Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 11
Nefndin var spurð: 1) Er hægt að búa til fríborðsreglur, sem hindra ofhleðslu án þess að ganga of nærri reksturshagsmunum ? 2) Er hægt að nota nokkrar af núgildandi reglugerðum, ef til vill með breytingum, eða þarf að búa til nýjar reglur? 3) Ef fastar reglur eru lögboðnar, hve mikið þarf þá að láta umdæmi skoðunarmanna ráða? Árið 1885 lauk nefndin starfi sínu. Hún hafði þá farið í flesta hafnarbæi Englands, fengið upplýsingar, og athugað hvar hið ólögboðna hleðslumerki var sett og hve djúpt skipin að jafnaði voru hlaðin. Árangur þessara athugana vai-ð eftirfarandi svör við spurningunum: 1) Það er hægt að búa til fríborðsreglur án þess að þær komi í bága við reksturshags- muni. 2) Tillaga um fríborðsreglur eru meðfylgjandi. 3) Þessar reglur má nota á allar núverandi skipagerðir og mörg ár áfram. Skipaskoðun- armenn þurfa ekki að dæma um annað en ástand og gæði skipsins. Fríborðið, sem gefið er í þessum reglum er miðað við hæsta flokk í Lloyds eða sambærilegan styrkleika. Léttbyggðari skip þurfa aukið fríborð. Skip byggð á óvenjulegan hátt þurfa sérstaka skoðun. Þessar fríborðsreglur voru að mestu leyti þær sömu og Lloyds hafði gefið út áður. Þær voru nú notaðar sem leiðbeining af „Board of Trade“ og viðurkenning þeirra er þannig frá árinu 1885. Þó bar útgerðarmanni engin skylda til að hafa hleðslumerki á skipum sínum. Hleðslumerkin lögboðin 1890. Fríborðsreglurnar voru ekki gerðar að lögum fyrr en með „The Merchant Shipping Act 1890“, en þá gekk í gildi lögboðin hleðslulína (compul- sorry loadline). Lögin gerðu það að skyldu, að öll skip hefðu hleðslumerki á báðum hliðum. Undantekin voru þó öll fiskiskip og önnur skip minni en 80 tonn, sem eingöngu sigldu með ströndum fram. Erlend skip, sem sigldu til enskra hafna urðu líka að fylgja ensku fríborðsreglunum. Þó þurftu þau ekki að hafa neitt hléðslumerki. Árið 1904 var hleðslulína lögboðin í Þýzka- landi. Þessi lög voru að mörgu leyti hagkvæm- ari en þau ensku og „Board of Trade“ endur- skoðaði þessvegna reglur sínar og gaf út nýjar töflur. Eftir þeim fengu skip með miklum yfir- byggingum leyfi til að hlaða dýpra en áður. V í K I N G U R Þetta jók á einni svipstundu burðarmagn brezka verzlunarflotans um mörg hundruð þús- und tonn. Sama ár var ákveðið, að ensku regl- urnar skyldu gilda fyrir erlend skip er sigldu á enskar hafnir, ef í heimalandi skipsins ekki giltu reglur, sem voru viðurkenndar í Englandi. í lok ársins 1909 voru hleðslumerkin orðin lög- boðin í flestum siglingalöndum. Alþjóðahleðslumerkja-reglugerðir. Þetta var þróun hleðslumerkjamálsins frá fyrstu tíð, þar til hleðslumerkin voru ákveðin með lögum. En reglurnar voru ekki þær sömu í öllum löndum, og þetta var oft til mikilla óþæginda. Til að bæta úr þessu bauð England öllum siglingaþjóðum á alþjóðahleðslumerkjaráð- stefnu í London 1914. Þessar reglur eru þó ekki í gildí lengur, því að þann 5. júlí 1930 undir- rituðu 30 siglingaþjóðir, þar á meðal ísland, nú- gildandi alþjóða hleðslumerkjareglugerð. Þessi reglugerð ber þess ljósan vott að vera meðaltal margra mismunandi skoðana, því margt hefði þar mátt standa skýrar en það gerir. Ég vil þessvegna ekki útskýra einstök ákvæði reglu- gerðarinnar eins og þau standa þar, heldur reyna að útskýra grundvöll og aðalatriði þeirra greina, sem ákveða hvar hleðslumerki eigi að setja á skip. Alþjóðareglugerðin frá 1930. Fyrst skulu skýrð stuttlega nokkur ákvæði (definitioner) á hugtökum, eins og þau koma fyrír í reglunum. Sléttþilja skip er án yfirliygginga ofan á frí- borðsþilfarinu. Yfirbygging er nefnd svo, ef hún nær frá borði til borðs. Hækkað afturþilfar skoðast sem yfirbygging. Fríborð er lóðrétt lengd mæld á skipshliðinni miðskipa frá efri rönd þilfars í borði til efri randar að hleðslumerki. Fríborðsþilfar er það þilfar, sem fríborðið er mælt frá og það er efsta gegnumgangandi þil- far, sem hefur lokunartæki, sem fullnægja kröfum reglnanna. Miðskipa þýðir miðjan á lengd skipsins, mæld á sumarhleðsluvatnslínu. Þilfarslínan (sjá teikningu) er lárétt strik, 300 mm. langt og 25 mm. breitt. Það er sett miðskipa á báðum hliðum skipsins, þannig að efri rönd þess er jafnhátt og þar sem framleng- ing yfirflatar fríborðsþilfarsins sker ytriflöt byrðings,ins. Hleðslumerkishringurinn (sjá teikningu) er 300 mm. (12’’) í ytra þvermál. Þvers yfir hringinn er lárétt strik 460 mm. (18”) langt og 25 mm. (1”) breitt. Efri rönd þessa striks 171

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.