Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Blaðsíða 15
æfiminning
Mér þykir viðeigandi að Víkingur — blað sjómanna
-— minnist með nokkrum orðum brezks manns, sem
því nœr allir íslenzkir sjómenn, sem siglt hafa að
staðaldri til Englands, kannast við og hafa átt mikil
og hagkvœm viðskipti við í mörg undanfarin ár. Mað-
ur þessi er Cohen kaupmaður í Hull, sem andaðist
í Fleetwood s.l. vetur, eftir stranga vanheilsu.
Cohen hafði lengi vefnaðarvöruverzlun í Hull og
sóttu hana íslendingar, sem þangað komu og einnig
Þeir, sem sigldu að staðaldri til Cxi'imsby, því að það
þótti ómaksins vert að ferðast yfir til Hull til þess
að hafa viðslcipti' við Cohen, enda var alltítt að hann
greiddi mönnum kostnaðinn við ferðina, aðra og
stundum báðar leiðir. Ókunnugir munu nú spyrja
hvað valdið hafi að íslendingar sóttust svo eftir við-
skiptum við mann þcnnan, öðrum fremur og svarið
er að líkum: Lágt verð, góðar vörur og sérstök liðleg-
heit. Fæstir sjómenn þóttust hafa lokið verzlun sinni
í Englandi nema að hafa komið til Cohen og keypt
af honum efni, í föt, kjól, kápu eða annað, að ó-
gleymdum hinum notadrjúgu og ódýru bútum, sem
Cohen hafði oftast fyrirliggjandi í miklu úrvali. En
einn slíkur bútur var oft, nóg efni í margar flíkur og
fekkst oft fyrir gjafverð. Mörg konan sem fekk slík-
an bút i hendur, féll oft í stafi yfir hversu vandað og
°dýrt efni fékkst fyrir litinn pening hjá Cohen í Hull,
°g vist er að fyrir þessi kaup hefir margt sjómanns-
barnið fengið vandaðri og betri flík, en ella hefði
orðið.
Hvernig á því stóð að Colien gat selt mun ódýrara
en aðrir kaupmenn í Hull eða Grimsby samskonar
efni og þó sérstaklega búta, skal ósagt látið, en það
var staðreynd sem engum dettur í hug að mótmæla,
er reynt hefir. Cohen þekkti marga íslenzka sjómenn
Jheð nöfnum og var góðkunningi sumra þeirra, vildi
bann yfirlcitt allt fyrir íslendinga gera og sýndi, það
°ft í verki. Margir voru þeir sem hann greiddi götu
fyrir á ýmsan hátt og ekki eru þeir fáir sem hann
lánaði vörur og jafnvel peninga, án nokkurar annar-
;u' tryggingar en orð viðkomanda og er mér sérstök
ánaegja að hafa þau orð eftir Cohen, að aldrei hafi
hann tapað éýri á lánum sínum til fslendinga, en
bað mun mörgum þykja ótrúlegt að vonum, því að
8eta má nærri að innan um þann stóra hóp sjómanna
er leituðu hans hafi verið misjafnlega miklir dreng-
skapar eða reiðumenn. Oft var Cohen nefndur ís-
lenzkur konsúll í Hull og lét, hann sér það vel líka
°g sagt hefir hann mér að margir kaupmenn þar i
f’org hafi spurt sig um ástæðuna fyrir hinni miklu
15
aðsókn íslendinga til hans og hafi hann þá svarað:
„Góðar vörur, lágt verð og umfram allt fair play“.
Cohen fékk með tímanum mikla reynslu í að þekkja
smekk og þarfir íslendinga, og margur liefir látið
hann velja fyrir sig efni í föt á kvenmann eða barn,
þar sem þekking og smekkur viðkomandi kaupanda
hrökk ekki til og mun Cohen oftast hafa tekist valið
vel og ekki ráðlagði hann yard meira af efninu en
hann áleit þurfa í fötin; ef efnið var ekki fyrir hendi
sem kaupa átti kom honum ekki til hugar að mæla
með að annað efni væri tekið, ef ekki var vissa fyrir
að það kæmi að fullum tilætluðum notum. þannig var
Cohen. Ekki spillti það fyrir vinsældum lians meðal
íslendinga að hann skildi ætíð mál þeirra og kunni
talsvert í íslenzku, eða nóg til þess að viðskipti gátu
gengið greiðlega, þó að kaupandi kynni ekki stakt
orð í ensku.
Að endingu set ég hér eitt dæmi af mörgum, um
það hvernig Cohen greiddi fyrir íslendingum á ýms-
an hátt, Sá er þetta ritar var eitt sinn í fylgd með
öðrum íslending, sem hafði í hyggju að kaupa sér
húsgögn, ef hann fengi þau við því verði, sem hin
enska mvnt hans hrvkki fyrir og honum að öðru
leyti líkaði — en enski gjaldeyrinn var takmarkaður
eins og fyrri daginn —. Komum við í stóra verzlun er
hafði talsvert úrval af slíkum hlutum. Leist mannin-
um sérstaklega vel á eina húsgagna samstæðu, hvað
útlit og gæði snerti, en sá hængur var á að verðið
var talsvert hærra en hann átti gjaldeyri fyrir. Eftir
nokkrar bollaleggingar sögðum við kaupmanninum
hvernig ástatt var og spurðum hann hvort hann þyrði
að lána okkur það sem ávantaði þar til skipið kæmi
aftur til Hull, sem yrði sennilega eftir 3 vikur eða
svo. Gáfum við honum upp nöfn okkar, skipsins og
umboðsmanna í Hull. Kaupmaðurinn kvaðst ógjarn-
an vilja verða af viðskiptunum, en hinsvegar gæti
hannalls eigi gengið inn á að lána okkur, bráðókunn-
ugum mönnum og auk þess útlendingum, það sem
á vantaði og var auðvitað ekkei't við því að segja.
þegar við vorum um það bil að fara út datt okkur
í hug að reynandi væri að vita hvort Cohoen okkar
gæti ekki bætt eitthvað úr bessii og snerum okkur
aftur til kaupmannsins og báðum hann að hringia til
Cohen og vita hvort hann vildi ganga í ábyrgð fyrir
skilvísri greiðslu, en kaupmaður kvaðst myndi gera
sig ánægðan með slíka tryggingu og skal það ekki
orðlengjast meir. Eftir örstutta stund kom hann aft,-
ur, eftir að hafa talað við Cohen og sagði okkur vel-
VÍKINGUK