Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 21
lægra. Á togurunum eru alls staðar helminga-
skipti.
Hafði styrjöldin ekki áhrif á fiskveiðamár?
Eftir að Bandaríkin lentu í stríðinu dró mjög
úr fiskveiðum í ýmsum fiskibæjum á austur-
ströndinni. Stafaði það af því, að mörg fiski-
skip voru tekin í þjónustu hers og flota. Sér-
staklega voru stærstu og beztu togararnir tekn-
ir til hernaðarþarfa. Mun allt að % hlutum tog-
ara frá Boston hafa verið í þjónustu hins opin-
bera um skeið.
Fækkun fiskiskipa varð þess valdandi, að ekki
voru nóg skip handa sjómönnum þeim í Boston,
sem stunda vildu veiðar. — Sjómannafélagið á
staðnum skipti þá vinnunni á milli manna á
þann hátt, að hvert skip hafði 1 Vá skipshöfn, en
þrið j ungur skipshafnar var í landi í hverri veiði-
för. —
Áhrjf stríðsins að öðru leyti?
Skipatjón á fiskiflotanum af völdum kafbáta
var minna en margur hafði búizt við. Eftir því
sem ég veit bezt var tveimur togurum frá Bost-
an sökkt í styrjöldinni. Aftur á móti olli stríðið
ýmsum óþægindum, bæði við siglingar um höfn-
ina í Boston, ennfremur við veiðarnar sjálfar. f
byrjun stríðsins voru útvarpstækin tekin í land
úr bátunum og talstöðvunum lokað, svo að ekki
var lengur hægt að tala milli skipa.
íslendingarnir í Boston?
I Boston og nágrenni munu nú vera um 50
íslenzkir sjómenn. Af þessum hópi voru 16 skip-
stjórar fyrir styrjöldina.
Hvað er að frétta af þessum mönnum?
Magnús Magnússon frá fsafirði átti togara
i'tyrir stríð, en seldi togarann stjórninni og fór
um leið í sjóherinn. Hefur hann stjórnað björg-
unar- og fylgdarskipi öll stríðsárin. Var hann
fyrst við Grænland, en síðar í Kyrrahafinu. —
Magnús var nýkominn úr herþjónustu, er Grím-
ur fór frá Boston.
Þórður Magnússon, bróðir Magnúsar, hefur
stjórnað stórum togara öll stríðsárin.
Kristján Kristjánsson, ættaður frá Tálkna-
firði, hefur verið togaraskipstjóri frá Boston í
allmörg ár. Hann fór í sjóherinn þegar stríðið
byrjaði, stjórnaði þar skipi öll stríðsárin, og var
farsæll. — Bæði Kristján og Magnús voru sjálf-
boðaliðar, komnir yfir herskyldualdur.
Jóhannes Ásgeirsson, Arnfirðingur að ætt, var
með togara öll stríðsárin. Jón bróðir hans hefur
ekki verið með skip síðustu árin.
Aðrir íslenzkir skipstjórar í Boston eru
þessir:
Ástmann Bjartmarsson, Björgvin Einarsson,
Grímur Eggerz, Guðmundur ó. Gíslason, Guð-
mundur Jóhannsson, Gunnlaugur Illugason, Jó-
hann Axel Jóhannsson, Jóhannes Björnsson,
Theodór Jónsson og Þorlákur Guðmundsson.
Sjómannablaðið Víkingur þakkar Grimi Há-
konarsyni hinar greinagóðu upplýsingar hans.
V í K I N G U R
1Ö1