Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.07.1967, Qupperneq 1

Mánudagsblaðið - 17.07.1967, Qupperneq 1
BlaSfyrir alla 19. árgangnr Máirudagnr 3X jálí 3987 24. tölublað Hver leyfír notkun opinberra ökutækja í skemmtiferðir? Kynvillingar kvænast — Newsweek-magazine, 17. júlí sl. skýrði á bls. 33 frá undarlegri hjónavígslu Rotterdam. Hjónin, sem skiptust á hringum voru kyn. villingar, Harry Rierta 26 ára og Jean Knockhart, 24 ára. í fyrstu báðu hjónaefnin kaþ- ólskan prest, H. M. J. Stoel- inga, að syngja messu til heiðurs opnunar nýs bars, sem er uppáhaldsstefnumótsstað- ur kynvillinga staðarins og sagði prestur það sjálfsagt. En þegar hann fór að fá upp- hringingar og fyrirspumir um væntanlega „giftingu", þá ákvað hann að fara heldur varlega og skipaði aðstoðar- manni sínum, J. N. Omtzigt, að syngja messu í skólakap- ellu skammt frá bamum. Þar, í viðurvist mæðra sinna og nokkurra vina, sóru mennimir tveir hjúskapar- eiðinn og gagnkvæmt trú- lyndi. Fyrir þátttöku sína í cerimoníunni var faðir Omtz- igt, sendur „í frí“ af biskupi sínum, sem bar á móti að prestar þessir hafi vitað af hjónavígslu áforminu. Rierta, annar aðilinn í hjónabandinu, fullyrti hins vegar að faðir Omtzigt hafi gefið þeim merki um að skiptast á hringum strax að consecra- sjóninni lokinni og hefði jafnvel úr altarisstólnum tal- að hlýlega til þeirra sem við- staddir vom hjónavígsluna. Þýðir þetta, að kaþólska kirkjan hafi lagt bless- un sína ýfir hjónaband kyn- villinga? Faðir stolinga skauzt undan að svara en sagði aðeins að menn verði að gera eitthvað til að ná tij þessa fólks, að vera í sam- bandi við það. Þeir eru með- al þeirra sem þarfnast hjálp- ar. í Niðurlöndum er sá siður að fara mildum höndum um kynvillinga og fylgja honum bæði almenningur og lögregl- an. Það má geta þess, að jafnvel hinir rólyndu íbúar þar, urðu undrandi er þeir heyrðu þessi tíðindi nú fyrir skömmu. (Lauslega þýtt og endur- sagt úr Newsweek 17. júlí 1967). “c> Það er nú orðið meira en meðalhneyksli, að sjá á öllum þjóð- vegum, austur og vestur, bifreiðir hins opinbera, m.a. Reykjavík- urborgar á ferðalögum út um land — ekki í embættiserindum, heldur aðeins í gamanferðum. Þessar opinbem bifreiðar skreyta nálega öll bifreiðastæði sunnanlandsleiðanna, sjást á fleygiferð um þjóðvegina en innaborðs má sjá starfsfólkið og fjölskyldur þess ljómandi af ánægju. Ekki nýtt Það er ekki ný bóla að starfs- menn borgarinnar brjóti þannig af sér átölulaust. Við höfum margsinnis bent á þessa ó- srvinnu, auk þeirra útgjalda sem þessi skemmtiflutningur á opin- berum bílum veldur borgurun- um. Allt skrifað Fullyrða má, að þeir sem þannig nota bílana láti skrifa benzínið hjá borgaryfirvöldun- um svo og allar viðgerðir og annað sem af þessu skapast. * Sjálfsagt er ekki annað en málamyndaeftirlit með bílum þessum og eflaust hefur ekki í mannaminnum nokkur starfs- maður verið vfttur fyrir að nota opinbera bifreið í einka- þarfir. Það er sök sér þótt fólk þurfi á bíl að halda í starfi, en það stingur í augað — eftir óþolandi ♦ útsvarsálagningar, að menn sjái svo þessi dýru tæki undir botn- inurn á skrifstofublók og fjöl- skyldu hans. Borgarstjórinn er vissulega ekki fær um að elt- ast við slíka „smámuni", en hann ætti að hafa gæzlulið, sem t fylgist með notkun opinberra ökutækja, benzíneyðslu þeirra og viðhaldi. Það eru til mælar hjá einu bifreiðafyrirtæki sem „gefa upp“! á dropa eyðslu benzíns og er þá létt að krefja- sagna um ferðir bílsins. Skilyrði Altalað er að sumir starfs- menn borgarinnar geri að skil- yrði að fá að nota opinber öku- tæki í einkaþarfir um helgar. Ef leyft er, þá er það í heimild- arleysi af hendi borgaranna, sem tækin eiga, og ber að krefj- Útvarpsfréttastofan við sama heygarðshornið Viet Nam, Hong kong — Congo gleymist — Að taka afstöðu — Bannað að gagnrýna? Ekki hefur staðið á fréttastofu útvarpsins, fremur en venjulega, að gefa nákvæma „skýrslu“ um ástandið í Viet Nam, mannfall Bandarikjanna etc. þótt treglega gangi fyrir stofnuninni að ná sambandi við annað sem fréttnæmt má telja, t.d. atburðina í Kongo-„lýðveldinu“. Það er nokkuð gott hjá fréttastofunni að halda áfram einhvers konar prívatstríði með og á móti einstökum að- ilum úti í heimi og er sannarlega tími til kominn, að þessi „hlutlausi“ aðili ríkisstjómarinnar sé rannsakaður. Útvarpið er, hvorki heilög kýr í fréttum eða öðru og verður ekki liðið að persónulegar skoðanir einstaklinga þar og álit þeirra á heimsviðburðum ráði nokkru um eðli- lega fréttafrásögn. Það eru fleiri en við, sem fylgjumst með fréttaburði útvarpsins. Morgunblaðið er farið að gagnrýna frétta- frásagnir þaðan meira en áður og Mbl. hefur sams konar aðgang að fréttum og útvarpið. Það er engu líkara en útvarpið sé í þjónustu vinstri liða og telji fátt fréttnæmt í erlendum fréttum en það, sem svertir vestrænar þjóðir. Nákvæmar fréttir frá Kong Kong og Viet Nam, og engar fréttir frá óeirðasvæðum ánnarsstaðar. Spyrja má, hve- nær skýrði útvarpið síðast frá hryðjuverkum Viet Cong- manna, morði þeirra á konum, bömum, limlestingu og drápi fanga, afhöfðun ýmissa embættismanna, kennara, lögregluþjóna, jafvel skrifstofustúlkna hins opinbera í þjónustu Saigon-stjómarinnar? Það væri gaman að heyra eitthvað af þessu, svona til tilbreytingar. ast þess, að þeim sem trúað er leggja blátt bann við allri slíkri fyrir tækjunum, sé gert að notkun. Tökum á móti Ekkert er auðveldara, en að taka niður númer og stund, er menn rekast á bíla þessa úti á vegum upp um sveitir og spyrja síðan hvert erindið hafi verið. Ef einhverjum vegfaranda kann ag blöskra, þá er velkomið að taka á móti slíkum upplýsing- um hvort heldur í síma eða pósti Margri stúlkunni hefði ekki þótt ónýtt að klæðast þessum bað- fötum meðan sólin skein í heiði í s.l. viku og fólkið þyrptist út í Nauthólsvík, eða í nágrenni borgarinnar, austur á Þingvöll, í sumarbústaði og að Laugarvatni til að njóta veðurs. — Að tarna er dálagleg dís, útlenzk, en við erum vissir um að til eru stúlkur hér heima, sem vel standa henni á sporði. Matarokur á veiíingastöð um fælir burt ferðafólkið Það gegnir mikilli furðu hve bíræfið ríkisvald- ið er með tiliiti til verðlags og verðbólgu. Erlendir ferðamenn, sem eiga hér leið um. reka upp stór augu þegar þeim eru réttir reikningar á veitinga- stöðum með svimandi háum upphæðum, oft á tíð- um fyrir heldur ómerkilegan mat og þjónustu. Reykjavík—New York Sá sem þessar línur ritar, átti þess kost að ræða við erlendan sölumann, sem víSa hefur veriS, og fannst honum verSlag á flest- um hlutum ótrúlega hátt. Þessi maður var ekki svo mjög hissa á verSlagi á beztu matsölustöðum í höfuðborginni, t.d. sagSi hann að matur á staS eins og Hótel Holt, sem honum fannst mjög góSur og staSurinn viðkunnanlegur, væri um 20% dýrari en á enskum veitingastað af svipuðum klassa. Aftur á móti sagðist hann eiga erfitt með að útskýra fyrir yfirboður- um sínum að átta daga dvöl hér kostaði eins mikið og hálfsmán- aðardvöl í New York, sem er frægur staður fyrir verðlag. Hótel Saga og sveitin Erlendi sölumaðurinn var hrif- inn af ýmsu hér. Hann sagði að Hótel Saga væri 1. flokks hótel og þjónusta góð. Aftur á móti fannst honum furðu gegna að borða á stað úti á landi og verða að borga næstum eins hátt verð fyrir venjulegan mat og hann greiddi fyrir mat á 1. flokks veitingastað í höfuðborginni. * 1.2. 3. klassi Hann ræddi um það, eins og svo margir, hvernig stæði á því að verð á hótelherbergjum í höfuðborginni væri svo til það sama, þótt hótelin væru alls ekki í sama klassa. Og þá fannst honum undarlegt hvað matur er dýr á venjulegum matsölustöð- um, og fannst vanta mismim- andi verðklassa eftir þeim mat og þjónustu sem í boði ' væri hverju sinni. Þjónakapteinar Það má segja þjónustuliði á betri veitingastöðum til hróss, að mikil breyting er á orðin t.il hins betra með þjónustu. Mjög er áberandi hve þjónusta er betri á þeim stöðum þar sem sérstakur maður hefur með höndum að taka á móti gestun- um og stjóma þjónaliðinu. Þetta er gert í Grillinu á Hótel Sögu með mjög góðum árangri, en aftur á móti mætti Naust gera betur hvað þetta snertir. Það hefur ekki svo mikið' að segja þótt bíða þurfi eftir matnum töluverða stund, ef gestimir hafa það á tilfinningunni að forráðamönnum veitingastaðar- ins þyki einhver fengur í að fá gesti í sali sína. Mælirinn fullur í heild er svo komið, að beztu veitingahúsin hér í borg eiga hrós skilið fyrir stórbætta þjón- ustu, og allir skilja að bætt þjónusta þýðir hærra verðlag á mat. En bogan má varla spenna öllu hærra, allra sízt á venju- legum veitingastöðum sem veita lágmarksþjónustu og bera á borð lélegan mat. í blaðinu í dag: ★ ★ ★ ★ öður skríll á hestamótum Kakali 3. síðu Þegnskylduvinna og æskan Leiðari Á vori lífsins Rudyard Kipling 5. síöa I Má íslenzki hesturinn fá sinn skóla? Jónas frá Hriflu Úr einu í annað Pressan Sjónvarp Keflavík o.fl.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.