Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 16
dagleg-ur gestur hér á Vopnafirði, sagði ég. Síð- an spurði einhver hvar hann eiginlega væri veiddur og hvort hann væri étinn. — Ojá, ætli það ekki, hann var seldur á 5 kr. kílóið á ísafirði í fyrra, sagði einhver. Lýsing fisksins: Hausinn er ca þriðjungur af lengd fisksins, en öll lengdin var mæld 2,90 m. og ummál 2 m. Uggi eftir baki byrjar á há- hnakka og nær 60 sm. aftur á bakið og getur hann lagt uggann niður í fals, er liggur eftir bakinu. Aftan við þennan hreyfanlega ugga er stór uggi, og er hann svipaður og venjulegur bakuggi á hnísu. Hann er óhreyfanlegur og hér um bil beinn. Þá er sporðurinn. Hann er æði stór og er lóðréttur þegar fiskurinn liggur á kviðnum. Þá eru 2 stórir eiruggar og falla þeir báðir í fals aftur með ki’oppnum. Þá eru 2 raðir af smáum uggum, 9 að tölu, sitt hvoru megin á afturhluta fiskjarins. Eru þeir gulir að lit og mjókka aftur, en eru aðeins fastir við skrokk- inn að framanverðu og má snúa þeim á báða vegu, þannig, að þeir eru á þolinmóð að framan. Tennur eru afar smáar en þéttar. Tálknin mjög stór og munnur heldur smár, líkur og á laxi, en engin krókur á skolti. Bakið má heita svart, en kviður silfurgrár og er smágert hreistur um allan skrokkinn, en undir hreistri eru beinflísar mjög þunnar og harðar, líkastar grófu hreistri, en þó er vont að finna samskeyti nema að neð- anverðu. Fiskinum var keyrt í Sláturhús Kaupfélags- ins, en skoðað var innan í hann áður en hann var látinn inn, og kom þá í Ijós að hann var heitur innan. Höfðu þeir orð á því, sem voru að fást við innvolsið. Það þótti nú ekki trúlegt og kom þá læknir til skjalanna og sagði að víst væri hann með heitu blóði að einhverju leyti, og las hann síðan lýsingu hans eftir Bjarna, og passaði hún nákvæmlega, nema að því leyti, að hann átti samkvæmt þyngd sinni að vera mikið lengri en hann reyndist vera. Benti lækn- irinn á það, að hann mundi hafa fullt svo gott fæði hér við land sem í átthögum sínum. Inn- ýflin voru svo grandskoðuð.Það sem fyrst kom í ljós, voru 2 löng, hvít blöð, líkt og lifur, en það líktist þó meira kindamör. Þá fundu menn tals- vert stóran kirtil, sem virtist þó ekki vera í sambandi við meltingarfærin, og vissu menn ekki hvað það gæti verið. Þá var skoðað í mag- ann og var hann að mestu leyti tómur. Þó sást þar dálítið af smáum pöddum og mjóum orm- um. Engar meltingarleifar voru þar sjáanlegar. Það var reynt að selja fiskinn til Reykjavík- ur, en það kom ekkert ákveðið svar frá Fisk- höllinni, og svo fór Esja (hún var hér stödd þetta kvöld). Var fiskurinn seldur hér nýr á 3 kr. kílóið. Það, sem ekki seldist strax, var geymt nokkra daga í frystihúsi, en eftir rúma viku var hann búinn. Sumum þótti þetta af- bragðs matur, en aðrir sögðu að hann væri blátt áfram óætur. Svona voru dómar manna mis- jafnir. Þá var það 29. ágúst, rúmri viku seinna, að farið var í annan leiðangur og var nú Benedikt Sigurðsson fararstjóri. Var nú búið að setja selaskutulinn í samband við V2 þuml. vatnspípu, 2Y2 m. langa og var það mikið betra áhald en tréstöngin, því hún vildi geiga í sjónum og fylgdi ekki eins vel á eftir og rörstöngin. Var nú hagað sér líkt og í fyrra skiptið, haldið inn í vöðu og skutlað og festu þeir vel í einum og náðu honum eftir hálfs annars tíma bras. Þegar í land kom reyndist hann 3 m. á lengd en vigt ekki nema 285 kg. Gildir sama lýsing fyrir hann og hinn fyrri. Þessi fiskur var látinn í pækil og tók ég hann til reykingar út úr vandræðum, því við hér vissum enga aðferð til að gera hann að góðum mat. Ég reykti hann við góðan reyk í 5 vikur, og reyndist hann vel úr reyknum. Þó þótti sumum kviðurinn heldur feitur. Annars er hann fjarska líkur og reyktur rauðmagi, en á hryggnum er mestmegnis kjöt, ekki ósvipað laxi. Þessar túnfiskvöður voru hér í firðinum frá því í miðjum ágúst og til 7.—10. september. Nikulás Albertsson. 176 V 1 K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.