Mánudagsblaðið - 03.07.1972, Side 7
Mánudagur 3. júlí 1972
Mánudagsblaðið
7
Vandkvœði ó
rakstri í
Hr. ritstjóri.
Ég held, að reykvískir háxsker-
ar ætru að fara að taka niður þau
skilti í gluggum stofa sinna, sem
á stendui „rakari". Ég er utan-
bæjarmaður og þurfti skyndilega
að fljúga hingað suður. Svo fljótt
bar að, að ég hafði aðeins tíma
til að skipta um föt or ldaupa í
vélina. Þegar suður kom átti ég
erindi í nokkra staði og vildi
snyrta mig, m. a. raka mig. Ég
fór í fjórar rakarastofur í mið-
borginni og fékk alltaf sama svar-
ið: Við erum hættir að raka. Nú
var ég þokkalega klæddttr, kannski
ekki alveg í krakkastílnum, enda
rösklega fimmtugur, og ódrukk-
inn var ég með öllu.
Ein rakarastofan benti mér á
að hægt væri að fá rakstur hjá
toilett-eftirlitsmanni Hótel Borg-
ar, en hann mætir ekki fyrr en
á hádegi, og þetta var um hálf-
ellefu.
Á fimmtu rakarastofunni var
ungur piltur sem sagði að sjálf-
sagt væri, að ég fengi rakstur og
létti mér stórlega. En viti menn.
Eftir að sá ungi maður hafði sáp-
að mig inn, þá brá hann ekki
hnífi á granir mér, heldur nýmóð-
ins rakvél — einni af þessum
GiIfeWé-blöðiih osfrv. og skóf á
mér kjálkana. Nú fékk ég góðan
rakstur, en ég vil heldur láta raka
mig með hníf enda tel ég það
bezta raksturinn. Pilturinn var svo
kurteis og hlýlegur, að ég vildi
ekki rífast, svo við fórum að ræða
þetta mál í bróðerni. Kvað piltur
það orðið mjög sjaldgæft að menn
bæðu um rakstur, og hitt alveg ó-
heyrt að rakað væri með hnífi,
sem aðeins væri notaður í að raka
háls manna en aldrei við rakstur.
Þetta finnst mér í meira Iagi
kyndugt. /. Sœmundsson
Ást og
glóðaraugu
Hr: ritstjóri.
Hvað á ég að gera? Maðurinn
minn er farinn að berja mig og
það sem verra er, tekinn upp á
að rífa uran af mér flíkurnar og
gefa rriér glóðarauga óg rispa mig
í framan. Þetta er tkki ný bóla,
en hún ágerist, því ég má aldrei
ffa honum fara nema hann haldi
að ég sé að halda framhjá sér. Ég
er ka'nnski ekki ýkja skírlíf, en
fer þó stundum út með vinkonu
minni án þess að leita mér að
kynferðislífi, enda orðin nálega
þrítug og ekki eins sjúk og á
gelgjuskeiði. Það er eitthvað að í
hjónabandinu okkar, þegar karl-
inn er farinn að brúka gálgahúm-
or þegar ég heimta að vita hvers
vegna hann viljandi rífi af mér
fötin, þannig að ég get varla farið
út vegna fátaleýsis. Hverju held-
urðu 'að skratti hafi svarað?
„Hvern andskotann vilm fá föt
til rð fara út þegar þú ert alltaf
með glóðurauga?"
Finnst þér þetta hægt, en hvað
á ég að gera?
Óánægð
Mér finnst nú pennanafnið
helzti hógvært, ef glóðaraugað er
eina merkið um væntumþykju
bóndans. Annars er það hreint
frá að segja, að þessi dálkur er
ekki ætlaður sem „sob-vettvang-
ur“ hamingjusnauðra kvenna né
smástelpna. Vikublaðið Vikan
birtir að staðaldri bréf um þessi
efni og ráðleggur lesendum og
bréfriturum hvemig við á að
bregðast. En eins og þú tekur
fram í bréfi þínu og sleppt er
hér í blaðinu, þá ættirðu að fara
varlegar að i framhjáhaldi og
ALDREI láta það henda þig aft-
ur að koma heim með karl-
mannahanzka i kápuvasa þínum.
Ritstjóri
Efnalaugar og
hiónaskilnaðir
Hr. ritstjóri.
Það skyldi þó aldrei fara svo,
að efnahreinsanir myndu valda
hjónaskilnaði. Svo er mál með
vexti, að ég setti föt mín að
venju í hreinsun og pressun og
fékk þau ágætlega frá gengin.
Um kvöldið fór ég út aö skemmta
mér ásamt skrifstofufélaga mín-
um og fórum við á Sögu. Eitthvað
ldæjaði mig í belg og síðu um
kvöldið og klóraði ég mér svo
lítið bar á. Aldrei þessu vant var
ég ekki í nærskyrtu.
,, Um miðnætti kom ég heim og
virtist allt með felldu — ég var
góðglaður að vísu. Um morguninn
þegar ég var að klæða mig rak
kerlingin mín upp skaðræðisösk-
ur og spurði með þjósti hver hefði
klórað mig svo vendilega á kviðn-
um, sýnilega löngum, skörpum
nöglum. Ég varð hvumsa við en
mótmæli dugðu ekki. Það var ekki
fyrr en ég komst í buxurnar að
leyndarmálið var Ieyst. Merkimið-
ar þeir, sem fatahreinsanir festa á
föt eru festir á með smávírum og
stundum er miðanum kippt af án
þess að vírinn sé leystur frá um
leið. Smánabbar stingast þá inn
í holdið og valda ertingu og smá-
rispum, einkum þegar klórað er
með þeim.
Er engin Ieið að finna upp ein-
hverjar aðrar aðferðir við að
merkja föt? Sárreiður
Kakali
Framhald af 4. síðu.
heilla. í dag er langt frá
að svo sé. Margir góðir
menn hafa verið „krossað-
ir“ en hinn almenni
„krossberi“ er vart annað
en gæðingur, snobb, auð-
maður en venjulegur
snakkasikur á pólitíska
sviðinu. Fjölmargir menn
hafa endursent „heiður-
inn“ í kyrrbey, aðrir setja
táknin aldrei unp. Sumar
orðurnar hefur Pétur Hoff-
mann fundið á ruslahauig-
um sínum meðan hann
var þar alvaldur, — „ok
heitr þat haugfé“ eins
ætla má að kappinn hefði
orðað það.
3 VOLVO 5
b ÖRYGGI 3
Suðurlandsbraut 16 • Reykjavík • Símnefni: Volver • Simi 35200
<' ' '■ *#•, 'by
i wi Jrj.,,1. ,11 rlH ..i i
Orugg
Flugfélagið hefur í förum þotur af gerðinni Boeing 727,
fullkomnasta og vinsælasta farkost nútímans.
Hinar tíðu og þægilegu áætlunarferðir félagsins milli
íslands og nágrannalandanna eru miðaðar við þarfir
hins íslenzka ferðamanns.
í Glasgow, London, Frankfurt, Osló, Stokkhólmi og
Kaupmannahöfn höfum við íslenzkt starfsfólk,
sem er reiðubúið að veita yður alla fyrirgreiöslu,
hvert sem ferðinni er heitið.
Áætlunarflug Flugfélagsins milli landa er í tengslum
við áætlunarferðir þess innanlands og áætlunarflug
annarra IATA flugfélaga erlendis.
Flugfélagið býður yður beztu þjónustu og
hagstæðustu fargjöld.
FLUCFÉLAG ÍSLANDS
HraSi, þjónusta, þægindi