Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.09.1972, Qupperneq 3

Mánudagsblaðið - 25.09.1972, Qupperneq 3
fc&átttKÍagtíj' 25, sept. 1972 Mánudagsblat&ð 3 Þeaar klerki varð i messunm Óvíða í heiminum er kristni- hald jafn heiðarlegt og hrekk- laust og á íslandi. Víðast annars staðar er kristnin útbíuð í stjórn- málabrölti, kynþáttaofstæki eða kynferðisöfgum, svo nokkuð sé nefnt. Öruggast er að sneiða vandlega frá erlendum söfnuð- um. í ágúst kom ég við í Dóm- kirkjunni í hnattferð minni og var séra Óskar þar, og fórst vel að vanda. Þó verð ég að undan- skilja ummæli hans nm kirkju- leg efni og hefi sjaldan heyrt þvílíkar rökvillur frá svo reynd- um manni í prédikunarstól. Presturinn var eitthvað að þusa út í allra handa isma, komm únisma, fasisma og þvílíkar öfga- stefnur í trúar og stjórnmálum. Benti hann á hve indæl jörðin yrði, ef kirkjan hefði meiri áhrif í heimsmálum. Ég varð að sitja á mér, til að biðja klerk ekki um að endurtaka þessa speki. Eitt það furðulegasta sem ég hefi heyrt. KIRKJUVALDIÐ Nærtækasta dæmið um kirkju- vald er ofríki kaþólsku kirkjunn- ar hér á miðöldi/m, þegar kirkj- an óvirti landslög, svo jaðraði við borgarastyrjöld. Kirkjan sveik út allar eignir landsmanna, sem falar voru, í skiptum fyrir far- miða til PARADÍSAR. Dana- kóngur rændi síðan kirkjuófétið og tók það landsmenn aldir að kaupa sig útúr klípunni. Annað dæmi um kirkjuofstæki er hið margumtalaða ÍRLAND, þar sem kaþólskir og mótmælendur ber- ast á banaspjót í Jesú nafni, þ. e. hreinu trúarofstæki. Þá má nefna hryðjuverk kaþ- ólsku kirkjunnar á miðöldum, bæði í Evrópu og Ameríku, þar sem menningu Inka var útrýmt svo gjörsamlega, að vísindamenn standa uppi fáfróðir um þessi efni. S.-AFRÍKA Óvíða er nútíma landi stjórn- að svo algjörlega af kirkjunni sem í S-Afríku. Þar er Kalvín- ista-kirkjan í öruggum sessi, fá- um til gleði eða gagns. Þessi trú-< flokkur er ábyrgur fyrir hina margfrægu apartheid- — að- skilnaðar- — stefnu. Kalvínistar eru nær eingöngu Búar, afkom- endur hollenzkra Iandnema, 3/5 af hvítum íbúum S-Afríku. Þessi öfgaflokkur hefur því sett mark sitt á þetta land og ekki hlotið lof umheimsins svo orð sé á gerandi. Allir eiga t. d. að reyna að apa eftir siði frumstæðra úlf- aldareka á eyðimörkum Egypta- lands fyrir 4 þúsund árum, og lagalega séð er bannað að aka bíl í S-Afríku á sunnudögum, ekki má sjá bíómyndir, né iðka íþróttir (þ. e. a. s. ef einhver tel- ur mörkin), happdrætti eru talin „syndsamleg", en maður má sóa sínu síðasta centi í hestaveðreið- ar. Sjónvarpið hefur verið bann- að af þessu „guðhrasdda fólki" í heilan mannsaldur, þótt flest svertingjaríki hafi fengið sjón- varp fyrir löngu. Fólk, sem leig- ir í blokkum sem kirkjan á, má ekki þurrka ryk eða regndropa af bíl sínum, hvað þá skipta um dekk, á sunnudögum, og kven- fólki er bannað að ganga í bux- um alla daga vikunnar. Lögregl- an ók 50 km til að sekta bónda, sem plægði á sunnudegi eftir 5 mánaða þurrka. Þetta eru dæmi um sæluríki kirkjunnar, séra Óskar. Viggó Oddsson Jóhannesarborg SKRÝTLA — Hvenær megum við vænta friðar í heiminum? — Þegar Stalín segir ekkju Framcos þau tíðindi á deyjanda degþ að hann hafi sannfrétt, að Hitler hafi verið myrtur við jarðarfor Mussolinás. Hauststemning Þetta kvæði birtist í sjómannabiaðinu Víkingi árið 1968. Vík- ingur er í litlu upplagi og hefur kvasðið því væntanlega farið framhjá mörgum, sem gaman hefðu haft af. Því birtum við það hér. Kveður nú sumar og komið er haust, kœnunni legg ég til vorsins í naust. Allan þann afla sem báturinn bar burðnöi landifólktð hér — og þar. Fái ég vonbráðar togaratúr, tek ég það fram yfir beitingaskúr. Hver verður þénustan, sjáum vtð senn; sjómannsins happdrcetti reynist það enn. Fara skal þangað, sem fisksceld er mest, fylla þar dekkið og sérhver;a lest. Stíma svo þaðan í hvelli til Húll, hamingján góða — ég verð alveg tjútt. Þar skal nú djammað og dansað af list; detta svo út af í scelunnar vist. Hrífandi meyjarnar hrista mig til, hressingu bjóða, — já eins og ég vil. Spyr ég að vonum, þá haldið er heim, hvar verði landað og þar ncesta „geim". Ennþá er framundan himinn og haf; halelúja — ef fer ég í kaf. Hátt þegar aldan til himinsins rís, hafskip má líkja við örsmáa flís. Þá verða sumir í sjómennsku mát, — sjálfur ég legg ekki árar í bát. Kristinn Magnússon ÞAÐ ER HAGKVÆMT AÐ FLJÚGA Á HAUSTIN Haustfargjöldin eru þriójungi lægri Flugfélagið býður fljótustu og ódýrustu ferðirnar til Evrópulanda með fullkomnasta farkosti nútímans. Hinrt 15. september taka haust- fargjöld Flugfélagsins gildi. Um 30% afsláttur er veittur af venjulegum fargjöldum til allra helztu borga Evrópu. í 50 manna hópferð til Skandinavíu fljúgið þér næstum fyrir hálfvirði. FLUGFELAG /SLAJVDS P

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.