Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 12
gengur í gegn um miðpunkt hringsins. Hring- urinn er settur miðskipa neðan við þilfarslín- una. Strik, sem notuð eru í sambandi við hring- inn eru (sjá teikningu): Sumarhleðslulínan, sem er efrirönd þver- striksins í hringnum, og líka efrirönd striks merkt S. Vertarhleðslulína er ákveðin með efrirönd striks merkt merkinu W. Vetrarhleðslulína á Norður-Atlantshafi er efrirönd striks merkt WNA. Suðurhafa-hleðslulína (Troper) er efrirönd striks merkt T. Hleðslulínur í ósöltu vatni. Sumarlínan er hér merkt F, suðurhafa lína í ósöltu vatni TF o.s.frv. Merki yfirvaldanna, sem ákveðið hafa hleðslu- merkið er sett ofan við þverstrikið utan við hringinn. Hvernig hleðslumerkin eru útreiknuð. Þetta voru skýringar á helztu hugtökum reglnanna. Nú skal skýrt stuttlega frá sjálfri ákvörðun merkjanna, hve hátt þau eiga að vera á skipshliðunum og hversvegna. 1) Fyrst er hið svonefnda minnsta frum-frí- borð ákveðið eftir lengd skipsins og þetta stendur í töflu í reglunum. En þetta fríborð gildjr aðeins fyrir nánar útskýrða einstaka tegund skipa. Síðan er lagt við eða dregið frá þessu fríborði eftir lögun og byggingar- lagi þess skips, sem um ræðir. 2) Ef skipið er sléttþiljaskip þ. e. skip án yfir- bygginga, verður að auka fríborð skipsins. Réttmæti þessa ákvæðis er auðséð, því að skip ver sig miklu betur með bak en án og þess vegna má hlaða þau skip dýpra. 3) Breyting á fríborði vegna svonefndar blokk- tölu c (Blokkdefficient C), en þessi tala er hlutfallið milli rúmmáls þess hluta skips- ins, sem er neðansjávar, og kassa með sömu lengd, breidd og þykkt og lengd, breidd og djúpristing (Dyptgang) skipsins. Ef þessi tala c er hærri en 0,68 þá skal margfalda hið áðurfundna fríborð með Þar sem þessi stærð er hærri en 1, sést að skip, sem eru „feit“, þ. e. a. s. nálgast kassalög- un má ekki hlaða eins djúpt og grennri (rennilegri) skip af sömu lengd. 4) Breyting vegna hlutfallsins L/D. Hér er L lengd skipsins og D dýpt þess. Ef D er stærri en í'5 skal fríborðið aukið með 8,33-(D—ib)*R m.m. R er hér 3^6 ef lengd skipsins er minni en 118,90 m. og R=30 ef skipið er lengra en 118,90 m. Þetta ákvæði ber með sér, að ef skipið er djúpt (hátt) miðað við lengd þess, verður að auka fríborðið. Ef skipið hefur yfirbygg- ingar lengri en 0,6 :L miðskipa má minnka fríborðið með sömu stærð og það skyldi auk- ið fyrr. 5) Ef dýpt skipsins að efri rönd fríborðs- þilfarsins miðskipa er stærri eða minni en D skal mismunurinn (í mm) lagður við eða dreginn frá áður útreiknuðu fríborði. 6) Breyting vegna yfirbygginga. Fríborðið má minnka í hlutfalli við stærð yfirbygging- anna eftir nánari reglum. Þar er við ákvörð- un stærðar yfirbygginganna tekið tillit til hve traustlega þeim er lokað. Lokunartækj- unum er skipt í tvo flokka. Fyrsta flokks lokunartæki eru t. d. vatnsþéttar stálhurð- ir. Annars flokks lokunartæki eru venj ulegar hurðir úr hörðu tré. 7) Breyting vegna þilfarsriss (Spríng). í reglunum er ákveðið meðalris þilfarsins. Sé það meira framan við miðskip má minnka fríborðið, sé risið minna verður að auka frí- borðið. Þetta er mjög eðlileg ráðstöfun, því hærra forskip veitir betra öryggi. 8) Breyting vegna bjálkabugu. Meðal bjálkabuga er 1/50 af breidd skipsins. Sé bjálkabugan stærri má minnka fríborðið yisst brot úr mismuninum og á sama hátt skal fríborðið aukið ef bjálkabugan er minni. 9) Á engu skipi má fríborðið í sjó vera minna en 2“ (^ 51 mm). 10) Að lokum eru útreiknuð hin ýmsu sérstöku fríborð, sem að framan var getið, merkt W, F, T o. s. frv. Þau eru öll mæld út frá legu þessa útreiknaða sumarfríborðs. 172 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.