Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Blaðsíða 25
Guðmundur Krisfjánsson. Guðmundur Kristjánsson skipamiðlari varð sjötugur 16. júlí. Fæddur 1871 í Haukadal í Dýrafirði. Hann er löngu þjóðkunnur athafna- og atorkumaður. 11 ára gamall fór hann fyrst til sjós, sem matsveinn á skútu, stundaði hann síðan sjómennsku. 18 ára gamall varð hann formaður á opnu skipi, en skömmu síðar stýri- maður. og svo skipstjóri á litlum þilskipum frá Vestfjörðum á sumrum. Á Vestfjörðum var snemma hafin sjómannafræðsla að nokkru ráði og aflaði Guðmundur sér þar fræðslu, svo sem kostur var á. Árið 1894 réðst hann í sigl- ingar og fór skömmu seinna á sjómannaskóla í Rönne á Borgundarholmi, tók þar fyrri og síðari hluta stýrimannaprófs í einu eftir 18 mánaða nám við skólann. Ári síðar lauk hann skipstjóraprófi við sama skóla. Tvö ár var hann síðan í siglingum á dönskum skipum. Ár- ið 1899 kom Guðmundur aftur til íslands og réðist þá til Vídalíns útgerðarmanns, er þá stóð með miklum blóma, sem skipstjóri á botn- vörpungnum ,,Akranes“ og mun Guðmund- ur þannig hafa orðið fyrsti togaraskipstjóri hér á landi. Síðar réðst hann stýrimaður á strandferðaskipið ,,Vestra“, en 1911 varð hann skipstjóri á ,,Vestra“, þar til 1913. Á- vann hann sér vinsældir um land allt fyrir ljúfmannlega framkomu og lipurð í hvívetna. I ófriðarbyrjun varð hann skipstjóri á ,,Ask“ í millilandasiglingu og var með hann til 1917, en tók þá að undirbúa nýja starfsemi, sem hér hafði ekki verið rekin áður, opnaði hann skipamiðlaraskrifstofu í ársbyrjun 1918. Rak hann það fyrirtæki af miklum dugnaði til árs- ins 1932 er hann seldi það. Þó æfidagurinn væri orðinn nokkuð langur, settist Guðmundur ekki í helgan stein. Flutti hann sig til Keflavík- ur og hóf þar útgerð, fiskverzlun, salt og kola- verzlun, og nú sem stendur er hann fram- kvæmdastjóri hafskipabryggju Keflavíkur. Guðmundur hefir verið orðlagður fyrir hjálpsemi og hinn mesti höfðingi í lund. Stór- huga og dugnaðarmaður í framkvæmdum. Slíkir menn hljóta ávallt aðdáun samtíðar- manna sinna, sem bezt þekkja þá. Cohen, æfiminning. Framh. af bls. 15. komið að fá þetta lánað og meira til ef við vildum, því eftir upplýsingum frá Cohen myndi alveg áhættu- laust að lána Islendingum. þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um hvernig Cohen greiddi götu íslend- inga og jók hróður þeirra og þar með íslands, þar sem hann náði til og mun margur útlendingur hafa verið kallaður íslandsvinur af minni ástæðu, ekki sízt þegar athugað er að þetta var á þeim tímum, sem íslenzkir kaupsýslumenn voru að fá á sig óorð í Englandi fyrir vanskil, þó af gildum orsökum hafi verið. Cohen var fríður maður sínum, kvikur á fæti og viðmótsþýður, mjög greinargóður og lipur afgreiðshi- niaður, enda oft þörf á því þegar mörg íslcnzk skip lágu í skipakvínni og fullt út úr dyrum í búðinni. Eftir að siglingar íslendinga til Hull og Grimsby hættu eða tepptust að mestu, flutti Cohen sig búferl- um til Fleetwood til að geta haldið viðskiptum sín- um við Islcndinga áfram þar, en skömmú seinna, eða seinnipart s.l. vetrar andaðist hann þar eftir nokkura mánaða vanheilsu. Undirritaður hitti Cohen að mál nokkru áður en hann andaðist og var honum þá mjög brugðið frá því sem áður var. Hárið orðið mjallhvíttáskömmum tíma og allt útlit hans benti til að hann væri haldinn kvalafullum sjúkdómi. Eftir því sem sonur hans, sem nú hefir tekið við verzluinni, gaf mér í skyn, síðar, mun stríðið og margra ára ofsóknir gogn kvnþætti þeirra feðga, Gyðingum, víða um heim, ekki hafa haft góð áhrif á heilsu þcssa íslandsvinar. Rest in peace Cohen! 25 M. Jenson. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.