Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.09.1972, Side 8

Mánudagsblaðið - 25.09.1972, Side 8
Auglýsingaséníið Njarðvík — Tegundabundin mannúð — Sektarmælaverðir og bilaðar bifreiðar MENN HAFA EKKI farið varhluta af'því, að Coca Cola hefur kunn- að að auglýsa <og auglýst vel. Nú hefur því bætzt óvæntur snillingur, Njarðvík útvarpsráðsformaður. Sl'. þriðjudag drap hann hinn vinsæla kók-söng og lét sýna auglýsingafilmuna tónlaust, en skaut rituðum texta í skott hennar. Á sjónvarpsheimilum rauluðu foreldrar og börn lagið eftir varahreyfingum söngvara og mun þetta vera eitt mesta aug- lýsingartrikk „aldarinnar" — því Njarðvík getur enn ekki bannað að sungið sé á ensku á einkaheimilum, og allir þekkja textann. Til lukku, kók-menn! ★ ------------------------- Þ.Ó. TÍMANS rekur upp skaðræðisvein sl. þriðjudag um laxa„morð" í Grundarfirði. Einhverjir þokkapiltar drápu þar laxa í gildru á grimmdarhátt, svo „vart var hægt að þekkja (þá) fyrir lax". Þetta er fögur viðkvæmni, þó hún nái ekki til þeirrar staðreyndar, að hundruð ef ekki þúsundir laxa- eru kvaldir til bana í ám íslands, og þykir sá mestur, sem lengst getur kvalið þessi kvikindi. Það þætti saga til næsta bæjar, ef t. d. hreindýraskyttur læddust að hreindýrunum, kræktu krók upp í kjafdnn á þeim, drægju þau síðan. að næsta fljóti og drekktu þeim!!! En laxinn er tilfinningarlaus — ekki satt? ★ ------------------------- ÞAÐ KEMUR FYRIR að bifreiðir bila alvarlega á götum Reykja- víkur. Undarlegt er, að það virðist ekkert tillit tekið til þess, þótt menn lími miða á gluggann og sýni ástæðuna fyrir því, að bíllinn standi ólöglega. Það er ekki alltaf lipurðin hjá sektarmælamönnuniun og, eins og vitað er, oft ekki hægt að ná í viðgerðarmann eða dráttarbíl á stundinni. Vínskaltil vinardrekka Fjallar um vín, vínframleiðslu og vínnotkun, ásamt upplýsingum um víntegundir hér á landi. —í bókinni er fjöldi uppskrifta að kokkteilum og vínblöndum. Fæst hjá bóksölum um land allt. ______________________________________ \í JAPAN GILDIR REGLAN:\ lALLT FYRIR KÚNNANA'Í Fátt hefur sett meiri svip á þróun efnahagsmála í heimin- um síðustu áratugi en jap- anska. „efnahagsundrið" svo- nefnda, hinn gífurlegi hag- vöxtur sem orðið hefur í Jap- an svo að. segja sleitulaust- í ein tuttugu . ár. Iðnaðarfram- leiðsla Japana hefur aukizt um ein tíu—fimmtán prósent á ári hverju að heita má, og þótt eitthvað hafi dregið úr þeim mikla vexti eitt og eitt ár í senn, þá hefur hann bara' orðið því meiri næsta ár. 3 í FREMSTU RÖÐ Japanir eru nú þegar komn- ir í fremstu röð í mörgum mikilvægum iðngreinum og hafa skotið hinum evrópsku og amerísku keppinautum sín- um ref fyrir rass. Fyrir síðari heimsstyrjöldina voru japansk- ar iðnaðarvörur yfirleitt ekki í miklum metum á mörkuðum heimsins. Þær voru taldar lé- legar eftirlíkingar af fram- leiðslu hinna háþróuðu iðn- aðarríkja og seldust því að- eins að hægt var að falbjóða þær fyrir „spottprísa" sem aft- ur stöfuðu af þeim hungur- launum sem japanskur iðn- verkalýður varð að sætta sig við. Það þóttu þá ekki nein meðmæli með neinni vöru að á hana væri letrað „Made in Japan" og ýmsar sögur eru sagðar af því hvernig japansk- ir kaupsýslumenn reyndu að villa heimildir á varningi sín- um, eins og t.d. sú að þeir hefðu skýrt einhvern hólma í eyjaklasanum „Sweden" til þess að geta sagt að eldspýt- ur þær sem þeir höfðu á boð- stólum væru „búnar til í Sví- þjóð". „Hverja viljið þér fá?" spyr örlátier sölumaSur japanska fyrirtœk- isins hinn aðkomna kaupsjslnmann, og allar óskir gestsins ern uppfylllar: Allt fyrir kúnnana. ANNALAÐAR FYRIR GÆÐI Allt tilheyrir þetta löngu liðinni tíð. Japanskar iðnað- arvörur eru ekki aðeins sam- keppnisfærar við framleiðslu annarra þjóða, heldur taka þeim iðulega fram að gæðum og eru reyndar margar hverj- ar sérstaklega annálaðar fyr- ir gæði sín, en verð. þeirra er þó fyllilega samkeppnisfært. Þetta á ekki hvað sízt við um hvers konar raf- og rafeinda- tækni, en reyndar eru þau svið Það.vœsir ekki um kaupsyslumerin, sem koma til Tókíó í verzlun- arerindum; 20.000 fagurlimaðar þokkadísir.í 3-000 „skemmtistöð- um" Ginzahverfisins eru hoðnar og búnar til þess að örva vöru- veltuna — og hinn vœntanlegi kaupandi japansks varnings þarf ekki að óttast nein peningaútlát — skattayfirvöldin sjá fyrir því. iðnaðar næsta fá sem Jaþan- ar standa nú ekki öðrum iðn- aðarþjóðum fyllilega á sporði, svo ekki sé fastar að orði kveðið. SÍVAXANDI ÚTFLUTNINGUR Útflutningur Japana á hvers kyns iðnaðarvamingi hefur vaxið jafnt og þétt sam- hliða stóraukinni framleiðslu og vart mun það land til í heiminum þar sem japanskur iðnvarningur er ekki á boð- stólum, enda þótt oft verði að flytja hann óravegu. Islendingar hafa aukið kaup sín á japönskum vörum ár frá ári. Japanskir bílar sjást nú hér á hverju götu- horni og auðvitað eru þeir á hinum frægu japönsku Bridge- stone hjólbörðum, sem hafa nærri því útrýmt öllum öðr- um, og varla mun sú popp- hljómsveit var til hérlend- ir, að ekki sé í henni spilað á eitthvert japanskt hljóðfæri — svo að tvö ólík dæmi séu nefnd. SNJALLIR SÖLUMENN Það eru auðvitað margar ástæður fyrir því hversu vel Japönum gengur að koma vörum sínum í verð á fjarlæg- um mörkuðum, og oft þrátt fyrir harða samkcppni frá þeim iðnaðarþjóðum sem ættu að standa betur að vígi vegna nálægðar við markaðina. 1 ! ! \ ! i ! !

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.