Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Side 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Side 20
Einar O. Kristjánsson skipstjóri Mlnti inga rorð Fæsta af sjómönnum þeim, sem sigldu um hættusvæði síðustu heimsstyrjaldai’ og kynnt- ust af eigin reynd því, sem þar fór fram, mun hafa órað fyrir því, að slíkt ætti eftir að endur- takast um þeirra daga. Flestir munu þeir hafa verið þess fullvissir, að heiminum hefði — eins og þeim sjálfum — þótt nóg komið, og að hann myndi því hugsa sig um í meir en eina tvo ára- tugi, áður en hann legði út í leikinn á ný, einkum þar sem búast mátti við, vegna sívaxandi tækni á öllum sviðum, að aðfarir næstu styrjaldar tækju fram öllu, sem þá var þekkt af því tæi. Sízt mun þeim þó hafa komið til hugar, að enn félli í þeirra hlut, að kveðja heimili og ástvini með það í huga, að hending ein eða mannlegir dutlungar réðu því, hvort um endurfundi yrði að ræða, eða hvort þessi kveðja yrði hið síðasta. Atburðir síðustu missira hafa leitt í ljós, hve hraparlega mönnum hefir skjátlast í þessu efni. Aftur hafa þessir sömu menn — nú orðnir mið- aldra og þaðan af eldri — orðið að leggja út í óvissuna, en nú er sú breyting á orðin, að í stað þess, að í fyrri heimsstyrjöld voru þó svæði, sem heita máttu tiltölulega örugg yfirferðar fyrir skip hlutlausra þjóða, þá virðast nú öll höf orðin eitt hættusvæði, og voði búinn hverju skipi, sem um þau fer. Allt of margir hinna hugrökku sjómanna okk- ar, eldri sem yngri, hafa nú einnig kvatt heim- ili sín í síðasta sinn, en hér verður aðeins minnst eins þeirra, nfl. Einars 0. Kristjánssonar, skipstjóra á e.s. ,,Heklu“, sem, eins og kunnugt er orðið, fórst ásamt meiri hluta skipshafnar sinnar á leið til Canada, um 500 sjómílur í SV. frá íslandi, eftir að skip hans hafði orðið fyrir tundurskeyti af völdum kafbáts, sunnudaginn 29. júlí s. 1. Einar var vestfirzkur að ætt og uppruna, fæddur að Þorfinnsstöðum í önundarfirði 23. desember 1895, og var því á 46. aldursári er hann lézt. Foreldrar hans voru Guðbjörg Guð- mundsdóttir og Kristján Egilsson, hjón í Ön- undarfirði, og bjuggu þau lengst af á Flateyri eða frá 1897. Kristján er enn á lífi, háaldrað- ur, og hefir hann stundað sjóinn allt sitt líf VÍKINGUR fram á síðustu ár. Hann var þátttakandi í ein- hverjum þeim einstæðasta atburði, sem menn hafa spurnir af að skeð hafi á sjó hér við land. Var hann þá stýrimaður með Helga heitnum Andréssyni á þilskipinu „Capella“ frá Þing- eyri og voru þeir vorið 1897 staddir djúpt á Látraröst í vondu veðri. Fekk skipið þá áfall svo mikið að því hvolfdi, og veltist það í hring, svo að mastursbrotin, reiðinn og Kristján sjálfur, sem skolazt hafði fyrir borð, kom upp kulborðsmegin, og þótti það undur mikið, að skipverjar þeir, er eftir lifðu, skyldu ná til hafnai’ hjálparlaust, eins og skipið var útleikið eftir áfallið. Kristján missti konu sína árið 1913, en er sjálfur hinn ernasti og ber með karlmennsku hinar miklu raunir, sem hann hef- ir orðið fyrir með missi einkasonar síns. Vestfirðingar byrja ungir að fara á sjó, og Einar heitinn var þar engin undantekning. 14 ára gamall réðist hann fyrst á handfæraskip, en fór síðan á togara hérlenda, og var á þeim til ársins 1913, er hann fór til Englands. Sigldi hann þar á togurum til áramótanna 1914—’15, en varð eins og fleiri útlendingar að hætta vegna ófriðarins, og réðist þá í siglingar á kaupskipum, sænskum og síðar enskum. Fór hann þá víða um heim og kunni margt frá þeim 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.