,
sem ég held, að fyrirfinnist ekki
í Blesugrófnni.
Mér finnst alltaf einhver stíll
yfir ísafirffi, jafnvel þó að mik-
ið af gamla höfðingjafólkinu
hafi flutzt í burtu. Enn í dag
ber bærinn það með sér, að
hann er gömul menningarmið-
stöð. Þessi menningarbragur er
ekki blándinn neinum stór-
mennskutiktúrum eins og lengi
vill brenna við á Akureyri.
Þetta er gamall arfur. Jafnvel
á blómatíð Ásgersverzlunar á
seinni hluta síðustu aldar var
þetta svona. Aðrir eins stórhöfð-
ingjar og Ásgeirarnir báðir
voru, eru sagðir hafa verið al-
þýðlegir í viðmóti, þrátt fyrir
mikinn hofmannabrag, einkum
Ásgeirs yngra. Hann gat að vísu
verið harður í horn að taka við
pólitíska andstæðinga, svo sem
Skúla Thoroddsen og séra Sig-
urð Stefánsson í Vigur. Á þeim
dögum hófst hið pólitíska of-
stæki á ísafirði, sem reið þar
húsum, þar til nú á síðustu ár-
um, að það er mjög tekið að
réna.
Það er dauft yfir byggðinni
við Djúp nú á dögum, Nú er
þar enginn höfðingi eins og séra
Sigurður í Vigur. Það er stúdia
í melankólíu að koma á Súffa-
vík, enginn hvalur, engir Norð-
menn engar verkfallsbarsmíðar
lengur.
Strandasýslu hefur fátt lagzt
til upp á síðkastið. Nú eru
hlunnindin af grásleppunni úr
sögunni í bili að minnsta kosti.
Lítið lífsmark er með Árnes-
hreppi síðan Regína fór frá
Gjögri. og nú reikar enginn
Þórbergur Þórðarson um
Reykjafjörð og Trékyllisheiði og
kemst í andlegt samband við
náttúruna. Og lítið er um að
vera á Hólmavík og í Drangs-
nesi. Alltaf finnst mér meiri
Husqvama
SLÁTTUVÉLAR
Mótorsláttuvélar
Sjálfdrifnar
19” breidd
Stillanleg hæð
2 ha mótor
Afkastamiklar
Öruggar
V
Handsláttuvélar
Léttar og þægilegar
Stillanlegir og
sjálfbrýnandi hnífar
sjálfstýrandi hnífar
Leikur í kúlulegum.
^gmtuu
eaööoii /t.f
Suðurlandsbraut 16 • Reykjavik,- Simnelm: >Volver< - Simi 36200
Útibú Laugavegi 33.
reisn yfir Hólmavík en Drangs-
riesi, hún veit af því að hún er
höfuðstaður sýslunnar. Drangs-
nesfólkið hefur löngum verið
fátækt og spakt ■ og einhver út-
nsejabragur á mannlífinu. Það
hefur stungið í stúf við sveitina
í kring, en á sveitabæjunum í
Kaldrananeshreppi hefur löng-
um búið myndarfólk.
Listi
(Uþýðuflokksins
Birgir Finnsson hefur nú ein-
hverja möguleika á því að verða
kjördæmakjörinn. Hann er ekki
harður baráttumaður, en prúð-
menni og vinsæll. Annar mað-
ur listans er Hjörtur Hjálm-
arsson skólastjóri á Flateyri,
ættaður lengst inan úr Skaga-
fjarðardölum, en Norðlendingar
virðast sækja mjög til Flateyf-
ar. Hér áður fyrr var Snorri
Sigfússon um langan aldur
skólastjóri þar, og gekk ber-
serksgang gegn brennivíns-
drykkju í Önundarfirði. Ekki er
Hjörtur mótaður af aldamótaide-
alisma á sama hátt og Snorri.
Þriðji maður listans, Ágúst Pét-
ursson á Patreksfirði, bauð sig
fram á óháðum lista við síðustu
sveitarstjómarkosningar og átti
talsvert fylgi, en er nú aftur
kominn til föðurhúsanna.
Listi
Pramsóknarflokksins
Þar urðu mikil átök um
framboðið. Sumir vildu bola
Sigurvin Einarssyni burt af list-
anum. En gamli maðurinn sá
við öllum þeim refjum og gekk
með sigur af hólmi, tryggði sér
efsta sæti listans. Sigurvin er
talinn yzt í vinstra armi Fram-
sóknar og era ekki allir flokks-
menn jafn ánægðir með það.
Einkum S.Í.S.-menn mundu
fremur vilja sjá hann hverfa
af þingi. En Sigurvin er frem-
ur vinsæll þarna vestra og
frændmargur, einkum í Rauða-
sandshreppi. Hefur sú ætt lengi
haft forystu þar um slóðir og
víðar. Bróðir Sigurvins var
Kristján heitinn Einarsson for-
stjóri, en á honum var stórum
meiri hofmannsbragur en á Sig-
urvin. Bjami Guffbjörnsson
bankastjóri á ísafirði, annar
maður listans, er ættaður úr
Dölum, frændi Bjarna í Ás-
garði. Bjarni bankastjóri er
ljúfmenni og manna kurteisast-
ur. Hermann Jónasson hverfur
nú af þingi, en í þriðja sæti list
ans er sonur hans Steingrímur
Hermannsson. Hann er talinn í
hægra armi Framsóknar og er
ekkert sérlega vel séður af
vinstri mönnum flokksins. Margt
er vel um Steingrím, þetta er
harðduglegur framkvæmdamað-
ur og ágætlega gefinn. Hann er
ekki líklegur til þess að láta
flokksstjómina handjáma sig,
heldur til að.láta á málin frá
hlutlægu eða teknókratísku
sjónarmiði. Og fjármálavit er
Steingrími í blóð borið. Halldór
vor á Kirkjubóli er nú settur
í vonlaust sæti, en hefur sætt
sig við það með tiltölulega
„good grace“. Það má Halldór
Framhald á 5. síðu.
Krossgatan
LÁRÉTT:
1 Heiffursmerki
8 Hús
10 Fínt hár
12 Ríki
13 Skammstöfun
14 Vökvar
16 Hávaffi
18 Lærdómur
19 Amboff
20 Skraut
22 Fæffan
23 Ósamstæffir
24 Hestur
26 sain«tæfflr
27 Ljósgjafinn
29 Ræflana
LÓÐRÉTT:
2 Samstæffir
3 heiffarlegó verzlun
4 Erl. flugfélag
5 Hjartasjúkdómur
6 Forfaffir
7 Stórgrýti
9 Týndár
11 Stórbýli
13 Líffæri
15 Leiffl
17 Veiffarfæri
21 Haf
22 Sönglag
25 Villt
27 Kom auga &
28 Eins