Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Síða 14
23. júlí frá öðru skipi í Drangál 10—11 stig.
25. ti 27. júlí austan Langaness 10 stig.
2. ágúst við Seley 7 stig.
4. ágúst á Grímseyjarsundi 8% stig.
7. ágúst á Grimseyjarsundi 8V2 stig.
10. ágúst út við ís Skagagrunni 0 stig.
12. ágúst út við ís Skagagrunni 0 stig.
13. ágúst Sporðagrunni 6 stig.
15. ágúst Skagafirði 11 stig.
15. ágúst Grimseyjarsundi 9 stig.
16. ágúst við Hólmasker (Skagafirði) 9 stig.
19. ágúst 6 sjóm. út af Skallarifi 9 stig.
19. ágúst Kálfshamarsvík 10 stig.
19. ágúst Hofsgrunni (þar var túnfiskur, síli, ufsi,
þorskseyði) 11 stig.
20. ágúst 8 sjóm. út af Skallarifi 8V2 stig (ísinn far-
in þaðan fyrir stuttu).
25. ágúst Skagagrunni (grynnra) 9 stig.
29. ágúst Horni (4 sjóm. undan) 9 stig.
29. ágúst ísafjarðardjúpi 9,6 stig.
Með tilliti til margra undanfarinna sumra er þetta
mesti sjávarhiti við Norðurland á síldveiðitímabilinu,
sem ég man eftir og hefi ég þó stundað mælingar á
síldveiðum um 15 ára skeið. Árið 1943 komst hitinn
í sjó aldrei yfir 7 stig.
Mælingar þessar benda ótvírætt á það, að Golfstraum-
urinn hefir verið afai' sterkur við Norðurland í sum-
ar, og þá helzt við ströndina; finnst mér því að hann
hafi algjörlega ráðið um síldargöngur í fyrravor og
sumar, ennfremur sé það styrkleika hans að kenna,
hvernig fór um veiðina.
Sú er skoðun mín, að okkur sé mjög nauðsynlegt, að
fá gott hafrannsóknaskip af fullkomnustu og beztu
gerð. Það er vart sæmandi fiskiveiðiþjóð, sem byggir
mestalla afkomu sína á sjávarútvegi og á áhugasama
fiskifræðinga, að geta ekki boðið þeim út til starfa
nema við hin verstu skilyrði, eða út á þau skip, sem
litils gagns er hægt að vænta frá. Á þessari tækn-
innar öld, er hægt, — og það verður gert, fyrr eða
síðar, með ötulu starfi vísindamanna —, að fá lesið
úr leyndardómsbók sjávar, jafnvel undirdjúpanna, svo
að hið mikla áhættustarf útgerðarmannsins og sjó-
mannsins, verði minnkað, gert tryggara, og þá um leið
til stöðugri þjóðarheillar.
Hin hörmulega útkoma síldarflotans í sumar og þá
um leið þjóðarbúsins, er öllum landsmönnum kunn.
Hefðu engar kauptrygginar átt sér stað í sumar, til
fiskimanna, væri útkoma hlutasjómannsins á þessa leið:
Taki maður meðal aflaverðlaun alls flotans, sem
varð á skip kr. 46000.00, verður hlutur úr því ca 900
krónur; þar frá dregst fæði, sem er nú í dýrtíðarlandi
voru ca. kr. 400 pr. mánuð og lágt reiknað. Verða þá
eftir tveggja mánaða starf ca 100 krónur fríar, eða
sem svarar 4 kg. af rjómabússmjöri eða 8 kg. af I. fl.
diklakjöti, sömuleiðis viku herbergisleiga í höfuðborg-
inni.
Gera menn sér það Ijóst, að 200 kg. af síld þarf til
vöruskipta svo að fáist 1 kg. af rjómabússmjöri, enn-
fremur 80 kg. af síld, fyrir 1 kg. af I. fl. diklakjöti eða
þá 675 kg. af bezta fóðurefni heimsins í stað viku húsa-
skjóls? Þegar ósamræmið er orðið svona mikið, er engin
furða, þótt maður spyrji: Hvað lengi getur þetta eða
þessu líkt staðist og hverjar verða svo afleiðingarnar?
Sjómannslífið er í flestum tilfellum, að minnsta kosti
líf fiskimannsins, mjög áhættusamt hvað afkomu snert-
ir. Sama er að segja um útgerðarmanninn. Oll verk
þessara aðila eru háð hinum duttlungafullu náttúruöfl-
um, allt þeirra líf er áhættulíf, en þó um leið spennandi
og ábyrgðarmikið.
Eitt hið ágætasta í nýbreytni umliðins og yfirstand-
andi tíma, til aðstoðar og eflingar síldveiðunum, er
síldarleit í flugvélum, og eiga hvatamenn þessa máls
miklar þakkir skilið. Vonir okkar fiskimanna verða
því bjartari, sem við finnum betur skilning alls þorra
manna á þessu mikla velfei'ðarmáli.
Þar sem mig brestur þekkingu til þess að benda á
hina réttu leið, ásamt því hvernig fljótast verði bætt
úr, um aðbúð að flugmönnum okkar, hvað flugvélateg-
undir, lendingarstaði og öryggi þeirra viðkemur, leyfi
ég mér hérmeð að skora á þá, sem hafa til þesara mála
mesta og bezta þekkingu, að skrifa um það í Víking
hið allra fyrsta. Ég veit að reynsla undanfarandi ára
hefir sýnt starfsmönnum hvað réttast er i þessu efni
og á hvern hátt er bezt að framkvæma það, sem gera
þarf.
Ég vona fastlega að vinur minn, Sveinn Benedikts-
son, framkvæmdarstjóri Ríkisverksmiðjanna, láti nú
sannast, að það, sem ég lofa, leyfist mér að fram-
kvæma.
Hverri síldarleit í flugvél sé stjórnað af vönum
síldarmanni, skipstjóra, og ráði hann leitinni að öllu
sjálfur, aðeins í náinni samvinnu við flugstjóra og
veiðiflotann. Náist þetta, tel ég vel farið og málinu
borgið á þann hátt, sem við óskum, veiðimenn.
Þegar síld bregst á hinum vanalegu stöðum, þarf
sannarlega að stækka leitarsvæðið, hefja flugið lengra
til hafs, svo að sjóndeildarhringurinn verði ekki eins
takmarkaður. Það gæti orðið til þess, að aflaleysisárin
yrðu færri. Finndust nýjar síldarstöðvai', er gæfu með-
al ársveiði, mundi það sanna kost flugsins og hin
hörmulega tapveiði hverfa. Væri þá miklu borgið og
unnið í rétta átt. Vonandi kemur allt þetta með tíð
og tíma og einbeittum vilja þeirra, sem þessum mál-
um ráða.
Sannarleg þörf er á því, að flugvélarnar hafi góðar
talstöðvar, ásamt öllum hlustunar- og siglingartækjum.
Ennfremur er nauðsynlegt að fundin sé beppileg
bylgjulengd fyrir þær að vinna á. Það er ómögulegt að
binda þær við sömu bylgjulengd og skipin hafa; þar
eru svo tíðar truflanir. Eins er með öll viðskipti þeirra
við landstöðvar. Siglufjörður þarf að tilkynna alltaf
á sama tíma og sömu bylgju þegar flug hefst til síld-
arleitar, svo að allir geti hlustað þá og fylgst með úr
því, ef um leit er að ræða.
Annars má segja að loftskeytastöðin á Siglufirði hafi
framkvæmt með áhuga og einstakri lipurð allt er að
þessum málum lýtur, og afkastað miklu, eins og annir
hljóta að vera miklar á þeirri stöð að sumrinu, en þó
hefir mikil töf orðið af því hversu talstöðvarútbúnað-
ur flugvélanna hefir verið lélegur og þær bylgjubundn-
ar. Þetta þarf að laga.
Það væri æskilegt að Siglufjarðarradíó kallaði allar
síldartilkynningar til skipa sem oftast út, en þó á viss-
um tíma, ef því verður við komið. Ég legg mikla áherzlu
á allt þetta vegna þess, að öll þau skip, sem stundað
hafa síldveiðar undanfarandi stríðsár, hafa enga loft-
skeytamenn sem hlusta að staðaldri, heldur mann, sem
174
V I K I N G U R