Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Blaðsíða 14
HALLGRfMUR JÓNSSON: ORUSTAN UM ATLANTSHAFIÐ Á heimssýningunni í New York, sem haldin var 1939—1940, gat að líta marga merkilega hluti. Var ©ft erfitt að greina á milli, hvað athyglisverðast var. Þó munu flestir sjómenn, sem komu inn í brezka sýningarskálann, hafa numið þar stað- ar á miðju gólfi. í ferhymdum reit, umgirtum, var þar sýnt líkan eitt mikið af flestum löndum jarðar og höfum. Lönd og höf voru þar út- breidd fyrir fótum manns í réttum hlutföllum, og aragrúi af smá skipslíkönum sýndu skipa- ferðir Bretaveldis um höfin. Þann 7. marz 1936 gáfu öll skip Breta og samveldislandanna, 3000 smál. og stærri, upp dvalarstað sinn til flotamálaráðuneytisins, og eftir þeim upplýsingum voru svo skipin sett á jarðlíkanið. Mynd nr. 1, sem fylgir línum þessum, var svo tekin af líkaninu og sýnir helztu siglingaleið- irnar milli brezku samveldislandanna, sem eru sýnd dökk á myndinni. Reyndust 1462 skip vara á höfum úti þennan dag — Auk þess voru 143 í innan lands eða strandasiglingum og 852 í höfnum inni. Sam- tals 2457 skip. Fátt er þó sýnt þarna af skipum á Norður- sjó og Eystrasalti, þó sigla Englendingar þar ekki síður en annarsstaðar. En skip þeirra, sem þar ferðast, eru flest smá, og koma því ekki með á þetta yfirlit. Þá eiga Bretar, eins og kunnugt er, mesta sæg smáflutningaskipa, auk fiski- skipa, sem skipta mörgum þúsundum. Það gef- ur auga leið, að megin máttur hins brezka heimsveldis liggur á friðartímum í þessum mikla kaupskipastól. Hann er veigamesti tengiliður- inn milli hinna dreifðu landa og driffjöðrin í verzlun þeirra og viðskiptum. Farskipaflotinn er sú lífæð Bretaveldis, sem andstæðingarnir leggja nú allt kapp á að höggva sundur. Talið er, að um síðustu áramót hafi Þjóð- verjar verið búnir að sökkva einum fjórða af þessum skipastól og mörgum skipum hefir ver- ið sökkt síðan. En skip eru nú smíðuð af meira kappi í öllum brezkum löndum en nokkru sinni áður. Um leið og eitt skipið rennur af skipa- brautinni, er kjölurinn jafnharðan lagður að VÍKINGUE 14

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.