Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 20
Tosaraútgerð í Boston VIÐTAL VIÐ GRIM HÁKDNARSON, SKIPSTJDRA Fyrir noklcru átti SjómannablaMS Víkingur tal við Grím Hákonarson togaraskipstjóra frá Boston, og spurði hann nokkurra spurninga um útgerðarmál þar vestra, íslendingana, sem þar búa, o. fl. Leysti Grímur vel og greiðlega úr spurningum öllum. Grímur Hákonarson er kunnur mörgum islenzkum sjómönnum. — Hann er Árnesingur, fæddur að Dísarstöðum i Flóa 1887. Ólst hann þar upp til fermingaraldurs, en flutti þá með föður sínum til Reykjavíkur. Fimmtán ára gamáll hóf Grimur sjómennsku á kútter Björgvin. Var hann siðan á þilskipum tii 1914, er hann fór á togara. Stundaði hann síðan tog.- veiðar með ýmsum skipstjórum, Guðmundi i Nesi, Halldóri Þorsteinssyni, Pétri Maack og Að- alsteiwi Pálssyni. Árið 1921 lauk Grímur prófi frá Stýrímannaskólanum í Reykjavík. Hann fluttist til Bandarikjanna árið 1927, gerðist togaraskipstjórí í Boston áríð 1933 og var það alla stund síðan, unz hann fluttist hingað heim síðla árs 1945. Boston er stór borg, segir Grímur Hákonar- son. Þar eru um 900 þús. íbúar. Þótt útgerð sé allmikil frá borginni, setur hún ekki svip á hana nema að nokkru leyti. Atvinnulíf borgarbúa er mjög fjölbreytt og útgerðin aðeins einn liður þess. — Hvaða fiskitegundir eru það, sem fiskiskip frá Boston veiða aðallega? Það mega heita sömu fiskitegundir og hér eru veiddar, aðallega þorskur og ýsa. Veiðiað- ferðir eru einnig mjög svipaðar og hér. Togút- búnaður allur er sams konar, nema að ekki þarf vestra eins vandaðan útbúnað hvað botn vörp- þarf aldrei að ganga með þeim snúningshraða, sem orsakar skaðlegan titring. Vegna erfiðleika þeirra, sem ávallt fylgja fastaskrúf- unni, voru fyrir síðustu heimsstyrjöld byggð mótorskip, þar sem mótorinn, einn eða fleiri, framleiddi rafmagn og skrúfuásinn var drifinn með rafmagnsmótor. Þetta hafði ýmsa kosti, en stofnkostnaðurinn varð allmiklu hærri við þetta fyrirkomulag og afltapið 10—15% meira en þar sem mótor vinnur beint á skrúfuásinn. Ef skrúfur með vökvadrifinni skiptingu af sömu eða svipaðri gerð og Kamewa reynast eins vel í framtíð- inni og þær hafa gert til þessa — en margt bendir til að svo muni verða — hlýtur margur að varpa fram þeirri spurningu, hvort flestöll eða öll mótorskip fram- tíðarinnar muni ekki verða með skiptiskrúfu, vegna margvíslegra yfirburða hennar, sem einkum koma fram í auknu notagildi og endingu vélanna, því að veik- fræðingar telja ekkert því til fyrirstöðu, að skipti- skrúfur verði smíðaðar við allar stærðir þeirra mótora, sem nú þekkjast. (Með hliðsjón af SWEDES TRADE AND INDUSTRY). J. L. G. unnar snertir, vegna þess að togbotninn er betri. Aðallega er togað á sandbotni. Afli? Afli fer mjög eftir árstímum. Bezti veiðitím- inn er marz, apríl og maí. Annars er fiskur fá- anlegur öll sumur, en þá þarf að sækja á fjar- lægari mið. Veiðitími í ferð? Veiðitími er að jafnaði 10 dagar. Að sumar- lagi má fiskur ekki vera eldri en 8 daga gam- all þegar honum er landað. Um sumartímann er lengst farið eftir fiskinum. Er þá að jafnaði tveggja sólarhringa ferð á miðin. Fiskiskipin ? Áður fyrr var sjór stundaður á flestum teg- undum skipa ,en nú eru það fyrst og fremst togararnir, sem mynda kjarna fiskiskipaflotans. Fyrir stríðið voru um 60 togarar í Boston, 250— 300 smálestir að stærð. Flest voru það diesel- togarar. Eftir munu vera þrír eða fjórir gamlir togarar með gufuvélum. Þeir þykja hálfgerðir forngripir. Hvernig hafa dieseltogararnir reynzt ? Þeir hafa reynzt mjög vel, eins og bezt má sjá af því, að hinum gömlu togurum er að mestu útrýmt. —Dieseltogararnir eru mjög rúmgóðir, miðað við stærð, og ódýrir í rekstri. Kjör sjómanna? Á Boston-togurum eru hlutaskipti. Afkoma sjómanna er því aðallega bundin við afla og fisk- verð á hverjum tíma. Á kreppuárunum var fisk- verðið óhemjulega lágt. Komst ýsan þá allt nið- ur í 1 cent pundið. En strax og styrjöldin hófst fór fiskverðið að liækka, og árið 1942 var það komið upp í 16 cent pundið. Þá var sett há- marksverð á fisk, og hefur það haldizt síðan. Ýsan er nú seld á 9 cent pundið að vetrinum, en 7 cent á sumrin. Þorskverðið er einu centi ÍBG V í K I N G Ll R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.