Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 8
Aðbúnaður aðkomusiómanna
í Vestmannaeyjum
Eins og allir vita, eru Vestmannaeyjar ein
stærsta verstöð landsins. Þaðan munu um 60—
70 bátar vera gerðir út á þessari vertíð.
Á þessum bátaflota er mikill meirihluti að-
komumenn, bæði Islendingar og Færeyingar.
Bátaflota Vestmannaeyja er ekki hægt að
gera út á vetrarvertíð, nema að fjöldi aðkomu-
manna fáist til starfa við bátana. Það er að
sjálfsögðu eðlilegt, og þarf þess í flestum ver-
stöðvum að einhverju leyti.
En hvernig er svo aðbúnaður þessara sjó-
manna í Vestmannaeyjum? Að mínu áliti er
honum að mjög miklu leyti ábótavant fyrir
flesta þeirra.
Húsakynni eru sums staðar þannig úr garði
gerð, að bæði sandur og sjór fjúka inn í bú-
staði mannanna, og einnig munu menn búa í
kjöllurum algjörlega óhæfum. Það er aðeins
grár steinninn, ópússaður, eins og hann kemur
úr mótunum. Ég get ekki látið mér detta í hug,
að nokkur sveitabóndi eigi lélegri hreysi yfir bú-
pening sinn, heldur en húsakynni þau eru, sem
mörgum vertíðarmönnum, er til Vestmannaeyja
koma, er vísað inn í.
Ætli þeir útgerðarmenn, sem þannig búa að
mönnum sínum, sjái sér hag í þessu?
Matstofur eru starfræktar yfir vertíðina, sem
sjá sjómönnunum fyrir fæði. Um þær mætti
semja stóra bók, en ég læt mér nægja að segja,
að þær þeirra, sem ég þekki til, eru, í stytztu
máli sagt „sóða krær“, sem framleiða mjög lé-
legt fæði og óþrifnaðurinn tekur út yfir allt. Ég
ætla aðeins að taka tvö dæmi um eina matstof-
una. Vatnsbrunnur sá, sem matstofa þessi fær
neyzluvatn úr, hefur staðið opinn í margar vik-
ur, svo að menn geta gert sér í hugarlund,
hvernig vera muni umhorfs í botninum í brunn-
inum þeim. Sorptunnur standa fast við inn-
göngudyr matstofunnar og alvanalegt er að
koma að tunnunum á hliðinni og sorpinu yfir
þvera götuna. Er þá ekki hægt hjá því að kom-
ast að stíga ofan í það, og berst það svo á fót-
um manna inn í borðsalinn. Það liggur í augum
uppi, hver óheilbrigði og óþrifnaður af þessu
stafar. Mér er ekki kunnugt um, hvort nokk-
urt heilbrigðiseftirlit er til í Vestmannaeyjum,
en að minnsta kosti ber lítið á störfum þess við-
víkjandi heilbrigðisöryggi aðkomumanna þar.
Eitt lítið og algjörlega ófullnægjandi baðhús er
til í bænum, þar sem almenningur getur fengið
böð, en starfrækslan er nú þannig á því, að nú
um nokkurra daga skeið hefur ekki verið hægt
að fá þar böð, vegna þess að einn kvenmaður
hefur verið fjarverandi.
Flestir aðkomumenn verða því að safna á sig
svita og öðrum óhreinindum alla vertíðina.
Þetta eru þægindin og menningin, er margir
okkar, sem á vertíð erum í Vestm.eyjum í vet-
ur, verðum varir við á þessum velmegunar- og
menningartímum. En sem betur fer, verður
þess ekki langt að bíða, að sjómenn þeir, sem
vanir eru að stunda hér vertíð, láti ekki bjóða
sér slíkan útbúnað.
Sjómenn, stöndum saman um okkar velferð-
armál, og við, sem á vertíð erum í Vestmanna-
eyjum í vetur, og búið höfum við þau skilyrði,
sem ég hefi minnzt á, hljótum að ákveða að
framvegis látum við ekki vísa okkur í þau húsa-
kynni, sem dvalarstaði fyrir vertíðina, sem
ekki geta talizt fullkomlega hæfilegir manna-
bústaðir og ennfremur, að þetta verði okkar
hinzta vertíð, sem við stígum inn fyrir þrep-
skjöld á þessum fjöldamatstofum, þar sem allt
er á sundi í svaði og óþrifum.
Mér virðist það ætti að vera kappsmál allra
útgerðarmanna hér að láta fara sem bezt um
þá menn, sem þeir fá til starfa við útgerð sína,
og vitanlega væri það að vissu leyti þeirra eigin
hagnaður. Ennfremur dæma margir aðkomu-
menn bæinn eftir því, sem þeir hafa átt við að
búa yfir dvalartíma sinn og er það illa farið að
kæruleysi einstakra manna skuli ráða áliti og
dómum á verstöðinni.
Vestmannaeyjum 25. marz 1946.
Haraldur Gíslason.
— Hvers vegna hættir þú við að giftast honum
Þorláki?
— Mér þótti hann helzt til nískur. Síðasta afrekið
hans var það, að skrifa öllum prestunum í bænum og
biðja þá að gera tilboð í að framkvæma hjónavígsluna.
Hann ætlaði að taka því lægsta.
— Féllstu nú aftur á prófinu?
— Já, það var eðlilegt. Þeir komu með sömu spurn-
ingarnar og í fyrra.
-—• Því hafði verið spáð fyrir dóttur þinni, að hún
fengi ríkt gjaforð og eignaðist tvíbura. Rættist spá-
dómurinn?
— Að nokkru leyti. Hún eignaðist tvíbura.
16B
V I K I N G U R