Mánudagsblaðið - 03.07.1972, Blaðsíða 1
‘Blaé fyrir alla
24. árgangur
Mánudagur 3. júlí 1972
25. tölublað
Hvít þrælasala á vegum Vísis ?
og pósthólfs 172 í Hafnarfirði
Frjálslyndið í Hafnarfirði
kostar 150 krónur, og því
fylgir hið kunna brezka
klámrit og auglýsingablað
Midland Advertiser, en milli-
liðurinn á Islandi er Vísir og
Ásdís Pálsdótt'ir, pósthólf 172,
beimli Suðurgata 10. sam-
kvaé’mt upplýsingum Bjarna
Linnets, póstyfirmaríns syðra.
Við birtum fyrir nokkrum
vilkum, smáiaujglýsilngu frá
Islandi, sem var í þessu rit'i
og sýnir hún að eigándi þessa
pósthólfs er reiðubúinn að
útvega áskrifendum Mid-
lands Advertisers og þá vænt-
anlega lesendum Vísis „sex“-
félaga allt frá þeirri tegund-
inni sem vill hafa konuskipti
eina kvöldstund, kynvilling-
um sem þarfnast nýrra fé-
laga. Blaðið auglýsir enn-
fremur að það fullnægi þe'irri
óeðlilegu þrá þeirra við-
skiptavina sinna, sem ekki fá
kynferðislega fullnægingu
nema þeir séu barðir eða
me'iddir og allskyns önnur
Kynþoki, fegurð
ástir — Ungir
menn, eldri konur
sjá 3. síðu
Gleðitíðindi fyrir
30 - 40 ára konur
„pervert“ brögð eru þar til
sölu og sýnis.
Fyrir konur
Konur geta gamnað sér við
gerfilimi, tíu til fi’mmtán
tegundir, sem ganga fyrir
rafmagni, húsmæður sem
hafa tímann á höndum sér
geta „gengið í hús“ • fyrir
þokkaleg gjöld og þannig
aukið tekjur sínar, enda mun
fátt smakkast betur á heim-
ilinu en-sú fæða sem konur
vinna fyrir með skrokk sín-
um.
Kroppasala frá
íslandi
Ásdís Pálsdóttir, eigandi
box 172, virðist þannig telja
það hlutverk sitt í lífinu að
selja kroppa beggja kynja og
hljóta. sjálf.. nokkurn ,ágóða
af starfi sínu, og gleymir
'ekki gerfilimunum, kynvill-
ingum . eða. ö^rum,. sem á
og áðs'toð þurfa að
halda. Þetta er eflaust göfug
hugsjón og peningamönnum
Vísis óar ekk'i við að gleypa
þá aura sem ld auglýsing
sinnum þrír sentimetrar (ca
719 krónur afsláttarlaust)
veltast í pyng'ju blaðahrings-
ins.
Ný atvinnugrein
Flestum er farið að ofbjóða
hið svokallaða frelsi í kyn-
ferðismálum, sem skandin-
avar hafa skemmt sér við, en
sú saga er gömul og víst er
um að íslend'ingar hafa ekiki
farið varhluta af því um ald-
irnar. En það er ný atvinnu-
grein á íslandi að vera milli-
liðr í kynnum á allskyns ó-
eðli. hvort heldur kynvilla
eða kynferðislegu’m meiðing-
um. Það er gaman að hlut-
verki Vísis. Ef forráðamenn
blaðsins myndu kynna sér
þann bækling sem þeir aug-
lýsa fyrir eiganda pósthólfs
172, þá mynd.'i jafnvel pen-
ingadeild blaðsins svitna eða
roðna. En við skulum hjálpa:
French bird — bi-sexual,
in ínancial difficulty needs
kind males/females. Jac
Fabre o.s.frv. — Attractive
brunette, 42, invites ladies or
lady for mutual sex pleasure
— Attractive housewife, 23,
very modern, eyjoys having
a drink & meeting kind gents
to pass away cold evenings.
— Happily married couple
seeks couples for swopping.
Our place or yours . . .
Wanted a lady to live in south-
ern Spain — a masochistic
who will allow me all sorts
of sex pleasure o.s.frv. o.s.frv.
Margt í matinn
Þetta er ekki nema lítið
sýnishom af því sem Vísir
matre'iðir vikulega fyrir les-
endur sína í umboði póst-
hólfs 172. Svo setur blaðið
upp vandlætingasvip gagn-
vart öðrum blöðum og óskap-
azt yfir spillingu og klámi,
drykk juskap og öðrum mann-
legum brestum. Þeim ferst
nú köppunum, sem gert hafa
þetta að drjúgum tekjulið í
útgáfustarfinu. Það yrði ein-
hver annar svipur á peninga-
mönnum ef kerlingar þeirra
færu að leika eftir einhverri
auglýsingunni eða kæmust í
hendur eiganda pósthólfs 172,
sem eflaust myndi senda þær
í „ástarkynni" eins og aug-
Ivsing blaðsins orðar það.
Ekki umvöndun
— brottrækar
Hér er ekki verið að préd-
ika siðsemi né heldur að um-
vanda fyrir mönnum. Það er
aðeins það, að hér virðist
vera að koma upp ný at-
vinnugrein, nýr jðmaður
'■sem, ef hann skýtur rótum
að ráði, getur orð'ið hættuleg-
ur. Menn reikna ekki með,
að maður sem auglýsir eftir
ástai'samböndum í Afríku, í
löndumum við Miðjarðarhaf
almennt eða Karabiska hafið,
Homg Kong eða Indlandi og
álíka stöðum hafi það eitt
markmið að koma þessum
„ungu, ljósu, norrænu" stúlk-
um í sambönd þar sem þær
aldrei losna úr, en eru nýtt-
ar meðan þær hafa ekki tap-
að öllu útliti eða orðnar
sokknar í vín og eitur. Búl-
urnar þar og hóruhúsin eru
full af fölnandi fyrrverandi
glæstum stúlkum sem nýttar
hafa verið kynferðislega af
Framhald á 6. síðu
Er það satt, að uppi sé
hreyfing að koma Sveini
Skorra úr embætti — og
Stefán Jónsson með hjálp
Jónasar Árnasonar, hafi
frumkvæðið?
Mbl. ungar
út kommum
Margir ej-u að velta því fyr-
ir sér hver verði næsti Morg-
unblaðsmaðurinn, sem flýr
yfir til kommúnista. Eiðið
sem ljegar er komið í faðm
Moskvumanna er orðið lit-
ríkt.
Svava Jakobsdóttir sleit
barnaskóm sínum á síðum
blaðsins og er nú þingmaður
kommúnista. Sigurður A.
Magnússon var eitt af uppá-
haldsbiirnum Sjálfstæðis-
manna unz hann sneri við
þeim bakinu eftir að hafa
skapað slíka úlfúð á síðum
Mbl., að allur flokkurinn
plús ritstjórn stórskammaðist
sín fyrir hann.
Ingimar Erlcndur Sigurðs-
son, náði „gáfnaprófi“ við
Morgunblaðið, sem þá var í
mikilli andlegri lægð, sveik i
málstaðinn og reit heila bók (
— „best-seller“ — um sam- L
starfsmenn sína, gerði stór-
kostlegt háð að öllu saman
og þaut yfir til komma, hvar
hann er metinn meðlimur.
Nú státar Þjóðviljinn af
liði sínu í sumarferð og birt-
ir nýjar myndir m.a. hvar
ungmenni hópast um „guð“
sinn Magnús Kjartansson og
horfa á hann aðdáunar- og
117-ifningaraugum. Og hver
skýtur nú upp kollinum sem
fyrirlesari? Jú — Jón Hnefill
Aðalsteinsson fyrrverandi
Morgunblaðsmaður, sem ver-
ið hefur undanfarið „úti-inni“
maður blaðsins. Jón er klerk-
ur að mennt, austfirðingur og
þykir næsta undarlegt að
hann skuli kominn á mála
hjá „óvininum“ —
Hvað er það hjá Morgun-
blaðinu sem hrekur menn í
kommaflokkinn? Gaman væri
að fá svar við því!
Sjónvarpið þjóðarskömm
Spott erlendra fréttamanna
íslenzka sjónvarpið hefur nú fullkomnað
aumingjaskap sinn. „Einvígi aldarinnar“ í
skák, tækifæri aldarinnar og máske næstu
aldar, að sýna beint frá einvíginu féll niður
hjá þessari ríkisstofnun, vegna þess að starfs-
liðið þarf að hvíla sig. Erlendir fréttamenn
brosa með sér að þessum aumkunarverðu
„fréttamönnum“ þó sökin sé hjá forráða-
mönnum.
Svo er komið, að þó heil heimsstyrjöld
skylli á, þá myndi sjónvarpið fara í „frí“
samkvæmt samningum og skeyta engu um
skyldur fréttamiðilsins. Ekkert sjónvarp í
heimi hefði leyft sér að koma þannig fram
við áhorfendur sína, engin fréttastofnun
þyrði því. Auðvitað ber að taka fram, að ís-
lendingar sjálfir eru þeir vesalingar, að þeim
er allt bjóðandi. Og fáir, ef nokknr borga
sínar skyldur eins glaðlega og við sjónvarps-
gjöldin.
Hvernig íslenzkir fréttamenn geta um-
gengizt alvörufréttamenn um þessar mund-
ir er algjörlega óskiljanlegt.
En þó ber að geta þess, að við erum van-
þróaðir!