Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Síða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Síða 15
Sumarið 1945, 18. ágúst, urðu nokkrir sjó- menn hér varir við að ofansjávarvöður af ein- hverjum fiski til og frá um fjörðinn, sérstak- lega innan til í firðinum og var farið að for- vitnast um það um kvöldið þann 18. ágúst og bar mönnum ekki saman um það, hvaða fiskur þetta væri, en þó komust einhverjir að því að það mundi helzt vera túnfiskur, þó reyndar eng- in gæti sagt um það með vissu, en þetta virt- ist þó ekki vera nein venjuleg fisktegund, og þeir bátar, sem reyndu að komast sem næst vöðunum, sögðu það stóran fisk og afar hrað- syndan. Samt komust nokkrir bátar í skotfæri og skutu, en þá sökk fiskur sá, sem skotið var á, en hinir hurfu rétt í bili.Annars virtustþeirforð- ast hávaðann. Hinn 22. ágúst bjuggu menn sig út til veiða á vélbátnum „Bjarnarey". Það er opinn vélbátur, ca. 5 smál. og voru þar með Ólafur Antonsson og Benedikt Sigurðsson og bjuggu þeir út skutul á ca. 6 m. langa tréstöng (venjulegan selaskutul) og var svo rennt í torf- urnar. Komust þeir í gott færi að lokum. Skutl- aði Ólafur óg hitti á ca 5 m. færi, en þá tók fisk- urinn viðbragð og stakk sér með eldingarhraða og var gefið út eitthvað á annað hundrað faðma. Dró fiskurinn bátinn til og frá um fjörðinn, en virtist þó alltaf fara í hring. Eftir að þeir höfðu þreytt hann í 5 stundarfjórðunga drógu verður að gera þetta allt í hjáverkum. Er því nauð- synlegt að binda þetta allt vissum reg'lum, þó komið geti fyrir að einstaka menn geti ekki sinnt réttum tíma. Betra er það samt, en vera alltaf óviss, og á hlaup- um að tækinu. Ég læt nú að þessu sinni staðar numið við þessar hugleiðingar mínar, en vona fastlega að framtíðin skeri úr um hversu réttmætar. þær eru. Að endingu ber ég fram þá kröfu, sem F.F.S.Í. hefir í mörg ár staðið að árangurslaust, að við fáum mann úr okkar stétt í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. Sú krafa er réttmæt í alla staði. Sjómenn hafa byggt upp þetta fyrirtæki og þeim sjálfum er nauðsyn að eiga mann þar, sem gæti hagsmuna þeirra. Eigum við marga ágæta menn í þennan starfa og verður því að sinna þessari réttmætu kröfu sjómanna strax í ár. Það get- ur alls ekki gengið að draga það lengur, að F.F.S.f. fái fullan rétt á tilnefningu hans. Við erum vanir að vaka jafnt nótt sem dag á hafi úti; eins munum við vaka yfir velferð mála okkar, og finna fljótt hverjir eru með eður móti. Sameinuð átök allra sjómanna verða nú á næstunni sterk, og munu lyfta mörgu Grettistaki. M.s. Eldborg, 1946. á Vopnafirdi þeir hann að borði. Ætlaði hann þá að taka annað kaf, en þá kom Benedikt með byssuna og skaut fiskinn, og var hann síðan innbyrtur. Var hann nú óspart skoðaður og síðan haldið til lands. Þegar að landi kom var þar múgur og margmenni fyrir, eftir því sem um var að gera í ekki mannfleira þorpi en Vopnafjörður er, og vildu allir sjá og helzt þreifa á fisltinum. Já, fallegur er hann, sögðu flestir. Já, og stór „Bjarnarey“, vélbáturinn, sem veiddi túnfiskinn. er hann líka, sögðu aðrir. — Við skulum nú draga hann upp á bryggjuna, sög'ðu bátsmenn- irnir. — Já, auðvitað. Ilendið honum upp, strák- ar, sagði einhver. Ætli við verðum ekki að draga hann upp, það verður víst nógu strembið. — Og upp á bryggjuna var hann dreginn af ótal höndum. — Jæja. Hvað skal nú gera við hann, sagði formaðurinn á Bjarnarey, Pétui' Nikulásson. — Þið skuluð nú byrja á því- að vita hvað hann er þungur, sagði héraðslæknirinn, Árni Vilhjálmsson. — Já, það er alveg rétt. Fáið þið lánaða vigt, og lóð. Svo kom vogin og lóðin, en þá vantaði lög- giltan vigtarmann. — Þarna er Thorvald ólafsson. Viltu vigta fiskinn fyrir okkur? sagði einhver af bátsmönn- um. — Jú, það var sjálfsagt. Reyndist fiskur- inn 315 kg. í heilu lagi. — En er nú þetta túnfiskur? sögðu sumir. — Það er nú hægt að skera úr því með því að sækja fiskifræði Bjarna Sæmundssonar og lesa yfir fiskinum hans eigin lýsingu, sagði læknir- inn, og svo fór hann og sótti hana. — Túnfiskur! Ja, það er nú svo sem enginn V I K I N G U R 175

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.