Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Qupperneq 25
KTINNI Sigmundur á Velli hafði fengið sér ofurlitla hress- ingu áður en hann fór til kirkjunnar, enda var vetur og kalt í veðri. Prestur las langa ræðu af stórum blöð- um, og þótti Sigmundi ræðan frámunalega leiðinleg. -— Segir hann þá svo hátt, að margir heyrðu: „Æ, flettið þér nú við, séra Sveinn minn, ef það kynni að vera svolítið skárra hinum megin“. ★ Jón: „Alltaf líður mér vel þegar ég heyri lesið í Bjarnabænum. Þá kemur mér í hug allt það, sem vér þörfnumst til líknar og svölunar vorum sálum“. Húsmóöir Jóns, sem hugðist lesa bænirnar: „Hvers vegna, Jón minn?“ Jón: „Þá dettur mér ævinlega í hug blessað kaffið og brennivínið". ★ Þegar nýgiftu hjónin háttuðu í fyrsta sinn, fóru þau mjög hjá sér, og var sem þau biðu hvort eftir öðru með uppgöngu í hjónarúmið. Loks tók konan rögg á sig, tíndi út úr sér tvo tanngarða og snaraði þeim á náttborðið. Þá var sem þungu fargi létti af brúðgum- anum. Hann þreif í skyndi af sér hárkolluna, lagði hana ofan á tennurnar og vatt sér síðan upp í. ★ Happ með óhappi. Nemandinn (sem hefur misst blek úr penna sínum niður í landabréfið): Guði sé lof að það lenti beint í Svarta hafið. ~k Stúdentinn: Heyrið þér, klæðskeri. Þér hafið gleymt að setja vasa á nýju fötin mín. Klæðslcerinn: Gleymska var það ekki. En ég réð það af viðskiptum okkar undanfarið, að þér hefðuð ekkert að láta í þá. ★ Læknir einn í Danmörku var í sumarfríi við baðstað nokkurn. Þar á staðnum var asni, sem leigður var bað- gestum í smávegis ferðalög. Eitt sinn fór læknirinn á bak asnanum og kunningi hans tók mynd af honum á baki asnans. Er læknirinn kom heim til sin, hafði hann gaman af að sýna gestum sínum mynd þessa. Hún þótti afar skemmtileg. Eitt sinn, er nágranni hans kom í heimsókn, tók hann ljósmynd þessa og skoðaði vandlega. — Þekkir þú mig ekki á þessari mynd? spurði hús- bóndinn. —- Mikil ósköp, ég þekki þig vel. En hver er það, sem þú hefur á bakinu? ★ Ekki auðgert. Sonur prófessorsins: Sjáðu, pabbi! Þarna situr stór maðkafluga uppi undir loftinu. Prófessorinn (niðursokkinn í skræður sínar): Stígðu á hana strákur, og dreptu hana. Hér kem ég aftur, drengir. Ég ætlaði aldrei að finna klefann aftur, vegna þess að ég gleymdi gleraugunum mínum. ★ Þegar hún var sextán ára gömul spurði hún: — Hvernig lítur hann út? Tuttugu ára spurði hún þessarar spurningar: — Hvernig er hann? Tuttugu og fimm ára: -— Hvað er hann? Nú spyr hún oftast nær: —Hvar er hann? ★ H uggun. Sjúklingurinn (ákafur, að aflokinni skoðun): Hvað haldið þér að það sé, herra læknir? Læknirinn: Það er ómögulegt að segja. — En verið þér alveg rólegur. Það kemur áreiðanlega í Ijós, þegar þér verðið krufinn. ★ Ógnun. Frúin (við vinnukonuna)' Ef þér getið ekki svæft hann Grímsa, þá verð ég að fara upp og syngja fyr- ir hann. Stúlkan: Ég hef hótað honum því, en ekkert dugar. ★ Bindindispostulinn: Veiztu það ekki, góði maður, að vínið styttir líf manna. Óli (fullur): Jú, satt er það. Ég var brennivínslaus allan sunnudaginn að var. Það var lengsti og leiðin- legasti dagur, sem ég hef lifað. Já, það er hverju orði sannara, að brennivínið styttir manni lífið. ★ Hvers vegna sagðir þú mér ekki að þú værir að æfa þig á fiðlu. — Nú hef ég sveitast við það í klukkutíma að smyrja allar hurðir í húsinu, og alltaf heyrðist mér ýskra jafn ámátlega í þeim! ★ Daginn eftir að hann kvæntist dóttur minni, bað hann mig um 50 þúsund króna lán og fékk það. — Hefurðu fengið það aftur? — Bara dótturina. ★ Ríki maðurinn: Jæja, þér hafið í hyggju að giftast dóttur minni. Eigið þér peninga? Biðillinn: .lá, fimmtán — tuttugu þúsund krónur. — Peninga, sagði ég, ekki skiptimynt. V í K I N G U R 1B5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.