Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 1
SJÓMANIMABLAÐIÐ U1KIH6UR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS VIII. árg. 6. — 7. tbl. Reykjavik, júní — júli 1946 Eftir kosningar Enn einu sinni hafa Islendingar horft á stjórnmálagarpana munda vopn sín og ganga til atlögu. Enn hafa þeir athuröir skeö, sem endurtaka sig fyrir hverjar kosningar: Flokkarnir láta hlása í herluSra og kveSja liS sitt fram á orustuvöll. StríSsmenn hervœSast. AtkvæSasmalar og áróSurshetjur vaSa um héruð, hampa ágœti eigin flokks, en útmála illsku, þýlund og vesaldóm annara. Enginn sá hlutur er sparaSur, sem áhrifaríkur getur talizt til aS vinna kjósendur, — auka atkvœðamagn, fjölga þingmönnum hins eina rétta og sáluhjálplega málstaSar. Hverjar kosningar eru þolraun og prófsteinn á kjósendur. LýSrœ'ðisskipulagiS krefst mikils þroska og dómgreindar alls þorra kjósenda. Sé þeirra eiginleika vant, má vel svo fara, að menn gerist sítiir eigin böðlar og veiti vígsgengi þeim þjóðfélagsöflum, sem allri framvindu eru fjandsamleg. Nú er kosningahríðin stytt upp. Hlýr andvari miðsumarsins sveipar af vígvellinum reyk- skýjum og moldryki, er þyrldS var upp fyrir kosningarnar. Menn litast um orustusvœSiS. Margir liggja fallnir í valnum. Fimmtíu og tveir frambjóSendur hafa hlotiS vegsemd þá og vanda, aS skipa löggjafarþing íslenzka lýSveldisins næstu fjögur árin. Ekki skal þaS í efa dregiS, aS margt er þar góSra manna, er vel vilja. Þarf þess og m jög viS. Fátt er sjómanna á þingi, svo sem jafnan áSur. Sjómenn eru skiptir mjög um pólitískar skoSanir. Fer þaS aS líkum. Fylgir liver aS sjálfsögSu þeirri stjórnmálastefnu, þegar á hólminn kemur, er hann telur heillavœnlegasta landi og lýS. En til eru þau atriSi, stjórnmálalegs eSlis, sem sjómenn allir œttu aS geta sameinast um og barist fyrir, hvar í flokki sem þeir standa. Þar má fyrst og fremst nefna ýmis hagsmuJiamál stéttarinnar, sem eru þó svo mikilvœg, mörg hver, aS þau snerta lífsafkomu og tilverumöguleika allrar þjóSarinnar. Skammt er dS minnast þeirra tíma, er sjótnenn voru samtakalítil og félagslega vanmáttug stétt. MeSan svo var, mátti þaS teljast nokkurt vorkunnarmál, þótt stjórnarvöld og aSrir ráSa- menn spyrSu lítt um vilja þeirra eSa álit. Enda eru þess óteljandi dæmi frá tímum fyrri ríkis- stjórna og úr sögu Alþingis, aS ráSiS hefur veriS til lykta stórmálum sjómannastéttarinnar án þess aS lienni gœfist kostur á aS fylgjast meS afdrifum þeirra, hvaS þá heldur meira. ÞaS skal fúslega játaS, aS núverandi ríkisstjórn hefur um ýmsa hluti veriS samvinnuþýSari og tillits- samari viS samtök sjómanna en fyrri stjórnir, þótt allmjög skorti á aS viShlítandi sé. Nú er málum þanng háttaS, aS sjómenn hafa myndaS meS sér öflug félög og sambönd. ÞaS er því fyrir neSan allar liellur, þegar Alþingi og stjórnarvöld sniSganga sjómannastéttina og ráSa málum hennar til lykta á þann veg, aS þeir, sem. undir eiga aS búa, fá engu utn ráSiS, eru sár- óánœgSir og þykjast grálega leiknir. Því miSur eru dæmin deginum Ijósari, aS ráSamenn þjóS- félagsins hafa slegiS á framrétta hönd þeirra manna, sem bezta höfSu þekkinguna og mest áttu í húfi um aS vcl tœkizt til, en hampaS duglitlum og þekkingarsnauSum labbakútum, jafnvel þótt þeir hafi varSaS leiS sína afglópum á glappaskot og mistök ofan. Má færa œrin rök til sönn- V I K I N G U R 161

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.