Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.09.1972, Page 7

Mánudagsblaðið - 25.09.1972, Page 7
Mánudagur 25. sept. t972 Mánudagsblaðið 7 MYSTICUS: The Case of the Temfied Taxidermist Ég hef alltaf haft gaman af Perry Mason-sögunum hans Gardners. Ég held að ég sé bú- inn að lesa meira en þrjátíu af þeim, en mér er sagt að þær séu komnar upp undir hundrað í allt. Og ég er ekki einn um það að hafa gaman af þessum sögum. Það er alkunna, að Perry Mason er orðin ein helzta sjónvarpsstjarna bæði í Ameríku og Evrópu, jafnvel dýrlingurinn stendur honum ekki á sporði. Þegar ég næ í nýja Perry Mas- onssögu gleypi ég hana oftast í mig í einum teyg. Það tekur mig venjulega svona fjóra til fimm klukkutíma að lesa hverja sögu, og það eru skemmtilegar stund- ir, ég stend alltaf á öndinni af spenningi þar til hin rétta ráðn- ing gátunnar kemur, oftast á allra síðustu blaðsíðunni. Ég var einu sinni í haust að grúska í bókum á fornsölu hér í borginni. Og þá rakst ég á Perry Mason-sögu, sem ég hafði aldrei séð áður. Hún bar hið undarlega nafn „The Case of the Terrified Taxidermist", þessir bókatitlar leika oft í ljóð- stöfum hjá Gardner. Eitthvað rámaði mig í það, að textirerm- ist þýðir maður, sem hefur þá atvinnu að stoppa upp hami af dýrum. En nú var eftir að vita, hversvegna slíkur maður hefði orðið svona ofsalega hræddur. Ég keypti bókina fyrir lítinn pening, og fór með hana heim. Þar hallaði ég mér upp í legu- bekk og byrjaði að lesa. Og satt að segja hlakkaði ég til næstu klukkustundánna. Perry Mason mundi verða skemmtilegur sel- skapur, ef að vanda léti. Og það vantaði heldur ekki, að sagan var spennandi alveg frá byrj- un. Roskinn dýrahamsstoppari, lítill maður með sterk gleraugu og grátt yfirskegg kom á skrif- stofu Masons í Los Angeles. Della Street, skrifstofudama Masons ætlaði ekki að hleypa gamla manninum inn til hins fræga húsbónda síns, en stopp- arinn var svo æstur, að hún enndi að lokum í brjósti um hann og lét hann fara inn til Masons. Og það var furðuleg saga, sem gamli maðurinn hafði að segja. Hann var búinn að stunda þessa sérkennilegu iðn sína í áratugi, og aldrei hafði neitt óvenjulegt borið fyrir hann í þessu sambandi — þar til nú. Kvöldið áður hafði hann verið á vinnustofu sinni, en þar voru allmörg dýr, sem hann hafði stoppað upp. Eitt af þeim var skógarúlfur, sem veiðimað- ur hafði skotið einhvers staðar norður í Alaska. Dýrið var svo óvenjulega stórt, að hann varð- yeitti haminn, og nú stóð úlfur- inn þarna í vinnustofu stopp- arans og beið eftir kaupanda, furðu líkur á að sjá og hann hafði verið í lifanda lífi norður á auðnunum. Þetta kvöld hafði stopparinn — hann hét Perk- ins — setið önnum kafinn við vinnu sína, þegar hann heyrði allt í einu einhverja rödd rétt hjá sér og leit upp. Og honum brá meira en lítið í brún, þeg- ar hann heyrði að röddin kom úr munni hins löngu dauða úlfs. Þó var þetta mannsrödd, dimm og hörkuleg. Og það sem hún sagði, var heldur en ekki ískyggilegt. „Hefndin er að koma. Þú verður tekinn af lífi innan þriggja daga“. Eins og vonlegt var brá gamla manninum heldur en ekki í brún við þetta. Hann var al- einn á vinnustofunni, svo að ekki gat verið um búktal að ræða eða neitt af því tagi. Og ekkert segulband eða neinar þess háttar tilfæringar var að finna í námunda við úlfsham- inn. Perkins féll verk úr hendi, það sem eftir var kvöldsins og eftir andvökunótt hraðaði hann sér á fund Perry Masons. Hann var sannfærður um, að ef sá snillingur gæti ekki ráðið gát- una, gæti enginn maður það. Perry Mason hlustaði þegjandi á sögu gamla mannsins. svo lagði hann nokkrar spurningar fyrir hann. Hann spurði hann, hvort hann vissi til þess, að hann ætti nokkra óvini, sem kynnu að bera haturshug til hans. Perkins kvaðst ekki vita til þess, en einhvern veginn fannst Mason, að hér væri hann að tala gegn betri vitund. Hann þóttist finna á sér, að í fortíð gamla mannsins væri eitthvað skuggalegt leyndarmál, sem hann skammaðist sín fyrir. Hann lét þetta svar þó gott heita og Iofaði að athuga málið síðar um daginn og heimsækja þá Perkins á vinnustofu hans. En þremur klukkustundum síðar heyrði Perry Mason í út- varpinu að Perkins dýrastopp- ari hefði verið myrtur. Hann hafði fundizt dauður á vinnu- stofu sinni undir dularfullum kringumstæðum. Það var ekki annað að sjá en að eitthvert ó- argadýr hefði bitið hann á bark- ann. Og lögreglan hafði ekkert fundið á vinnustofunni, sem gæti stuðlað að ráðningu gát- unnar. Perry Mason hraðaði sér á vinnustofu Perkins. Líkið hafði verið flutt í burtu til frekari rannsóknar og hinn skarp- skyggni Mason gat ekki í fljótu bragði fundið neina skýringu á þessum atburði. Þegar hann stóð þarna í þungum þönkum heyrði hann allt í einu rödd! „Perry Mason, ef þú ert nokkuð að sletta þér inn í þetta mál, ferð þú sömu leiðina og Perk- ins". Og röddin virtist koma beint úr munni úlfsins. Mason stóð snöggvast sem steini lost- inn. Mér var farin að þykja þessi saga ærið dularfull og hörku- spennandi. En í sama bilii var ég kallaður í símann, sem er frammi á gangi. Ég bölvaði í hálfum hljóðum yfir því að vera truflaður í þessum skemmtilega lestri. Ég lagði bókina opna á dívaninn og fór í símann. Fimm mínútum síð- ar kom ég inn aftur og hugði nú gott til glóðarinnar, að halda áfram lestrinum, þar sem frá var horfið. En bókin var elcki lengur á dívaninum. Ég hélt fyrst að hún hefði dottið á gólfið, en hana var hvergi að finna. Ég vissi ekki til, að neinn hefði komið inn í herbergið á meðan ég var í símanum. Þó gat ég enga skýringu aðra fund- ið á hverfi bókarinnar en að einhver hefði tekið hana og farið á burt með hana. Ég var í vondu skapi það sem eftir var kvöldsins. Ég hafði verið svikinn um skemmtilegan lestur, einmitt þegar ég stóð á öndinni af spenningi. Og ég var alltaf að velta því fyrir mér, hver væri ráðning gátunn- ar, hvaða rödd þetta hefði ver- ið, sem kom úr munni úlfsins. Daginn eftir fór ég aftur til fornbókasalans, ef vera kynni að hann ætti annað eintak af bókinni. Hann mundi ekkert sérstaklega eftir þessari bók, hann sagði að bækur væru allt- af að koma og fara hjá sér. En hann lofaði að hafa mig í huga, ef hann fengi annað eintak af henni. En ég var bráðlátur og vildi sem fyrst fá að vita ráðn- inguna á gámnni. Ég spurði eftir þessari bók í öllum mögu- legum bókaverzlunum hér í bænum, en enginn kannaðist við hana. Þetta var kannski ekkert undarlegt, því að það eru til svo margar Perry Mason- sögur. Loksins stóðst ég ekki mátið og fékk bókaverzlun til að panta bókina fyrir mig beint Framhald á 6 síðu. ERT ÞU ÚTI AÐ AKA ÁN Hvort sem ekið er með vörur eða far- þega gera atvinnubílstjórar sér far um að velja aðeins örugga og endingamikla hjólbarða á bila sína. Þegar um er að ræða sterka hjólbarða er BRIDGESTONE merki, sem þeir geta treyst. Bilstjórar mæla því óhikað með BRIDGESTONE. Hafið þér efni á að kaupa eitthvað annað? ROLF JOHANSEN & CO Laugavegi 178 — Sími 86-700

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.