Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Blaðsíða 11
sérlega vel lagað til að geyma í allskonar nið-
ursoðinn mat“. Límefni þetta, ,,sem er soðið úr
sundmaga þorsksins, gjörir sama gagn og kref-
ur sömu meðferð eins og það sem fæst úr sund-
maga styrjunnar, er það alkunnugt meðal kaup-
manna og kallað húsblas, og selt fyrir 28 skild-
inga lóðið“.
Þriðji þáttur Fiskibókarinnar er um hirðingu
á úrkasti úr sjófangi. Talar Jón Sigurðsson þar
um, hvernig ýmislegt úr fiskinum, „svo sem
hausarnir, hryggirnir, ræksni og ruður og ýmis-
legt úrkast, sem nú er aldrei notað til neins,
verður haft til mikilla nota“.
Ef úrkastið úr sjófangi er soðið, verður það
góð hænsnafæða. „Menn hafa tekið eptir, að þær
hænur, sem eru aldar með slíku fiskifangi, verpa
miklu fleiri eggjum en hinar, sem aldar eru við
aðra fæðu, og þarf ekki annað en gefa þeim lít-
ið af byggi við og við“. Þegar úrkastið sé ekki
soðið, þá sé það bezta fóður fyrir endur og
svín. En „á íslandi var, einsog kunnugt er, bæði
endur og gæsir og svín alið fram eptir öllum
öldum, og það er óskiljanlegt, að svo mikill bú-
bætir skyldi öldungis falla fyrir borð af van-
hirðingu og dugleysi manna“.
Um tilbúning á áburði til jarðræktar úr sjó-
fangi segir Jón m. a.: „í þeim löndum, þar sem
jarðrækt er stunduð, neyta menn allra bragða
til að afla sér áburðar, og til að læra að þekkja
gróðureðli jarðarilmar. Menn hafa fundið, að
enginn áburður er betri en sjófang og allskonar
fiskifáng; það er það sem menn kalla fiski-
gúanó“. Fyrst þegar menn hafi tekið að safna
gúanó, þá hafi menn tekið sjófugladrit í suður-
höfum og „flutt af því heila skipsfarma til
Englands og annara landa“. — En svo hafi
menn komizt á snoðir um, að hin sömu frjóvg-
unarefni voru í sjálfu sjófanginu og var í fugla-
dritinu. Og nú hafi „heilar verksmiðjur....
nóg að gjöra að kaupa og búa til og selja áburð
úr sjófángi; er haft til þess bein og óhroði all-
ur, sem áður þókti einkis vert, en nú er atvinna
margra manna og ávinnur landinu margra mill-
íóna virði“. Við fslendingar þurfum ekki að
hugsa svo hátt að setja slíka verksmiðju á stofn,
en „sá hagnaður sem hver hefir á sínum bæ,
og kann að nota sér, hann er margra peninga
virði fyrir allt land“. Segir Jón Sigurðsson, að
„hver bóndi ætti á bæ sínum að búa sér múr-
aðar gryfjur, þar sem uppsátur hans er, og
safna þar í öllu úrkasti af sjófángi sínu, meira
og minna, leggja þar í milli lög af mold eða
smáuri, þángi og hverju sem er, þekja síðan og
láta svo allt fúna um tíma, síðan bera það á, þar
sem áburð þarf, og blanda með jörð sína....“.
í eftirmála Fiskibókarinnar segir Jón Sig-
urðsson m. a.: „Margur maður, sem les þessar
línur, kann að tortryggja það, sem hér er sagt,
eða skilja ekki, hversu það geti verið sett, að
hagnýta megi hvern einn hluta af fiskinum, og
það svo, að það geti jafnvel verið vafi á, hvort
búkurinn sé meira virði en hitt allt, sem menn
kalla nú rask og slor; en vér vonum, að hver
sem fer með alúð að reyna fyrir sér, muni kom-
ast að því, að það er satt, sem hér er sagt, og
finna það mart af sjálfu sér, sem hér verður
ekki svo greinilega útlistað í stuttu máli. En
allt sem hér er sagt, er byggt á reynslu og sjón,
en ekkert á hugarburði.... Ef nokkur skyldi
ímynda sér, að hér væri um lítilræði að gjöra,
þá er það víst og satt, að það er í þeim skiln-
ingi lítilræði, að hér þarf einungis handtak eða
handarvik margra einstakra manna, sem ekki
kostar hvern einn meira strit en hann hefir nú,
heldur minna; en í þessum einstöku handtökum
og handarvikum, sem menn vita varla af, ligg-
ur mikill ágóði og margfaldur hagnaður. Svo
var fyrir 70—80 árum síðan annarstaðar, að
menn köstuðu pjötlum sínum út á haug.... og
á sama hátt var farið með bein og hvað annað,
en nú er þetta allt hirt og safnað saman: pjötl-
urnar eru þvegnar upp og táðar í sundur, og
síðan hafðar til pappírs eða ýmislegs annars;
beinin eru möluð til áburðar, og þetta nú hvort
um sig selt og keypt svo mörgum millíónum dala
nemur á hverju ári, og það einungis hér á Norð-
urlöndum.... Hvergi sannast betur en hér í
þessu efni, að margt smátt gjörir eitt stórt. —
Þá hefir fiskimaðurinn lært atvinnuveg sinn til
hlítar, þegar hann kann ekki einungis að velja
sér allan útbúnað sem beztan, heldur og einnig
að nota hvern hinn minnsta hluta af afla sínum
á beztan hátt, svo að ekkert fari forgörðum. —
Þetta á að vera ástundun hins góða fiskimanns
og þá mun honum vel vegna“.
Jón Sigurðsson segir, að ef það sýndi sig, að
íslendingar gæfu efni þessu gaum, þá myndi
ekki langt að bíða, þar til fleiri og fróðlegri rit
kæmu út, bæði um hversu fara skyldi að salta
fisk, sjóða niður og reykja, og búa svo um að
hægt væri að flytja hann á erlendan markað.
Um hákai’laveiðar, selveiðar og hvalveiðar væri
nóg efni í sérstakan bækling. Ennfremur „um
ýmislegt það, sem getur orðið til bjargar í sjó
og vötnum, og gjört atvinnuveg fiskimannsins
sem hættuminnstan, t. a. m. lífbelti og líf-
hringa o. fl.“.
Mælist Jón til, að landar sínir sýni áhuga
fyrir þesum málum, með því að skýra frá til-
raunum sínum „annaðhvort opinberlega eða á
prenti, ellegar í bréfum til höfundar þessara
blaða, sem mundi taka öllum þesskonar fróð-
VÍKINGU*
11