Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 9
Hjálmar R. Báröarson: HLEÐSL UMERKI SKIPA Höfundur hinnar fróðlegu og. athyglisveröu greinar, sem hér fer á eftir, Hjálmar R. Bárö- arson, er sonur Báröar G. Tómassonar sJripa- eftirlitsmanns. Hjálmar hefur undanfarin ár stundaö nám viö tækniskólann í Kaupmanna- höfn, og lýkur þaöan prófi í slripaverkfræöi í janúarmánuði 19J/.7. Víkingur væntir þess, aö mega oftar njóta þekkingar og ritleikni Hjálmars R. Báröar- sonar. Ritstj. Allir sjómenn þekkja vafalaust hleðslumerk- in miðskipa á farþega- og flutningaskipum og vita um tilgang þeirra. Flestir munu líka hafa heyrt nafnið Plimsoll’s merki. Ýmislegt kann þó að vera óljóst í þessu sambandi og vil ég því hér segja dálítið frá sögu hleðslumerkjanna og þeim alþjóðareglum, sem ákveða fríborð skips- ins, þ. e. a. s. hve langt hleðslumerkin verði að vera frá þilfarinu. Auðvitað hafa framfarirnar í skipasmíði eins og annari tækni verið gífurlega miklar síðustu tvær aldir, en í upphafi þess tímabils fórust hlutfallslega miklu fleiri skip og meiri mann- tjón urðu en á friðartímum nú. Nánari athug- un leiddi í ljós, að ástæðan var ekki aðallega léleg smíði eða sjóhæfni, heldur blátt áfram ofhleðsla. Það er þessvegna langt síðan farið var að hugsa um að búa til lög um eftirlit með smíði og útbúnaði skipa og reglur, sem ákvæðu hve mikið mætti hlaða skip. Eftir núgildandi alþjóðareglum, sem skal get- ið nánar síðar, er fyrir hvert skip reiknuð út minnsta fjarlægð frá lögákveðinni þilfarslínu niður að sjávarfleti mælt í hálfri lengd skips- ins, þ.e.a.s. miðskipa. Þessi stærð nefnist frí- borð. Þar sem allar síðari hleðslumerkjareglu- gerðir eiga rót sína að rekja til ensku regln- anna frá „Board of Trade‘“, skal hér sagt frá uppruna þeirra og síðari þróun. Lloyds reglan. Hleðslufyrirmæli skipa eru víst fyrst nefnd í Lloyds Registerbók árið 1774, en ekki er vitað hvernig útreikningurinn á fríborðinu var gerð- ur.Notkun þessara reglna var ekki lögfest, en árið 1835 útbjó nefnd Lloyd’s tillögu, sem ákvað minnsta fríborð, sem hlaðið skip yrði að hafa. Þessi svonefnda Lloyd’s regla var sú, að frí- borðið skyldi vera „3 tommur af hverju feti af dýpt skipsins í rúminu“. Þessi regla var notuð nokkuð, en þar sem það ekki var nein skylda að fylgja henni, var nytsemdin mjög tak- mörkuð. Reglu Lloyd’s var vel hægt að nota meðan öll skip voru nokkurnveginn eins byggð, en þegar þróunin af hinum ýmsu tegundum gufu- skipa fór að verða örari þá gilti Lloyd’s-reglan ekki fyrir þessi skip og smátt og smátt hættu allir að nota hana. Kjör brezkra sjómanna 1872, Plimsoll. Mönnum var þó stöðugt ljós hættan vegna of- hleðslu og árangurinn varð fyrsta skrefið á leið til eftirlits með hleðslu skipa, sem sé „The Merchant Shipping Act 1871“. Nú fékk „Board of Trade' vald til að líta eftir hleðslu og gefa skýrlslur um fríborð skipanna áður en þau sigldu úr brezkri höfn. Ef skipið fórst, voru þessar skýrslur lagðar fyrir réttinn. Auk þess gat sjóréttur látið skoðunarmenn frá „Board of Trade“ skoða skipið ef einn fjórði hluti skips- hafnar eða að minnsta kosti 5 menn, ef skips- höfnin var meira en 20 menn, kvörtuðu undan ofhleðslu skipsins eða lélegum útbúnaði þess. Ef skoðunarmaður var á sama máli og kærendur, þá varð eigandi skipsins að borga kostnaðinn, en annars urðu kærendur að borga. Þess þarf víst ekki að geta, að sjaldan var kært. En í Samuel Plimsoll eignuðust sjómennirnir ötulan bardagamann fyrir fríborðsfyrirmælum. Hann var þingmaður í Parlamentinu og árið 1872 gaf hann út bókina „Our seamen“, sem dregur upp allt annað en glæsilega mynd af kjörum brezkra sjómanna. Máli sínu til stuðn- ings lét hann ljósmynda fjölda mörg skjöl og lét fylgja með bókinni. Hann segir, að ef vald- höfunum væri eins annt um hag sjómanna og annarra þegna þjóðfélagsins, þá myndu léleg, ofhlaðin og illa haldin skip ekki fá að leggja úr höfn og með því myndu mörg hundruð mannslíf sparast. Sem dæmi um hve lélegt á- standið var, má nefna, að árið 1864 fórust 844 skip við strendur Englands, árið 1865: 935, 1866: 1150, 1867: 1215, 1868: 1014 og 1869: 1200, þ. e. a. s. í allt 6357 skip á 6 árum. Plim- soll ber þessar tölur saman við ársskýrslur frá Board of Trade um strandvarnir. Þar segir á þessa leið: Ef ströndunum er skipt í flokka sézt, V í K I N □ U R 169

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.