Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 10
að kring um helmingurinn eru ósjóhæf, ofhlað-
in og illa viðhaldin skip í siglingum með strönd-
um fram. Árið 1871 fórust 856 skip í vindstyrk-
leika 6 eða minna.
f þrælkunarvinnu fyrir að yfirgefa
ósjóhæft skip.
Plimsoll segir líka í bókinni frá hinu full-
komna réttleysi skipshafnanna, sem eftir lög-
unum eru neyddar til að fara úr höfn, þótt
skipið sé ofhlaðið og eins illa útbúið og mögu-
legt er. Aðbúnaði skipverjanna er lýst þannig
í bókinni: Árið 1870 tilkynntu yfirvöldin, að
vetrarmánuðina milli 30. september og 1. apríl
mætti ekki flytja kvikfé til Englands, nema vel
varið gegn veðurfarinu. í marz árið 1871 voru
hinsvegar sjö sjómenn handteknir og settir í
varðhald fyrir að neita að sigla með skipi einu
af því að eftir þeirra dómi var óverandi í vistar-
verum skipverja. Við sjódóminn kom m. a. í ljós,
að lúkarinn var svo lekur, að skipverjar urðu
að sofa í olíuklæðum til að geta legið þurrir í
hvílunum. Þessir 7 sjómenn voru þó dæmdir í
12 vikna fangelsi og þrælkunarvinnu.
Um smíði nýrra skipa segir Plimsoll, að mörg
séu byggð allt að 10 sinnum lengri en þau séu
breið, og 16 til 17 sinnum lengri en dýpt þeirra,
en þessu fylgir yfirvofandi hætta á styrkleika
og jafnvægi (stability) skipanna. Ilann legg-
ur til, að öll skip, sem ekki eru byggð eftir
reglum viðurkennds flokkunarfélags, séu skoð-
uð árlega af skoðunarmanni, sem sé í þjónustu
ríkisins, og að þessi maður hafi rétt til að dæma
skipið ósjófært. Auk þess leggur hann til, að
ekkert skip megi sigla ofhlaðið úr enskri höfn
og að á öll skip sé sett lögboðið merki, er sýni
minnsta leyfilega fríborð skipsins.
Árangur Plimsoll’s: The Merehant
Shipping Act 1873.
Bók Plimsoll’s vakti geysimikla athygli í Eng-
landi og hann náðj þeim tilgangi sínum, að opna
augu manna fyrir nauðsyn á betra eftirliti með
skipum og siglingum. Þetta varð til þess, að
stjórnin árið 1873 setti nefnd skipaeigenda,
skipasmiða, siglingafræðinga og fulltrúa skipa-
flokkunarfélaganna. Áður en nefnd þessi hafði
lokið störfum sínum, var „The Merchant Shipp-
ing Act 1873“ lögtekin. Nú var hægt að setja
farbann á ofhlaðin, eða á annan hátt ósjófær
skip, án þess að skipshöfnin kærði, ef aðeins
einn af embættismönnum „Board of Trade’s“
fannst það réttmætt. Þó var hægt að áfrýja
úrskurði þessum.
Fyrstu 9 mánuðina eftir gildistöku þessara
laga voru 286 skip skoðuð af „Board of Trade“
og af þeim voru 256 talin ósjófær!
Ný lög 1875.
Eftir tillögum nefndarinnar, sem getið var
fyrr, voru sett ný lög „The Merchant Shipping
Act 1875“. Eftir þeim skyldi á öllum langferða-
skipum stærri en 80 tons (B. R. T.) vera merki
miðskipa á báðum hliðum. Merkið skyldi vera
greinilegur hringur 12’’ í þvermál og með lá-
rétta línu gegn um miðdepilinn (Centrum), sem
ákvað dýpstu vatnslínu, sem útgerðarmaðurinn
ætlaði sér að hlaða skip sitt að í saltvatni í
næstu ferð. Þetta merki mátti þó flytja, en
ekki fyrr en skipið aftur kom í brezka höfn.
Brot vörðuðu stórum sektum. Þetta merki var
einkum hugsað sem trygging fyrir skipshöfn-
ina og í skráningarskjölunum stóð fjarlægðin
frá fi'íborðsþilfari niður að hleðslumerki.
Þrátt fyrir mótmæli Plimsoll’s var merkið
venjulega nefnt Plimsoll’s merki og þaðan er
orðið „PlimsolIer“ komið, en svo voru nefnd
illa byggð og viðhaldin skip, þ. e. a. s. þau skip,
sem Plimsoll hafði gagnrýnt í bók sinni.
Annmarkar laganna frá 1875.
Brátt komu í ljós annmarkar þessara laga.
Ástæðan var einkum sú, að ekki voru til neinar
reglur fyrir hvar ætti að setja fríborðsmerkið.
Þess vegna var stöðugur ágreiningur milli skip-
stjóranna annarsvegar og eftirlitsmanna „Board
of Trade’s" hinsvegar. Báðir voru jafn illa ±
staddir, því að lögin lögðu þeim báðum skyldur
á herðar, en sögðu hinsvegar ekkert um hvern-
ig ætti að fullnægja þeim. Að lokum kvöi'tuðu
útgerðai'menn yfir ósamræmi hjá skoðunar-
mönnunum og þá lét „Board of Trade“ búa til
fríboi'ðstöflur til stuðnings fyrir skoðunar-
mennina, en það var bannað að gefa þessar
reglur út. Ekki var erfiðleikunum lokið enn,
því að nú kröfðust útgerðarmenn að fá að sjá
þessar töflur, til að geta hlaðið skip sín eftir
þeim án þess að þurfa að leita ráða skoðunar-
manna. „Boarcl of Tradi“ gaf þá töflurnar út,
en tilkynnti um leið, að þær væru aðeins til leið-
beiningar. útgerðarmenn voru auk þess hvatt-
ir til að koma með rökstudda gagnrýni á töfl-
unum, þannig að þær gætu orðið sanngjarn
mælikvarði á hleðslu skipa.
Þessari áskorun var fylgt í ríkum mæli. Um
sama leyti hafði samband útgerðarmanna beð- '
ið Lloyds Register að búa til fríborðsreglur,
sömuleiðis til leiðbeiningar við hleðslu. Þessum
reglum var tekið með meiri velvild en „Board
of Trades“, en þær urðu þó líka fyrir mikilli
gagnrýni.
Fríborðsreglur Lloyds viðurkenndar 1885.
Til að komast að einhverri niðurstöðu í mál-
inu og komast út úr þessu öngþveiti, skipaði
„Board of Trade“ nefnd til að athuga fríborðs-
málið. ,
170
VIKINGUR