Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Síða 13
Ólafur Magnússon:
Síldveiðarnar og framtíðardraumur
fishimannsins
Síðari grein
Stuttu eftir að aðal-síldveiðiflotinn var kominn norð-
ur á hina venjulegu veiðibanka, sást síld 30 sjómílur
SA af Horni, og síðar sama dag, 9. júlí, 10 sjóm. NNA
frá Skaga. Dagana frá 10. júlí til 20. júlí veiddist síld
öðru hvoru á stóru svæði 15 til 25 sjómílur frá SA að
ANA út frá Hornbjargi og mátti segja að þar væri á
tímabili allur veiðiflotinn íslenzki, nema þegar skip
fóru inn að losa farma og slatta, eftir því sem á stóð,
því að suðlægir vindar og þokur tálmuðu oft veiðum.
Plest skipin, sem lönduðu við Húnaflóa, fengu á þess-
um slóðum og þessum tíma mestalla sína sumarveiði.
Strax kom í ljós að síldin var mest og bezt á yfir-
borðinu á nóttunni og sást alls ekki um hádaginn. Er
það venjulega ills viti, og fjöldi fiskimanna hefur á
þeim kenjum hennar mikla ótrú.
Við vorum samt margir, sem gerðum okkur fagrar
Þetta voru þá að mínum dómi aðalatriðin í
hleðslumerkjareerlugerðinni. Þó ekki hafi verið
farið út í sjálfa útreikningana, þá vona ég'
að þetta sýni, að hleðslumerkin eru sett á skipin
eftir reglum, sem eiga sér skynsamlegan grund-
völl í reynslu siglingaþjóðanna. — Tilgangur
hleðslumerkjanna er að auka öryggi skipa og
skipshafna með því að minnka hættu á of-
hleðslu.
Eins og sagt var í byrjun þessarar greinar
gilda alþjóðareglurnar ekki um fiskiskip. en
þessi skip og skipshafnir þeirra eru þó einn
st.ærsti bjóðarauður Tslands. Það er því nær-
liggjandi, að spyrja líkra spurninga um fiski-
skip okkar og gert var árið 1885 í Englandi um
verzlunarskip, og áður var frá sagt:
1) Er hægt að búa til fríborðsreglur, sem
hindra ofhleðslu án þess að ganga of nærri
reksturshagnaðinum ?
2) Er liægt að nota núgildandi reglugerð, ef
til vill með breytingum, eða þarf að búa til
nýjar reglur?
Sem þriðju spurningu vil ég bæta við:
3) Er þörf á fríborðsreglum fyrir fiskiskip?
Ég læt þessum spurningum ósvarað, því að
beztu svörin geta þeir gefið, sem mest þekkja til
málanna, sem sé sjómennimir. ___
Kaupmannahöfn, 27. maí 1946.
Hjálmar R. Bárðarson.
vonir um að þessi síld mundi ganga inn á Húnaflóann
og leita á gamlar stöðvar. Er mjög liklegt að slíkt hafi
átt sér stað að meira eða minna leyti, þó að veiðiskil-
yrði yrðu þar ekki fyrir hendi að þessu sinni. Plóskipin
voru öfunduð og talið víst að sumarveiðin yrði þeim
hagfelld rétt við löndunarstaðina. Útkoman varð allt
önnur.
Dálítið veiddist af síld grunnt og djúpt á Skaga-
grunni og Haganesvík, en þó ekki fyrir fjöldann. Allar
vonir manna brugðust um almenna veiði á þessum
svæðum.
Nú barst leikurinn austur á við og síldarleit var haf-
in allt til Reyðarfjarðar. Mikill hluti flotans fór þang'-
að, þó að sú för gæfist mjög misiafnlega. Var leitað
bæði grunnt og djúpt út af Austfjörðum. Lítilsháttar
veiddist ennfremur við Langanes, í Bakkaflóa og á
Digranesflaki, en stóð stutt og síld afar þunn, eins og
í allt sumar. Nú var allt veiðisvæðið frá Horni að
Skrúð undirlagt af íslenzkum og útlendum síldveiði-
skipum. Ennfremur leituðu flugvélar hvern færan,
bjartan góðviðrisdag, en ekkert stoðaði. Síldarleysi var
almennt og þokur miklar, einkum til hafsins. Fljótt
fór að koma í Ijós, við hinar tíðu hitamælingar í sjó,
sem voru nú í sumar framkvæmdar af allmörgum skip-
um víðsvegar um veiðisvæðið, að hitinn var of mikill.
Golfstraumurinn hafði blandað hið stóra úthafsbaðker
of sterkt, sjávarhitinn, einkum þó inn til flóa, fjarða
og við ströndina, reyndist allt sumarið hár, frá 9 til
11 stig, og sáust þess glögg merki, að síldin hafði
forðast gamlar stöðvar, því að við land var helzt ekk-
ert að sjá, nema hina mestu ónáttúru, svo sem síli, seyði
allskonar og túnfisk. Á tímabili þakti hafísinn hina
NV lægu fiskislóð. Allar þessar aðstæður lögðust eins
og mara á fiskimennina, bönnuðu þeim björg og knúðu
fast að þolrifjum þeirra. En þótt sjóndeildarhringur-
inn víkkaði og þokunni létti, varð það ekki nema betri
sönnun þess, _að allar lífsbjargir væru bannaðar og
arðs væri ekki að vænta á þessari vertíð. Isinn herti
á hafstraumnum og gerði hann staðbundnari en ella,
var því útlitið svart, enda útkoman léleg. Langan tíma
mun þurfa til þess að fiskimenn gleymi sumri þessu.
Svo hörmulega gekk veiðin. Ég set hér töflu, sem gef-
ur yfirlit yfir sjávarhita í sumar, samkvæmt mæling-
um gerðum á skipi mínu, og hafa þær verið bornar
saman við útkomu annara skipa, sem létu mæla.
Á Hornbankasvæðinu, meðan við vorum þar, mæld-
ist hitinn minnst 7 stig, mest 9 stig, síðasta daginn
sem við vorum þar.
20. júlí á Skagagrunni grynnra 10 stig Celsius.
21. júlí 12 sjóm. út af Siglufirði 9 stig Celsius.
22. júlí Gunnólfsvík 7 stig Celsius.
Var síld þá nokkra daga sunnan Langaness, en sást
þar ekki oftar allan veiðitímann.
V I K I N □ U R
173