Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 23
unnið að því að smíða flota, er berjast skyldi við
Dani, sem kepptu við Þjóðverja um yfirráðin.
Tvfsvar sinnum unnu flotar Hansastaðamanna
langar og kostnaðarsamar styrjaldir, og Hansa-
staðasambandið varð sterkara en nokkru sinni
Hollenzkt síldveiðiskip frá 17. öid.
fyrr. Vissulega hefðu Hansastaðamenn átt þess
kost um skeið að sameina gervallt Þýzkaland í
eitt heimsveldi. En síldin, sem skapað hafði upp-
gang og velmegun þeirra, olli og hnignun veldis
þeirra að lokum.
Síldartorfurnar fluttu sig yfir í Norðursjö, að
því er talið er af völdum breytingar á sjávar-
hitanum, til stranda Hollands, og kaupmenn-
irnir í Amsterdam biðu ekki boðanna með að
hagnýta sér tækifærið og ná yfirráðum vei’zl-
unarinnar úr höndum Hansastaðamanna. Vegur
þeirra varð sízt minni en Þjóðverjanna. Brátt
flutti floti þeirra varning um víða veröld og
lagði grundvöllinn að heimsveldi Hollendinga.
Auðæfi þau, er Hollendingum hlotnuðust af fisk-
veiðum, ollu því, að þeir gátu kostað frægar
könnunarferðir og veittu borgurum landsins
kost á því að þroska vísindi og listir og eignast
slíka menn sem Rembrandt. Þau gerðu þeim
fært að hefjast handa um hina margþættu og
merkilegu blómarækt sína. Sannnefnd gullöld
og auðnutími rann upp fyrir Holland, einkum
eftir að Mynher Bauckels fann upp nýja og hag-
kvæma aðferð við síldarverkun.
En þegar vegur Hollands var mestur, breytti
hinn dutlungafulli fiskur enn um háttu, og
hnignun ægði Holland. Síldartorfurnar fluttu
sig yfir Norðursjóinn til strandar Englands.
Það, hversu langt var að sækja á miðin, voru
smámunir einir, en hið sögulega mikilvægi þessa
var geysilegt. Hollenzku fiskimennirnir, er nutu
verndar herskipa, eltu síldina og lögðu iðulega
netum sínum örskammt frá strönd Englands.
Auðvitað mótmæltu Englendingar þessu, en þó
kom aldrei til teljandi vandræða af völdum.
þessa. Þá bar Grotíus, einn af frumkvöðlum al-
þjóðalaga, er hugðist treysta og tryggja aðstöðu
lands síns, fram þá kenningu, að höfin og auð-
æfi þeirra væru frjáls öllum þeim, sem um þau
gætu siglt. Þannig var lagður grundvöllur að
afnotarétti allra af höfunum og auðæfum þeirra.
Englendingar áttu þess engan kost að vísa
kennigu þessari á bug, enda þótt Karl fyrsti
legði bann við því, að útlendingar fiskuðu innan
landsýnar Englands. En til þess að hann gæti
staðið við þetta valdboð sitt þurfti hann á flota
að halda, og þar eð ríkisfjárhirzlan var tóm,
neyddist hann til þess að grípa til hins illræmda
skipaskatts, er vakti mótmæli Johns Hampdens
og fleiri. Þrátt fyrir þá staðhæfingu konungs,
að hér væri aðeins um að ræða endurnýjun á
skatti þeim, sem lagður hafði verið á landeig-
endur árið 1007 til þess að byggja flota, er
stökkva skydi Dönum á brott, varð óánægjan,
er þessi ráðstöfun vakti, ein orsök borgarastyrj-
aldarinnar á Englandi, að því er talið er.
En er hér var komið sögu, hafði Holland
gerzt voldugasta þjóð Norðurálfu. Það er talið,
að á seytjándu öld hafi verzlunar- og fiskifloti
Hollendinga numið tveimur þremur hlutum
hinna tuttugu þúsunda skipa, er til voru á
meginlandinu! En viðhorf þessi breyttust á rík-
isstjórnardögum Cromwells. Hann braut yfir-
ráð Hollendinga á bak aftur með lögum þeim,
sem hann kom á árið 1651 og mæltu svo fyrir
að fiskur skyldi aðeins fluttur til Englands og
nýlendna þess með enskum skipum. Herskipa-
floti Englands nam þá 65 skipum, og það hafði
íslenzkt síldveiðiskip.
hinum mikilhæfasta flotaforingja á að skipa,
þar sem var Robert Blake. Eftir tveggja ára
baráttu, þar sem valt á ýmsu, varð England
sigurvegari og lagði grundvöll að flota shium.
Þegar Karl konungur annar kom til valda,
Framhald á hls. 186.
VIKINGUR
1E33