Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Page 24
Júlíus Kr. Olafsson.
Júlíus Kr. Ólafsson yfirvélstjóri á e. s. „Súð-
in“ varð fimmtugur þ. 4. júlí s. 1. Hann er í
fremstu röð meðal stéttarbræðra sinna og nýt-
ur mikils álits. Hefir hann starfað sem vélstjóri
yfir 30 ár og lengst af yfirvélstjóri.
Júlíus er hinn mesti áhuga og framfaramað-
ur um málefni sjómanna. Hann hefir átt sæti í
stjórn Vélstjórafél. Islands um 20 ár og annast
þar margvísleg trúnaðarstörf. Hin síðari árin
hefir hann átt mestan þáttinn í samningsgerð-
um við útvegsmenn og jafnan lagt þar gott til.
Júlíus var einn af hvatamönnum að stofnun
F. F. S. I. og hefir verið fulltrúi Vélstj.félags-
ins í sambandsstjórn og á sambandsþingum.
Það er ósk „Víkings" að Júlíusar njóti sem
lengst við í röðum sjómanna, hann skipar þar
virðulegt sæti. Og þó nokkuð sé um liðið, þá
leyfir hann sér að færa Júlíusi bestu árnaðar-
óskir í tilefni af fimtugsafmælinu.
Ég verð að segja, að lífsvonin var lítil. Va|r
þá rætt um, hvað taka skyldi til bragðs, en
fá úrræði sáust. Meðan á þessum umræðum
stóð, sáum við hvar ,,Sæbjörg“ kom með ára-
bát aftan í og stefndi í áttina til okkar. Lífs-
vonin glæddist af nýju — en víst var það, að
úr ,,Sæfaranum“ varð okkur ekki náð. Við
urðum að komast niður á skerið, hvað sem það
kostaði. „Sæfarinn“ lá hreyfingar lítill, fullur
af sjó, með síðuna brotna inn. Sá var siður
hér á þessum dögum, að árar fylgdu hverjum
vélbát. Við losuðum ár og brúuðum með henni
af hástokk bátsins niður í skerið. Tilætlunin
var sú, að einn okkar henti sér í senn út á árina
og renndi sér á henni niður á skerið, en hinir;
sem í bátnum voru, héldu henni stöðugri á
meðan. Eftir nokkrar tilraunir heppnaðist Ste-
fáni Erlendssyni að henda sér með snarræði
á árina og komast eftir henni niður á skerið.
Hélt hann svo í endann sín megin meðan við
hinir rendum okkur niður. Gekk þetta allt
vel og farsællega og langtum betra en áhorfð-
ist. Vorum við svo allir brátt teknir af sker-
inu og fluttir í land. En „Sæfarann" dró út
af skerinu og sökk hann þar. Þegar í land
kom, var tekið á móti okkur með hinum mestu
ágætum og allt hugsanlegt fyrir okkur gert.
Geymi ég það í þakklátri endurminningu.“ —
„Þakka þér nú fyrir þetta, Tómas minn. Hefir
þú ekki eitthvað fleira að segja?“ „Nei, ekki
að sinni. En þess bið ég samt, að „Víkingur-
inn“ megi lengi lifa og vænt þætti mér um,
að hann vildi skila kærri kveðju minni til allra
gömlu hásetanna minna og annara þeirra sjó-
manna víðsvegar um landið, er ég þekkti og
átti samskipti við, meðan ég var og hét — sjó-
maður!“ —
V.
VÍKINGUR
24